Magnaður stjórnarsáttmáli í Þýzkalandi. Gildir það hér líka? Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. desember 2021 09:30 Sömu helgi í september og við kusum til Alþingis, kusu Þjóðverjar til síns sambandsþings, Bundestag. Í báðum löndum hafa þriggja flokka stjórnir verið myndaðar. Í Þýzkalandi eru Sósíaldemókratar, Græningjar og Frjálsir demókratar á ferð. Þetta er í raun ríkisstjórn frá vinstri, yfir miðju til hægri, skv. almennri skilgreiningu stjórnmálastefna, og ætti ríkisstjórnin hér, ef Sjálfstæðisflokkurinn væri fjálslyndur hægri flokkur og Framsóknarflokkurinn raunverulegur miðjuflokkur, að hafa svipuð einkenni og stefnumál og sú þýzka. En, svo er ekki. Munurinn liggur einkum í því, að hér setur íhaldssemi og heimóttarskapur eyjaskeggjans enn sterkt mark á stefnu þeirra, sem þykjast vera á miðju og til hægri, sem kæfir það frjálslyndi, sem ætti að fylgja með – gerir það víðast hvar annars staðar – en ekki hér. Hér reika margir enn um í afdölum þröngrar hugmyndafræði, einangrunarstefnu, skilja enn ekki, að Evrópa er álfan okkar, þar sem við eigum heima meðal systra- og bræðraþjóða, hvað þá, að sterkur og stöðugur gjaldeyrir myndi stórbæta velferð okkar, með meiri samkeppni, lægra vöruverði og margfalt lægri vöxtum, svo að ekki sé nú talað um þann fyrirsjáanleika, stöðugleika og það öryggi, sem Evran myndi veita. Fyrir undirrituðum er þýzki stjórnarsáttmálinn magnaður, og vænti ég þess, að hann mun ekki aðeins tryggja framfarir og betra mannlíf í Þýzkalandi, heldur líka hafa góð og uppbyggileg áhrif í Evrópu allri. Því miður get ég ekki sagt það sama um þann íslenzka. Ánægju- eða gleðiskorturinn stafar einkum af því, að hér virðist mest vera á ferðinni gamalt vín á nýjum belgjum. Hvar er neisti góðra breytinga og framfara!? Nýrrar sýnar og lausna!? Hvar er frjó hugsun og dirfska til nýrra taka!? Þetta viðist mest vera gömul og slitin plata, hálfgert moð. Tilfæringar innan ráðuneyta og ný heiti þjóna kannske einhverjum praktískum tilgangi, en þessar tilfæringar virðast meira yfirborðsklór, sem litlu breyta. Hvaða snillingi datt eiginlega í huga, að búa til Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðuneyti? Þetta eru þó þrír ólíkir málaflokkar, sem eiga litla samleið. Hvílík þvæla! Og, nafninu á Dómsmálaráðuneytinu var breytt án neinnra sýnilegra verkefnabreytinga. Kannske til að gera formanni Sjálfstæðisflokksins kleift, að skipa ólöglærðan mann í það ráðherraembætti, illu heilli. Slíkt gerist hér. Auðveldlega. Hér kemur hinn þýzki stjórnarsáttmáli, og skýrir hann kannske betur, en mörg orð, mitt dálæti á honum: 1. Loftslagsvernd: Þessi nýja ríkisstjórn tekur þetta grundvallarmál framtíðar manna á jörðinni engum vettlingatökum. Fyrri ríkisstjórn hafði ákveðið, að hætta framleiðslu og notkun kola 2038. Nýja ríkisstjórnin setur aðra forgangsröð: Kolavinnslu og orkuframleiðslu skal hætt 2030. Á sama hátt skal kolvetnishlutleysi nú náð mun fyrr, en áður stóð til: 2045. 2. 25% hækkun á lægstu laun: Þeir launamenn, sem fá lægst laun, eru þeir, sem þiggja tímalaun. Lægstu tímalaun hafa verið 9,60 Evrur. Með einu slagi hækka lægstu tímalaun nú í 12,00 Evrur. Um 25%. Það verða allir að komast af! 3. Innleiðing „B ürgergeld“ eða borgaralauna: Afkomutrygging hinna verst settu. Sama sjónarmið. Atvinnulausir, fatlaðir, veikir, eldri borgarar og aðrir, sem minna mega sín, verða líka að geta lifað mannsæmandi lífi. Borgaralaun eiga að leysa flókið og margþætt tryggingar- og styrkjakerfi af hólmi og tryggja grunnafkomu allra. 4. Stórfellt átak í húsbyggingum: Byggja á fleiri íbúðir en nokkru sinni fyrr, skv. föstu og skilgreindu plani, til að tryggja hagstætt íbúðarverð og viðráðanlegt leigugald leigjenda. 