Skólar í Fjarðabyggð áfram lokaðir vegna fjölgunar smita Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2021 13:19 Frá Reyðarfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þeim sem smitaðir eru af COVID-19 á Austurlandi hefur fjölgað síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa hafa tæp þrjátíu ný smit greinst, flest þeirra í Fjarðabyggð. Leikskólinn Lyngholt og grunnskólinn á Reyðarfirði og grunnskólinn á Eskifirði verða lokaðir út vikuna vegna þessa. Lögreglan á Austurlandi segir að smitin séu dreifð og það sé mat aðgerðastjórnar að úti í samfélaginu séu mögulega smit, meðal annars hjá fólki sem ekki hafi einkenni og sé því ekki meðvitað um að það sé smitað og geti þá smitað aðra. „Þess vegna er mikilvægt að fá sem flesta í sýnatöku í dag og næstu daga til að kortleggja mögulega útbreiðslu veirunnar. Í morgun var stór sýnataka á Reyðarfirði og nú stendur yfir sýnataka á Eskifirði kl. 11-13. Vonast er til að mæting verði góð. Niðurstöður úr sýnatöku dagsins ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða fyrramálið. Önnur tilkynning frá aðgerðastjórn verður send út þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Fylgist vel með auglýsingu um frekari sýnatökur. Í ljósi þessarar stöðu telja fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn og HSA nauðsynlegt að grípa til áframhaldandi lokana í Leikskólanum Lyngholti og Eskifjarðarskóla auk þess sem Grunnskóla Reyðarfjarðar verður lokað. Leikskólinn Lyngholt: Ljóst er að smitum á leikskólanum Lyngholti, bæði meðal starfsmanna og barna hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Lyngholti eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Reyðarfjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Reyðarfjarðar hefur fjölgað. Allir nemendur og starfsmenn skólans voru hvattir til að fara í sýnatöku í dag og ættu niðurstöður að liggja fyrir seint í kvöld eða á morgun. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Grunnskóla Reyðarfjarðar eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Eskifjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Eskifjarðar hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir. Ekkert skólahald verður því í Eskifjarðarskóla á morgun föstudaginn 10. desember,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Grunnskólar Fjarðabyggð Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi segir að smitin séu dreifð og það sé mat aðgerðastjórnar að úti í samfélaginu séu mögulega smit, meðal annars hjá fólki sem ekki hafi einkenni og sé því ekki meðvitað um að það sé smitað og geti þá smitað aðra. „Þess vegna er mikilvægt að fá sem flesta í sýnatöku í dag og næstu daga til að kortleggja mögulega útbreiðslu veirunnar. Í morgun var stór sýnataka á Reyðarfirði og nú stendur yfir sýnataka á Eskifirði kl. 11-13. Vonast er til að mæting verði góð. Niðurstöður úr sýnatöku dagsins ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða fyrramálið. Önnur tilkynning frá aðgerðastjórn verður send út þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Fylgist vel með auglýsingu um frekari sýnatökur. Í ljósi þessarar stöðu telja fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn og HSA nauðsynlegt að grípa til áframhaldandi lokana í Leikskólanum Lyngholti og Eskifjarðarskóla auk þess sem Grunnskóla Reyðarfjarðar verður lokað. Leikskólinn Lyngholt: Ljóst er að smitum á leikskólanum Lyngholti, bæði meðal starfsmanna og barna hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Lyngholti eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Reyðarfjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Reyðarfjarðar hefur fjölgað. Allir nemendur og starfsmenn skólans voru hvattir til að fara í sýnatöku í dag og ættu niðurstöður að liggja fyrir seint í kvöld eða á morgun. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Grunnskóla Reyðarfjarðar eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Eskifjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Eskifjarðar hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir. Ekkert skólahald verður því í Eskifjarðarskóla á morgun föstudaginn 10. desember,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Grunnskólar Fjarðabyggð Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira