Tveir karlar og ein kona valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 15:48 Íþróttafólk ársins hjá fötluðum. Talið frá vinstri: Róbert Ísak Jónsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Már Gunnarsson. VÍSIR/VILHELM Það var sögulegt var á íþróttafólki fatlaðra í dag því kjörnefndin hjá Íþróttasambandi fatlaðra gat ekki gert upp á milli tveggja karla í ár. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir var valin íþróttakona ársins og þeir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru báðir valdir íþróttamenn ársins íþróttafólks ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en kjörinu var lýst á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Bergrún Ósk var að vinna þessi verðlaun fjórða árið í röð en þeir Már og Róbert Ísak hafa báðir verið kosnir íþróttamenn ársins einu sinni áður, Már árið 2019 og Róbert árið 2018. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem tveir karlar eru valdir íþróttamenn ársins á sama ári. Fráfarandi yfirmenn landsliðsmála ÍF, Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson, hlutu Hvataverðlaun ÍF 2021. Ekki hægt að gera upp á milli þeirra Íþróttamenn ársins eru sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB og Róbert Ísak Jónsson, SH. Magnað afreksár er að baki hjá báðum íþróttamönnum og eftir mikla umhugsun ákvað stjórn ÍF að ekki væri hægt að gera upp á milli þessara tveggja öflugu sundmanna. Már og Róbert háðu harða baráttu um nafnbótina en báðir settu þeir fjölda Íslandsmeta á árinu 2021. Már alls 13 og Róbert alls 12. Á Evrópumeistaramótinu í 50m laug í Portúgal vann Róbert Ísak brons í 200m fjórsundi og silfur í 100m flugsundi. Már setti nýtt heimsmet í 200m baksundi á Íslandsmótinu í aprílmánuði. Báðir voru þeir Róbert og Már glæsilegir fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo þar sem Már keppti í fjórum greinum og náði bestum árangri með 5. sæti í 100m baksundi. Róbert Ísak keppti í þremur greinum og náði í tvígang í 6. sæti í 200m fjórsundi og 100m flugsundi. Þetta er í annað sinn sem þeir Már og Róbert hljóta nafnbótina en Már var fyrst valinn íþróttamaður ársins árið 2019 og Róbert Ísak árið 2017. Aðeins Kristín Rós hefur unnið fleiri ár í röð Þetta er fjórða árið í röð sem Bergrún hlýtur nafnbótina en þar með varð hún aðeins önnur íslenskra kvenna til þess að verða valin fjögur ár í röð. Fyrir var það aðeins Kristín Rós Hákonardóttir sundkona sem hafði hlotið útnefninguna fjórum sinnum í röð eða oftar. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir hefur síðustu tvö tímabil keppt fyrir FH en nú í lok árs 2021 hefur hún ákveðið að skipta á nýjan leik til ÍR. Bergrún setti tvö ný Íslandsmet í kúluvarpi á árinu og keppti í fyrsta sinn á Paralympics. Bergrún vann til silfurverðlauna á EM í Póllandi í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 8.76 metra og skömmu síðar stórbætti hún Íslandsmetið og það á Paralympics í Tokyo þegar hún hafnaði í 7. sæti eftir að hafa varpað kúlunni 9,57 metra. Ólympíumót fatlaðra Sund Frjálsar íþróttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir var valin íþróttakona ársins og þeir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru báðir valdir íþróttamenn ársins íþróttafólks ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en kjörinu var lýst á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Bergrún Ósk var að vinna þessi verðlaun fjórða árið í röð en þeir Már og Róbert Ísak hafa báðir verið kosnir íþróttamenn ársins einu sinni áður, Már árið 2019 og Róbert árið 2018. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem tveir karlar eru valdir íþróttamenn ársins á sama ári. Fráfarandi yfirmenn landsliðsmála ÍF, Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson, hlutu Hvataverðlaun ÍF 2021. Ekki hægt að gera upp á milli þeirra Íþróttamenn ársins eru sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB og Róbert Ísak Jónsson, SH. Magnað afreksár er að baki hjá báðum íþróttamönnum og eftir mikla umhugsun ákvað stjórn ÍF að ekki væri hægt að gera upp á milli þessara tveggja öflugu sundmanna. Már og Róbert háðu harða baráttu um nafnbótina en báðir settu þeir fjölda Íslandsmeta á árinu 2021. Már alls 13 og Róbert alls 12. Á Evrópumeistaramótinu í 50m laug í Portúgal vann Róbert Ísak brons í 200m fjórsundi og silfur í 100m flugsundi. Már setti nýtt heimsmet í 200m baksundi á Íslandsmótinu í aprílmánuði. Báðir voru þeir Róbert og Már glæsilegir fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo þar sem Már keppti í fjórum greinum og náði bestum árangri með 5. sæti í 100m baksundi. Róbert Ísak keppti í þremur greinum og náði í tvígang í 6. sæti í 200m fjórsundi og 100m flugsundi. Þetta er í annað sinn sem þeir Már og Róbert hljóta nafnbótina en Már var fyrst valinn íþróttamaður ársins árið 2019 og Róbert Ísak árið 2017. Aðeins Kristín Rós hefur unnið fleiri ár í röð Þetta er fjórða árið í röð sem Bergrún hlýtur nafnbótina en þar með varð hún aðeins önnur íslenskra kvenna til þess að verða valin fjögur ár í röð. Fyrir var það aðeins Kristín Rós Hákonardóttir sundkona sem hafði hlotið útnefninguna fjórum sinnum í röð eða oftar. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir hefur síðustu tvö tímabil keppt fyrir FH en nú í lok árs 2021 hefur hún ákveðið að skipta á nýjan leik til ÍR. Bergrún setti tvö ný Íslandsmet í kúluvarpi á árinu og keppti í fyrsta sinn á Paralympics. Bergrún vann til silfurverðlauna á EM í Póllandi í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 8.76 metra og skömmu síðar stórbætti hún Íslandsmetið og það á Paralympics í Tokyo þegar hún hafnaði í 7. sæti eftir að hafa varpað kúlunni 9,57 metra.
Ólympíumót fatlaðra Sund Frjálsar íþróttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira