Óttast einangrun á aðfangadag Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 20:47 Ágústa er á meðal þeirra sem greindist með Covid-19 í gær, og á á hættu að enda í einangrun á aðfangadag. Það er þó aðeins ef hún er ekki orðin einkennalaus eftir tíu daga. Aðsend Kona sem óttast að vera enn í einangrun vegna Covid-19 á aðfangadag brýnir fyrir fólki að fara varlega nú á aðventunni. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á farsóttarhúsi en nú. Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir kennaranemi greindist með Covid-19 í gær, 10. desember. Hún er töluvert veik þrátt fyrir bólusetningu og ef einkennin dragast á langinn kann að bíða hennar einangrun í fullri lengd. Sú einangrun myndi þá standa út aðfangadag. „Þetta er mjög vond tilfinninga á þessum tíma ársins, aðallega vegna þess að ég er sjálf í lokaskilum í háskólanum og kærastinn minn í lokaprófum. Öll fjölskylda mín er í einangrun, öll móðurfjölskyldan, allir veikir,“ segir Ágústa í samtali við fréttastofu. Þar sem foreldrar Ágústu eru einnig í einangrun fær hún að fara til þeirra og vera með þeim. Hún verður því ekki alveg ein í einangrun á jólunum í versta falli, en ljóst er að hún verður mögulega ekki með kærasta sínum til tíu ára á aðfangadag. Hún segist þó þrátt fyrir allt heppin, enda ung og bólusett, og aðrir í töluvert verri stöðu. „Ég er mikið jólabarn og ég elska að fara í bæjarrölt, fengið mér glögg og boðið vinum yfir og svona. Mér finnst mjög erfið tilfinning að vita að ég get ekki gert það og ég verð kannski ekki laus fyrr en á aðfangadag,“ segir Ágústa. Ágústa segir fólk að vega það vel og meta hvort ástæða sé til að fara á stóra viðburði í aðdraganda jóla. „Ég myndi algerlega vega og meta það ef þú vilt ekki eyða aðfangadegi og jólunum í einangrun,“ segir Ágústa. Jól í farsóttarhúsi Um 180 eru í einangrun í fjórum farsóttarhúsum landsins og þeir hafa aldrei verið fleiri. Hærra hlutfall smitaðra leitar á farsóttarhúsin en venjulega í kringum hátíðarnar. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/Egill „Flestir munu sleppa, þetta eru 10 dagar, en það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vera lengur en það. Það er hætta á því að fólk sem er að sýkjast þessa dagana þurfi að eyða jólunum annaðhvort í einangrun heima hjá sér eða hjá okkur. En það er ekki alslæmt, ég var nú á aðfangadag í fyrra og þetta var bara mjög hátíðlegt og flott sko,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00 145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir kennaranemi greindist með Covid-19 í gær, 10. desember. Hún er töluvert veik þrátt fyrir bólusetningu og ef einkennin dragast á langinn kann að bíða hennar einangrun í fullri lengd. Sú einangrun myndi þá standa út aðfangadag. „Þetta er mjög vond tilfinninga á þessum tíma ársins, aðallega vegna þess að ég er sjálf í lokaskilum í háskólanum og kærastinn minn í lokaprófum. Öll fjölskylda mín er í einangrun, öll móðurfjölskyldan, allir veikir,“ segir Ágústa í samtali við fréttastofu. Þar sem foreldrar Ágústu eru einnig í einangrun fær hún að fara til þeirra og vera með þeim. Hún verður því ekki alveg ein í einangrun á jólunum í versta falli, en ljóst er að hún verður mögulega ekki með kærasta sínum til tíu ára á aðfangadag. Hún segist þó þrátt fyrir allt heppin, enda ung og bólusett, og aðrir í töluvert verri stöðu. „Ég er mikið jólabarn og ég elska að fara í bæjarrölt, fengið mér glögg og boðið vinum yfir og svona. Mér finnst mjög erfið tilfinning að vita að ég get ekki gert það og ég verð kannski ekki laus fyrr en á aðfangadag,“ segir Ágústa. Ágústa segir fólk að vega það vel og meta hvort ástæða sé til að fara á stóra viðburði í aðdraganda jóla. „Ég myndi algerlega vega og meta það ef þú vilt ekki eyða aðfangadegi og jólunum í einangrun,“ segir Ágústa. Jól í farsóttarhúsi Um 180 eru í einangrun í fjórum farsóttarhúsum landsins og þeir hafa aldrei verið fleiri. Hærra hlutfall smitaðra leitar á farsóttarhúsin en venjulega í kringum hátíðarnar. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/Egill „Flestir munu sleppa, þetta eru 10 dagar, en það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vera lengur en það. Það er hætta á því að fólk sem er að sýkjast þessa dagana þurfi að eyða jólunum annaðhvort í einangrun heima hjá sér eða hjá okkur. En það er ekki alslæmt, ég var nú á aðfangadag í fyrra og þetta var bara mjög hátíðlegt og flott sko,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00 145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00
145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05