Patrekur Jóhannesson: „Hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. desember 2021 22:08 Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með stigið í leikslok Vísir: Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur með að ná stigi þegar liðið gerði jafntefli á móti Aftureldingu 26-26. Stjarnan var undir bróðurpart leiksins og þurftu þeir að vinna upp tíu marka forskot, sem að lokum gekk. „Ég er mjög sáttur miðað við hvernig staðan var orðin og í hálfleik erum við átta mörkum undir. Við vorum bara ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Við fórum ekki af krafti í neitt, síðan erum við tíu mörkum undir í seinni hálfleik, 22-12.“ Stjörnumenn rönkuðu heldur betur við sér í seinni hálfleik og minnkuðu muninn hægt og rólega. Spennandi lokamínútur þar sem Stjarnan jafnar leikinn og náðu þeir því einu stigi í hús. „Við þéttum vörnina, fáum fleiri fríköst og förum líka aðeins aftar. Ég veit ekki um markvörsluna en eins og ég segi þá var þetta ótrúlega sætt og hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik. Við komum til baka og leikurinn er í 60 mínútur.“ Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleik sagði Patrekur að þeir hafi farið yfir hlutina sem þurfti að laga á rólegum nótum, sem gekk líka svona ljómandi vel. „Við vorum í þetta skiptið mjög rólegir og fórum yfir það að við þyrftum áfram að taka þessi færi. Við vorum að klikka töluvert af opnum færum. Svo voru Björgvin og Hafþór ekki að koma á ferðinni. Í seinni hálfleik náum við því betur og við erum að skjóta betur, taktíkin var betri. Við ræddum þetta á rólegu nótunum, við undirbjuggum þetta mjög vel. Það er ekki oft sem við erum með tvo vídeofundi dag eftir dag en við gerðum það núna. Við vorum kannski of aggresífir til að byrja með og það voru kannski mistök hjá mér. Við þéttum þetta og Sigurður í markinu ver líka réttu boltana, eins og ég segi þá verður áhugavert að kíkja á þetta.“ Hvað viltu sjá strákana gera fyrir næsta leik? „Að spila í 60 mínútur. Ef við spilum þessa ákefð og allir að vinna saman varnarlega. Ég vil ekki bara sjá það í tíu mínutur, korter, ég vil sjá það frá fyrstu mínútu. Síðan sóknarlega, það þýðir ekki að fara horfa á markið þegar þú ert tíu mörkum undir, þú þarft að gera það frá fyrstu mínútu. Ég skildi það ekki og ég var óánægður með það hjá okkur.“ Stjarnan Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn og lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. 10. desember 2021 19:16 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
„Ég er mjög sáttur miðað við hvernig staðan var orðin og í hálfleik erum við átta mörkum undir. Við vorum bara ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Við fórum ekki af krafti í neitt, síðan erum við tíu mörkum undir í seinni hálfleik, 22-12.“ Stjörnumenn rönkuðu heldur betur við sér í seinni hálfleik og minnkuðu muninn hægt og rólega. Spennandi lokamínútur þar sem Stjarnan jafnar leikinn og náðu þeir því einu stigi í hús. „Við þéttum vörnina, fáum fleiri fríköst og förum líka aðeins aftar. Ég veit ekki um markvörsluna en eins og ég segi þá var þetta ótrúlega sætt og hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik. Við komum til baka og leikurinn er í 60 mínútur.“ Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleik sagði Patrekur að þeir hafi farið yfir hlutina sem þurfti að laga á rólegum nótum, sem gekk líka svona ljómandi vel. „Við vorum í þetta skiptið mjög rólegir og fórum yfir það að við þyrftum áfram að taka þessi færi. Við vorum að klikka töluvert af opnum færum. Svo voru Björgvin og Hafþór ekki að koma á ferðinni. Í seinni hálfleik náum við því betur og við erum að skjóta betur, taktíkin var betri. Við ræddum þetta á rólegu nótunum, við undirbjuggum þetta mjög vel. Það er ekki oft sem við erum með tvo vídeofundi dag eftir dag en við gerðum það núna. Við vorum kannski of aggresífir til að byrja með og það voru kannski mistök hjá mér. Við þéttum þetta og Sigurður í markinu ver líka réttu boltana, eins og ég segi þá verður áhugavert að kíkja á þetta.“ Hvað viltu sjá strákana gera fyrir næsta leik? „Að spila í 60 mínútur. Ef við spilum þessa ákefð og allir að vinna saman varnarlega. Ég vil ekki bara sjá það í tíu mínutur, korter, ég vil sjá það frá fyrstu mínútu. Síðan sóknarlega, það þýðir ekki að fara horfa á markið þegar þú ert tíu mörkum undir, þú þarft að gera það frá fyrstu mínútu. Ég skildi það ekki og ég var óánægður með það hjá okkur.“
Stjarnan Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn og lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. 10. desember 2021 19:16 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn og lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. 10. desember 2021 19:16