5. Stórátak í þróun stafrænna lausna/kerfa: Ný þýzk ríkisstjórn skilur, að forsenda fyrir velfarnaði og hagsæld, forsenda þess, að ríkið geti tekið á sig ný útgjöld til jöfnunar lífskjara og staðið fyrir öflugri þróun þjóðfélagsins, er framsækið atvinnulíf, öflugur hagvöxtur, góð afkoma fyrirtækja og auknar skattatekjur. Þessvegna vill ný ríkisstjórn gera Þýzkaland að leiðandi ríki heims í fjórðu iðnbyltingunni - innleiðingu stafrænna lausna. 6. Aukin mannúð: Flóttamenn eiga líka rétt: Ný ríkisstjórn vill stórauka mannúð, móttökumöguleika og aðbúnað þeirra, sem flýja stríð, ofbeldi, óréttlæti, atvinnuleysi og örbirgð, og bæta aðstöðu þeirri og tækifæri í Þýzkalandi. 7. „Friday for Future“ - Réttur unga fólksins: Ný ríkisstjórn virðir rétt unga fólksins, þeirra, sem taka eiga við og erfa skulu landið, jörðina, og færir kosningarétt niður í sextán ár, þannig, að unga fólkið fái betri aðgang að áhrifum og völdum. 8. Kannabis lögleitt: Á grundvelli þess, að vísindamenn telja kannabis hættuminna en áfengi og tóbak, og, einkum, af því að kannabis býr yfir viðurkenndum og áhrifamiklum lækningamætti, einkum á sviða verkja- og kvalastillingar, verður kannabis lögleitt, innan strangs ramma. Þá komum við að því, sem þýzka ríkisstjórnin ákvað, að ekki yrði gert: Skattar verða ekki hækkaðir Skuldabremsa verður sett á ríkissjóð frá 2023 (eftir COVID) Hraðatakmarkanir verða ekki settar á þýzkar hraðbrautir. Það er mat undirritaðs, að flest það bezta í stefnumálum þessara þriggja flokka hafi náð fram að ganga í þessum stjórnarsáttmála. Robert Habeck, annar formanna Græningja, fær súperráðuneyti; loftslagsverndar- og viðskiptaráðuneyti. Engin lagasetning mun geta tekið gildi, nema hún hafi fyrst fengið grænt ljós í loftslagsráðuneytinu. Menn geta nú borið saman ofangreint prógramm nýrrar þýzkrar ríkisstjórnar, og það, sem hér er á dagskrá. Fyrir mér vantar því miður þann neista hér, til frelsis frá gamalli og lúinni aðferðafræði, í nýjar, frjálslyndar, alþjóða- og framfarasinnaðar lausnir, sem setja mark sitt á þá þýzku. Því miður ræður hér gamalt fólk, með þrönga sýn, för, þó ungt sé að árum. Heimóttarskapurinn virðist gefa tóninn. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Sömu helgi í september og við kusum til Alþingis, kusu Þjóðverjar til síns sambandsþings, Bundestag. Í báðum löndum hafa þriggja flokka stjórnir verið myndaðar. Í Þýzkalandi eru Sósíaldemókratar, Græningjar og Frjálsir demókratar á ferð. Þetta er í raun ríkisstjórn frá vinstri, yfir miðju til hægri, skv. almennri skilgreiningu stjórnmálastefna, og ætti ríkisstjórnin hér, ef Sjálfstæðisflokkurinn væri fjálslyndur hægri flokkur og Framsóknarflokkurinn raunverulegur miðjuflokkur, að hafa svipuð einkenni og stefnumál og sú þýzka. En, svo er ekki. Munurinn liggur einkum í því, að hér setur íhaldssemi og heimóttarskapur eyjaskeggjans enn sterkt mark á stefnu þeirra, sem þykjast vera á miðju og til hægri, sem kæfir það frjálslyndi, sem ætti að fylgja með – gerir það víðast hvar annars staðar – en ekki hér. Hér reika margir enn um í afdölum þröngrar hugmyndafræði, einangrunarstefnu, skilja enn ekki, að Evrópa er álfan okkar, þar sem við eigum heima meðal systra- og bræðraþjóða, hvað þá, að sterkur og stöðugur gjaldeyrir myndi stórbæta velferð okkar, með meiri samkeppni, lægra vöruverði og margfalt lægri vöxtum, svo að ekki sé nú talað um þann fyrirsjáanleika, stöðugleika og það öryggi, sem Evran myndi veita. Fyrir undirrituðum er þýzki stjórnarsáttmálinn magnaður, og vænti ég þess, að hann mun ekki aðeins tryggja framfarir og betra mannlíf í Þýzkalandi, heldur líka hafa góð og uppbyggileg áhrif í Evrópu allri. Því miður get ég ekki sagt það sama um þann íslenzka. Ánægju- eða gleðiskorturinn stafar einkum af því, að hér virðist mest vera á ferðinni gamalt vín á nýjum belgjum. Hvar er neisti góðra breytinga og framfara!? Nýrrar sýnar og lausna!? Hvar er frjó hugsun og dirfska til nýrra taka!? Þetta viðist mest vera gömul og slitin plata, hálfgert moð. Tilfæringar innan ráðuneyta og ný heiti þjóna kannske einhverjum praktískum tilgangi, en þessar tilfæringar