Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2021 16:13 Donald J. Trump, fyrrverandi forseti, og Kanye West hittust í Hvíta húsinu. West var stuðningsmaður Trumps. EPA/MICHAEL REYNOLDS Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Kutti bankaði upp hjá konu sem heitir Ruby Freeman, kynnti sig á þann veg að hún ynni fyrir áhrifamikla manneskju og sagði nágranna Freeman að hún hefði tvo sólarhringa til að gangast við því að hafa framið kosningasvindl, ellegar kæmu menn heim til hennar og handtækju hana. Freeman og dóttir hennar störfuðum í kosningunum í Atlanta í Georgíu í fyrra og hafa verið skotspónar hægri sinnaðra öfgamanna vegan lyga Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mæðgurnar hafa orðið fyrir morðhótunum og ógnunum og segja ókunnuga menn hafa reynt að „handtaka þær“. Þær höfðuðu nýverið mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta um þær og hin meintu kosningasvik. Í frétt Reuters fréttaveitunnar segir að Kutti hafi sagst tilheyra ungliðaleiðtogaráði þeldökkra stuðningsmanna Trumps. Árið 2018 hafi hún verið almannatengill Kanye West og nú starfi hún áfram fyrir tónlistarmanninn. Hann bauð sig einnig fram til forseta og er vinur Trumps. Samkvæmt fréttaveitunni var Freeman orðin vör um sig vegna fjölda hótana þegar Kutti bankaði upp á með karlmanni sem ekki er vitað hver var. Hún hringdi því í nágranna sinn og bað hann um að ræða við Kutti og manninn. Í lögregluskýrslu kemur fram að Kutti hafi sagt Freeman þurfa á hjálp að halda og að hún væri komin til að hjálpa. Freeman hringdi á lögregluna og bað um að lögregluþjónn kæmi á svæðið. Þegar lögregluþjónn mætti á svæðið og spurði Kutti hver hún væri, kynnti hún sig sem „krísu-stjórnanda“. Hún sagði Freeman í hættu og að hún hefði 48 klukkustundir þar til „ótilgreindir aðilar“ kæmu heim til hennar. Ræddu saman á lögreglustöð Freeman og Kutti ræddu saman á lögreglustöð og í frétt Reuters segir að samkvæmt upptöku hafi Kutti sagt að hún vissi ekki nákvæmlega hvað myndi gerast en að frelsi hennar og eins eða fleiri fjölskyldumeðlima hennar væri í hættu. Hún sagði Freeman vera „lausan enda“ sem ótilgreindur stjórnmálaflokkur þyrfti að losna við og að „alríkis-fólk“ væri viðloðið málið. Þá rétti hún Freeman síma til að tala við mann sem hún kynnti sem Harrison Ford (Ekki leikarinn) og sagði hann geta útvegað henni vernd. Kutti og Ford eru sögð hafa reynt að sannfæra Freeman um að játa kosningasvindl í skiptum fyrir aðstoð. Freeman segir Kutti hafa hótað sér því að ef hún segði ekki frá myndi hún enda í fangelsi. Að endingu gekk Freeman á brott. Degi seinna hringdi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna í hana og sagði hann að hún þyrfti að fara í felur. Hún væri ekki örugg á heimili sínu. Nokkrum klukkustundum síðar var múgur reiðra stuðningsmanna Trumps mættur fyrir utan heimili hennar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. 9. desember 2021 22:08 Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7. desember 2021 15:03 Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Kutti bankaði upp hjá konu sem heitir Ruby Freeman, kynnti sig á þann veg að hún ynni fyrir áhrifamikla manneskju og sagði nágranna Freeman að hún hefði tvo sólarhringa til að gangast við því að hafa framið kosningasvindl, ellegar kæmu menn heim til hennar og handtækju hana. Freeman og dóttir hennar störfuðum í kosningunum í Atlanta í Georgíu í fyrra og hafa verið skotspónar hægri sinnaðra öfgamanna vegan lyga Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mæðgurnar hafa orðið fyrir morðhótunum og ógnunum og segja ókunnuga menn hafa reynt að „handtaka þær“. Þær höfðuðu nýverið mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta um þær og hin meintu kosningasvik. Í frétt Reuters fréttaveitunnar segir að Kutti hafi sagst tilheyra ungliðaleiðtogaráði þeldökkra stuðningsmanna Trumps. Árið 2018 hafi hún verið almannatengill Kanye West og nú starfi hún áfram fyrir tónlistarmanninn. Hann bauð sig einnig fram til forseta og er vinur Trumps. Samkvæmt fréttaveitunni var Freeman orðin vör um sig vegna fjölda hótana þegar Kutti bankaði upp á með karlmanni sem ekki er vitað hver var. Hún hringdi því í nágranna sinn og bað hann um að ræða við Kutti og manninn. Í lögregluskýrslu kemur fram að Kutti hafi sagt Freeman þurfa á hjálp að halda og að hún væri komin til að hjálpa. Freeman hringdi á lögregluna og bað um að lögregluþjónn kæmi á svæðið. Þegar lögregluþjónn mætti á svæðið og spurði Kutti hver hún væri, kynnti hún sig sem „krísu-stjórnanda“. Hún sagði Freeman í hættu og að hún hefði 48 klukkustundir þar til „ótilgreindir aðilar“ kæmu heim til hennar. Ræddu saman á lögreglustöð Freeman og Kutti ræddu saman á lögreglustöð og í frétt Reuters segir að samkvæmt upptöku hafi Kutti sagt að hún vissi ekki nákvæmlega hvað myndi gerast en að frelsi hennar og eins eða fleiri fjölskyldumeðlima hennar væri í hættu. Hún sagði Freeman vera „lausan enda“ sem ótilgreindur stjórnmálaflokkur þyrfti að losna við og að „alríkis-fólk“ væri viðloðið málið. Þá rétti hún Freeman síma til að tala við mann sem hún kynnti sem Harrison Ford (Ekki leikarinn) og sagði hann geta útvegað henni vernd. Kutti og Ford eru sögð hafa reynt að sannfæra Freeman um að játa kosningasvindl í skiptum fyrir aðstoð. Freeman segir Kutti hafa hótað sér því að ef hún segði ekki frá myndi hún enda í fangelsi. Að endingu gekk Freeman á brott. Degi seinna hringdi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna í hana og sagði hann að hún þyrfti að fara í felur. Hún væri ekki örugg á heimili sínu. Nokkrum klukkustundum síðar var múgur reiðra stuðningsmanna Trumps mættur fyrir utan heimili hennar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. 9. desember 2021 22:08 Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7. desember 2021 15:03 Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. 9. desember 2021 22:08
Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7. desember 2021 15:03
Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13