Foringi Stulla í bann á Korpu og Grafarholtsvelli Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2021 12:53 Á Korpuvelli. Þessi heldri kylfingar þurfa ekki að óttast að Steingrímur Gautur og hans Stullar rífi af þeim rástímana. vísir/vilhelm Steingrímur Gautur Pétursson kylfingur hefur verið dæmdur í skráningarbann af aganefnd Golfklúbbs Reykjavíkur. Bannið varir í mánuð og tekur gildi þegar tímabilið hefst. Vísir greindi frá máli sem kom upp innan golfhreyfingarinnar, einkum innan GR, að tiltekinn hópur kylfinga hefðu útbúið tölvuforrit til að gera sér leikinn léttari við skráningu. Vísir upplýsti að þar færi einn þekktasti golffélagsskapur landsins, sjálfir Stullarnir. Steingrímur Gautur útskýrði í samtali við blaðamann Vísis að ekki hafi verið um það að ræða að þeir hafi náð með tölvuhakki að svindla sér fram fyrir röðina heldur gerði tölvuforritið þeim kleift að ganga snarlega frá skráningu eftir opnun. Þeir töldu að málinu væri lokið en svo var ekki. Það fór fyrir aganefnd GR og niðurstaðan liggur nú fyrir. Gríðarlegrar ólgu gætti meðal kylfinga en í niðurstöðu aganefndar kemur fram að nefndin telji rétt að sá eða þeir, sem gengist hafa við því að hafa hlutast til um skráningu með skriftum, fái skráningarbann í byrjun næsta tímabils. „Þá telji nefndin eðlilegt að aðrir aðilar, þ.e. þeir sem skráðir voru í rástíma með umræddum hætti, vitandi eða óafvitandi, verði brýndir um mikilvægi þess að gefa ekki upp notendanöfn og/eða lykilorð. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einnig fram að hún telji brýnt að settar verði skýrari reglur um skráningu rástíma, og viðurlög við brotum,“ segir í tilkynningu sem sjá má á vef GR. Þar kemur jafnframt fram að aðrir félagar í Stullunum hafi ekki verið kunnugt um þetta, öðrum en Steingrími. Ýmsir kölluðu eftir hörðum viðurlögum Ákvörðun stjórnar er í takti við þetta: „Í samræmi við niðurstöðu aganefndar er ákveðið að Steingrímur Gautur Pétursson sæti skráningarbanni, sem felur í sér að hann hafi ekki aðgang að golfvöllum GR. Skráningarbannið tekur gildi sama dag og opnað verður fyrir skráningu á 18 holum á Korpúlfsstaðavelli eða Grafarholtsvelli, eftir því hvor völlurinn opnar fyrr, á golftímabilinu 2022, og skal vara í einn mánuð. Stullarnir eru líklega þekktasti golfhópur landsins. Steingrímur Gautur er þarna ásamt þremur félögum úr klúbbnum, en hann er lengst til hægri á myndinni. En svona birtust þeir á síðum Kylfingur.is um árið.skjáskot Stjórn GR tekur framkomna afsökunarbeiðni gilda. Að teknu tilliti til hennar og annars þess sem fram er komið er málinu lokið með þessum hætti.” Stjórnin tekur það sérstaklega fram að hún hafi verið sér meðvituð um þá skoðun margra félagsmanna að beita ætti hörðum viðurlögum, jafnvel brottvísunum. Ætlar út í golfferð meðan bannið varir Steingrímur Gautur segist una bærilega við þessa niðurstöðu. En nýr formaður, Gísli Hall, fundaði með honum um helgina og kynnti honum þessa niðurstöðu. Stjórnin vildi ljúka málinu fyrir aðalfund sem var á mánudaginn. „Þetta var eina leiðin til að ljúka þessu og halda friðinn,“ segir Steingrímur Gautur. Þó hann vilji meina að hann hafi ekki svindlað segist hann ekki hafa nennt því að fara í slag. „Og refsingin sem boðin var ekki það mikil að það væri þess virði að slást eitthvað meira við stjórnina um málið. það var líka mikilvægt að þeir samþykktu að aðrir Stullar hefðu ekki haft vitneskju og afsökunarbeiðni frá þeim tekin gild án þess að einhver áminning fylgdi.“ Steingrímur Gautur ætlar sér sannarlega ekki að leggja kylfurnar á hilluna þrátt fyrir þetta og spurður hvar hann ætli að spila í byrjun næsta tímabils segir hann: „Ætli maður skelli sér ekki bara í golfferð eitthvert út.“ Golf Tengdar fréttir Biður Loga Bergmann og aðra Stulla innilega afsökunar Guðni Þór Björnsson forritari hefur gefið sig fram sem höfundur forrits eða „scriptu“ sem gerði golfhópnum Stullunum og fleiri aðilum kleift að bóka rástíma með leifturhraða. 