virðast meira yfirborðsklór, sem litlu breyta. Hvaða snillingi datt eiginlega í huga, að búa til Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðuneyti? Þetta eru þó þrír ólíkir málaflokkar, sem eiga litla samleið. Hvílík þvæla! Og, nafninu á Dómsmálaráðuneytinu var breytt án neinnra sýnilegra verkefnabreytinga. Kannske til að gera formanni Sjálfstæðisflokksins kleift, að skipa ólöglærðan mann í það ráðherraembætti, illu heilli. Slíkt gerist hér. Auðveldlega. Hér kemur hinn þýzki stjórnarsáttmáli, og skýrir hann kannske betur, en mörg orð, mitt dálæti á honum: 1. Loftslagsvernd: Þessi nýja ríkisstjórn tekur þetta grundvallarmál framtíðar manna á jörðinni engum vettlingatökum. Fyrri ríkisstjórn hafði ákveðið, að hætta framleiðslu og notkun kola 2038. Nýja ríkisstjórnin setur aðra forgangsröð: Kolavinnslu og orkuframleiðslu skal hætt 2030. Á sama hátt skal kolvetnishlutleysi nú náð mun fyrr, en áður stóð til: 2045. 2. 25% hækkun á lægstu laun: Þeir launamenn, sem fá lægst laun, eru þeir, sem þiggja tímalaun. Lægstu tímalaun hafa verið 9,60 Evrur. Með einu slagi hækka lægstu tímalaun nú í 12,00 Evrur. Um 25%. Það verða allir að komast af! 3. Innleiðing „B ürgergeld“ eða borgaralauna: Afkomutrygging hinna verst settu. Sama sjónarmið. Atvinnulausir, fatlaðir, veikir, eldri borgarar og aðrir, sem minna mega sín, verða líka að geta lifað mannsæmandi lífi. Borgaralaun eiga að leysa flókið og margþætt tryggingar- og styrkjakerfi af hólmi og tryggja grunnafkomu allra. 4. Stórfellt átak í húsbyggingum: Byggja á fleiri íbúðir en nokkru sinni fyrr, skv. föstu og skilgreindu plani, til að tryggja hagstætt íbúðarverð og viðráðanlegt leigugald leigjenda. 5. Stórátak í þróun stafrænna lausna/kerfa: Ný þýzk ríkisstjórn skilur, að forsenda fyrir velfarnaði og hagsæld, forsenda þess, að ríkið geti tekið á sig ný útgjöld til jöfnunar lífskjara og staðið fyrir öflugri þróun þjóðfélagsins, er framsækið atvinnulíf, öflugur hagvöxtur, góð afkoma fyrirtækja og auknar skattatekjur. Þessvegna vill ný ríkisstjórn gera Þýzkaland að leiðandi ríki heims í fjórðu iðnbyltingunni - innleiðingu stafrænna lausna. 6. Aukin mannúð: Flóttamenn eiga líka rétt: Ný ríkisstjórn vill stórauka mannúð, móttökumöguleika og aðbúnað þeirra, sem flýja stríð, ofbeldi, óréttlæti, atvinnuleysi og örbirgð, og bæta aðstöðu þeirri og tækifæri í Þýzkalandi. 7. „Friday for Future“ - Réttur unga fólksins: Ný ríkisstjórn virðir rétt unga fólksins, þeirra, sem taka eiga við og erfa skulu landið, jörðina, og færir kosningarétt niður í sextán ár, þannig, að unga fólkið fái betri aðgang að áhrifum og völdum. 8. Kannabis lögleitt: Á grundvelli þess, að vísindamenn telja kannabis hættuminna en áfengi og tóbak, og, einkum, af því að kannabis býr yfir viðurkenndum og áhrifamiklum lækningamætti, einkum á sviða verkja- og kvalastillingar, verður kannabis lögleitt, innan strangs ramma. Þá komum við að því, sem þýzka ríkisstjórnin ákvað, að ekki yrði gert: Skattar verða ekki hækkaðir Skuldabremsa verður sett á ríkissjóð frá 2023 (eftir COVID) Hraðatakmarkanir verða ekki settar á þýzkar hraðbrautir. Það er mat undirritaðs, að flest það bezta í stefnumálum þessara þriggja flokka hafi náð fram að ganga í þessum stjórnarsáttmála. Robert Habeck, annar formanna Græningja, fær súperráðuneyti; loftslagsverndar- og viðskiptaráðuneyti. Engin lagasetning mun geta tekið gildi, nema hún hafi fyrst fengið grænt ljós í loftslagsráðuneytinu. Menn geta nú borið saman ofangreint prógramm nýrrar þýzkrar ríkisstjórnar, og það, sem hér er á dagskrá. Fyrir mér vantar því miður þann neista hér, til frelsis frá gamalli og lúinni aðferðafræði, í nýjar, frjálslyndar, alþjóða- og framfarasinnaðar lausnir, sem setja mark sitt á þá þýzku. Því miður ræður hér gamalt fólk, með þrönga sýn, för, þó ungt sé að árum. Heimóttarskapurinn virðist gefa tóninn. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar