Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2021 11:11 Ferðamenn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. Þetta kemur fram í Korni sem Greining Íslandsbanka gaf út í dag. Þar er vísað til talna Ferðamálastofu og Isavia um brottfarir erlendra farþega í nóvember. Þær hafa ekki verið færri síðan í júní en þó tuttugu sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra þegar erlendir ferðamenn voru sjaldséðir hvítir hrafnar vegna faraldursins. Fækkun hefur verið á milli mánaða í nóvember undanfarin ár. Sé síðasta ár undanskilið hafa farþegar í nóvember ekki verið færri síðan árið 2015 og raunar er það ár líka nærtækast til samanburðar fyrir undanfarna mánuði. Á fyrstu 11 mánuðum ársins sóttu 623 þúsund ferðamenn landið heim um Keflavíkurflugvöll. Þeir eru því þegar orðnir heldur fleiri í ár en þau 600 þúsund sem Greining Íslandsbanka spáði í september. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bankans, spáir því að fjöldi ferðafólks á næsta ári geti orðið í kringum 1,3 milljónir 2022 og 1,5 milljónir 2023. „Þótt vissulega sé ekki á vísan að róa varðandi þróun faraldursins og áhrif hans á ferðavilja og -getu á heimsvísu hefur reynsla síðustu missera sýnt okkur að Ísland er ferðafúsu fólki víða um heim ofarlega í huga um leið og færi gefast og engin ástæða til annars en vera bjartsýnn á bata ferðaþjónustunnar á komandi misserum,“ segir á vef Íslandsbanka. Þá er snert á þróun þjónustujafnaðar þar sem vantar tölur í desember til að loka síðasta fjórðungi ársins. „Líklegt má telja að fjöldi ferðamanna á tímabilinu verði á bilinu 50 – 70 þúsund í þeim mánuði og þar með eitthvað á þriðja hundrað þúsund á 4F í heild. Gangi það eftir gætu útflutningstekjur tengdar ferðamönnum orðið í námunda við 60 ma.kr. á lokafjórðungi ársins,“ segir í greiningunni. „Að okkar mati má túlka það sem ákveðinn varnarsigur að þrátt fyrir að gengið hafi á ýmsu í framgangi faraldursins og hægar hafi gengið að ráða niðurlögum hans en vonir stóðu til hefur ferðaþjónustan samt komið á ný til skjalanna sem býsna öflugur þáttur í öflun gjaldeyristekna.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Þetta kemur fram í Korni sem Greining Íslandsbanka gaf út í dag. Þar er vísað til talna Ferðamálastofu og Isavia um brottfarir erlendra farþega í nóvember. Þær hafa ekki verið færri síðan í júní en þó tuttugu sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra þegar erlendir ferðamenn voru sjaldséðir hvítir hrafnar vegna faraldursins. Fækkun hefur verið á milli mánaða í nóvember undanfarin ár. Sé síðasta ár undanskilið hafa farþegar í nóvember ekki verið færri síðan árið 2015 og raunar er það ár líka nærtækast til samanburðar fyrir undanfarna mánuði. Á fyrstu 11 mánuðum ársins sóttu 623 þúsund ferðamenn landið heim um Keflavíkurflugvöll. Þeir eru því þegar orðnir heldur fleiri í ár en þau 600 þúsund sem Greining Íslandsbanka spáði í september. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bankans, spáir því að fjöldi ferðafólks á næsta ári geti orðið í kringum 1,3 milljónir 2022 og 1,5 milljónir 2023. „Þótt vissulega sé ekki á vísan að róa varðandi þróun faraldursins og áhrif hans á ferðavilja og -getu á heimsvísu hefur reynsla síðustu missera sýnt okkur að Ísland er ferðafúsu fólki víða um heim ofarlega í huga um leið og færi gefast og engin ástæða til annars en vera bjartsýnn á bata ferðaþjónustunnar á komandi misserum,“ segir á vef Íslandsbanka. Þá er snert á þróun þjónustujafnaðar þar sem vantar tölur í desember til að loka síðasta fjórðungi ársins. „Líklegt má telja að fjöldi ferðamanna á tímabilinu verði á bilinu 50 – 70 þúsund í þeim mánuði og þar með eitthvað á þriðja hundrað þúsund á 4F í heild. Gangi það eftir gætu útflutningstekjur tengdar ferðamönnum orðið í námunda við 60 ma.kr. á lokafjórðungi ársins,“ segir í greiningunni. „Að okkar mati má túlka það sem ákveðinn varnarsigur að þrátt fyrir að gengið hafi á ýmsu í framgangi faraldursins og hægar hafi gengið að ráða niðurlögum hans en vonir stóðu til hefur ferðaþjónustan samt komið á ný til skjalanna sem býsna öflugur þáttur í öflun gjaldeyristekna.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira