„Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. desember 2021 23:52 Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, er að vonum hæstánægður með opnun fyrir jól. Stöð 2 Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í gær fremur skyndilega eftir mikla snjókomu aðfaranótt miðvikudags og fjölmennti skíðafólk í brekkurnar í dag. Nokkur ár eru síðan það tókst síðast að opna svæðið fyrir jól. Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í Bláfjöll í dag á þessum öðrum degi opnunar svæðisins. Óvíst var hvort að það næðist að opna svæðið fyrir jól. Töluvert kyngdi hins vegar niður af snjó í síðustu viku og aðfaranótt miðvikudagsins bætti svo verulega í. „Þá var bara ekkert annað að gera en að opna,“ segir Einar Bjarnason rekstarstjóri Bláfjalla en starfsfólk skíðasvæðsins hefur haft í nógu að snúast við að gera brekkurnar klárar í gær og í dag. Það þykir nokkuð gott að ná að opna svæðið fyrir jól enda hefur það ekki verið venjan síðustu ár. „Við erum rosa ánægðir. Við segjum alltaf við opnum fyrir jól en það mistekst rosa oft en það tókst núna þannig að við erum ánægðir. Ég myndi segja svona fimm sex ár síðan við opnuðum svona snemma.“ Númer tvö Einar segir skíðafólk hafa flykkst að í dag og allir verið sáttir enda hafi færið verið gott. Gleðin hafi verið alsrándi meðal gesta fjallsins. „Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin.“ Reyna á að hafa áfram opið um helgina ef aðstæður leyfa. „Það bara á að vera opið alla daga ef hægt er en svo er það bara veðrið hérna fyrir ofan sem að stjórnar því svolítið en við vonum það besta bara.“ Flest skíðasvæði landsins eru enn lokuð og opnun Bláfjalla heyrir því til tíðinda. „Það er búið að opna Tindastól. Þeir voru klárlega fyrstir en við vorum númer tvö og við erum ekki sáttir við það. Við verðum fyrstir á næsta ári.“ Einar segir oft þétt skíðað á góðum dögum í brekkunum en veður var stillt framan af degi. „Á góðum degi þá getum við alveg farið upp í sjö þúsund en fimm þúsund er alveg fínt sko. Hitt er of mikið.“ Skíðasvæði Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í Bláfjöll í dag á þessum öðrum degi opnunar svæðisins. Óvíst var hvort að það næðist að opna svæðið fyrir jól. Töluvert kyngdi hins vegar niður af snjó í síðustu viku og aðfaranótt miðvikudagsins bætti svo verulega í. „Þá var bara ekkert annað að gera en að opna,“ segir Einar Bjarnason rekstarstjóri Bláfjalla en starfsfólk skíðasvæðsins hefur haft í nógu að snúast við að gera brekkurnar klárar í gær og í dag. Það þykir nokkuð gott að ná að opna svæðið fyrir jól enda hefur það ekki verið venjan síðustu ár. „Við erum rosa ánægðir. Við segjum alltaf við opnum fyrir jól en það mistekst rosa oft en það tókst núna þannig að við erum ánægðir. Ég myndi segja svona fimm sex ár síðan við opnuðum svona snemma.“ Númer tvö Einar segir skíðafólk hafa flykkst að í dag og allir verið sáttir enda hafi færið verið gott. Gleðin hafi verið alsrándi meðal gesta fjallsins. „Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin.“ Reyna á að hafa áfram opið um helgina ef aðstæður leyfa. „Það bara á að vera opið alla daga ef hægt er en svo er það bara veðrið hérna fyrir ofan sem að stjórnar því svolítið en við vonum það besta bara.“ Flest skíðasvæði landsins eru enn lokuð og opnun Bláfjalla heyrir því til tíðinda. „Það er búið að opna Tindastól. Þeir voru klárlega fyrstir en við vorum númer tvö og við erum ekki sáttir við það. Við verðum fyrstir á næsta ári.“ Einar segir oft þétt skíðað á góðum dögum í brekkunum en veður var stillt framan af degi. „Á góðum degi þá getum við alveg farið upp í sjö þúsund en fimm þúsund er alveg fínt sko. Hitt er of mikið.“
Skíðasvæði Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira