Erlent

Telur minnst fimm­tíu af eftir hvirfil­byl í Ken­tucky

Árni Sæberg skrifar
Vöruhús Amazon skemmdist í hvirfilbylnum í gær.
Vöruhús Amazon skemmdist í hvirfilbylnum í gær. Vísir/AP

Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld.

„Við vitum að það eru líklega minnst fimmtíu látnir, ef ekki umtalsvert fleiri, af völdum þessa hamfara,“ segir Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky.

Þá segir hann að bærinn Mayfield í ríkinu hafi farið verr út úr hvirfilbylnum en nokkur annar bær hafi gert í sögunni. „Þak hrundi í verksmiðju í Mayfield, það verður fjöldabanaslys,“ sagði hann.

Að sögn CNN var hvirfilbylurinn í Kentucky einungis einn fjölmargra slíkra sem geisuðu um miðríki Bandaríkjanna í gærkvöldi með tilheyrandi tjóni og mannfalli.

Tilkynnt hafi verið um minnst 24 hvirfilbyli í Arkansas, Illinois, Kentucky, Missouri og Tennessee.

AP fréttaveitan segir fjögur andlát vera staðfest í tengslum við veðrið vestanhafs. Þá sé eignatjón gríðarlegt. Til að mynda hafi tvö elliheimili og vöruhús Amazon hrunið. Einn heimilismaður lést en aðrir eru lausir úr rústunum. Ekki er vitað hversu margir voru inni í vöruhúsinu þegar það hrundi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×