23. nóvember 2021 14:32 Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Golfæði á Íslandi. Allt leggst á eitt. Forseti GSÍ hefur aldrei séð annað eins. 27. maí 2020 09:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Vísir greindi frá máli sem kom upp innan golfhreyfingarinnar, einkum innan GR, að tiltekinn hópur kylfinga hefðu útbúið tölvuforrit til að gera sér leikinn léttari við skráningu. Vísir upplýsti að þar færi einn þekktasti golffélagsskapur landsins, sjálfir Stullarnir. Steingrímur Gautur útskýrði í samtali við blaðamann Vísis að ekki hafi verið um það að ræða að þeir hafi náð með tölvuhakki að svindla sér fram fyrir röðina heldur gerði tölvuforritið þeim kleift að ganga snarlega frá skráningu eftir opnun. Þeir töldu að málinu væri lokið en svo var ekki. Það fór fyrir aganefnd GR og niðurstaðan liggur nú fyrir. Gríðarlegrar ólgu gætti meðal kylfinga en í niðurstöðu aganefndar kemur fram að nefndin telji rétt að sá eða þeir, sem gengist hafa við því að hafa hlutast til um skráningu með skriftum, fái skráningarbann í byrjun næsta tímabils. „Þá telji nefndin eðlilegt að aðrir aðilar, þ.e. þeir sem skráðir voru í rástíma með umræddum hætti, vitandi eða óafvitandi, verði brýndir um mikilvægi þess að gefa ekki upp notendanöfn og/eða lykilorð. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einnig fram að hún telji brýnt að settar verði skýrari reglur um skráningu rástíma, og viðurlög við brotum,“ segir í tilkynningu sem sjá má á vef GR. Þar kemur jafnframt fram að aðrir félagar í Stullunum hafi ekki verið kunnugt um þetta, öðrum en Steingrími. Ýmsir kölluðu eftir hörðum viðurlögum Ákvörðun stjórnar er í takti við þetta: „Í samræmi við niðurstöðu aganefndar er ákveðið að Steingrímur Gautur Pétursson sæti skráningarbanni, sem felur í sér að hann hafi ekki aðgang að golfvöllum GR. Skráningarbannið tekur gildi sama dag og opnað verður fyrir skráningu á 18 holum á Korpúlfsstaðavelli eða Grafarholtsvelli, eftir því hvor völlurinn opnar fyrr, á golftímabilinu 2022, og skal vara í einn mánuð. Stullarnir eru líklega þekktasti golfhópur landsins. Steingrímur Gautur er þarna ásamt þremur félögum úr klúbbnum, en hann er lengst til hægri á myndinni. En svona birtust þeir á síðum Kylfingur.is um árið.skjáskot Stjórn GR tekur framkomna afsökunarbeiðni gilda. Að teknu tilliti til hennar og annars þess sem fram er komið er málinu lokið með þessum hætti.” Stjórnin tekur það sérstaklega fram að hún hafi verið sér meðvituð um þá skoðun margra félagsmanna að beita ætti hörðum viðurlögum, jafnvel brottvísunum. Ætlar út í golfferð meðan bannið varir Steingrímur Gautur segist una bærilega við þessa niðurstöðu. En nýr formaður, Gísli Hall, fundaði með honum um helgina og kynnti honum þessa niðurstöðu. Stjórnin vildi ljúka málinu fyrir aðalfund sem var á mánudaginn. „Þetta var eina leiðin til að ljúka þessu og halda friðinn,“ segir Steingrímur Gautur. Þó hann vilji meina að hann hafi ekki svindlað segist hann ekki hafa nennt því að fara í slag. „Og refsingin sem boðin var ekki það mikil að það væri þess virði að slást eitthvað meira við stjórnina um málið. það var líka mikilvægt að þeir samþykktu að aðrir Stullar hefðu ekki haft vitneskju og afsökunarbeiðni frá þeim tekin gild án þess að einhver áminning fylgdi.“ Steingrímur Gautur ætlar sér sannarlega ekki að leggja kylfurnar á hilluna þrátt fyrir þetta og spurður hvar hann ætli að spila í byrjun næsta tímabils segir hann: „Ætli maður skelli sér ekki bara í golfferð eitthvert út.“
Golf Tengdar fréttir Biður Loga Bergmann og aðra Stulla innilega afsökunar Guðni Þór Björnsson forritari hefur gefið sig fram sem höfundur forrits eða „scriptu“ sem gerði golfhópnum Stullunum og fleiri aðilum kleift að bóka rástíma með leifturhraða. 23. nóvember 2021 14:32 Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Golfæði á Íslandi. Allt leggst á eitt. Forseti GSÍ hefur aldrei séð annað eins. 27. maí 2020 09:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Biður Loga Bergmann og aðra Stulla innilega afsökunar Guðni Þór Björnsson forritari hefur gefið sig fram sem höfundur forrits eða „scriptu“ sem gerði golfhópnum Stullunum og fleiri aðilum kleift að bóka rástíma með leifturhraða. 23. nóvember 2021 14:32
Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Golfæði á Íslandi. Allt leggst á eitt. Forseti GSÍ hefur aldrei séð annað eins. 27. maí 2020 09:15