Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Sæberg skrifar 12. desember 2021 14:00 Stefán Árni Stefánsson segir blóðmerahald verstu versta dýraverndarbrot sögunnar. Stöð 2 Vísir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. „Ég er búinn að rannsaka þau frá upphafi og þetta er örugglega versta dýraverndarmál Íslandssögunnar. Ég þekki öll dómsmál í kringum þetta í Hæstarétti og í undirrétti og það er enginn vafi á því að þetta er langalvarlegasta brot á lögum um velferð dýra í dag og áður dýraverndarlögum eins og þau hétu þá,“ sagði Árni Stefán á Sprengisandi í morgun. Hann vonast til þess að ríkissaksóknari gefi út ákæru í málinu og fari fram á refsingu. Kæruheimild í dýraverndunarmálum hafi verið tekin af almenningi með lögum frá 2014. Þá vonast hann eftir banni blóðmerahalds. „Ég bind vonir við að bæði Alþingi og Evrópusambandið banni þetta ef Alþingi gerir það ekki, sem ég býst við að það geri að lokum um leið og almenningur fær meiri upplýsingar, bara samanborið við skoðanakönnun í Fréttablaðinu í gær var stór meirihluti þjóðarinnar á móti þessu 66 prósent. Þannig að Alþingi þarf að hlusta á lýðræðið,“ segir Árni Stefán. MAST fylli hann reiði Þá hefur hann ekki trú á að Matvælastofnun geti leitt blóðmerahaldsmálið farsællega til lykta. „Ég er mjög ósáttur við öll störf matvælastofnunar á sviði dýraverndar. Ráðherrann þarf að taka þetta mál til skoðunar og taka þetta verkefni úr höndum matvælastofnunar og bara til einkarekins aðila sem hefur engin hagsmunatengsl inn í búfjárhald á Íslandi. Það er bara mín skoðun og ég fyllist reiði þegar ég hugsa til Matvælastofnunar, ég verð að viðurkenna það,“ segir hann. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Árna Stefán Árnason á Sprengisandi í morgun má sjá í heild sinni í spilarnanum hér að neðan: Blóðmerahald Dýr Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ég er búinn að rannsaka þau frá upphafi og þetta er örugglega versta dýraverndarmál Íslandssögunnar. Ég þekki öll dómsmál í kringum þetta í Hæstarétti og í undirrétti og það er enginn vafi á því að þetta er langalvarlegasta brot á lögum um velferð dýra í dag og áður dýraverndarlögum eins og þau hétu þá,“ sagði Árni Stefán á Sprengisandi í morgun. Hann vonast til þess að ríkissaksóknari gefi út ákæru í málinu og fari fram á refsingu. Kæruheimild í dýraverndunarmálum hafi verið tekin af almenningi með lögum frá 2014. Þá vonast hann eftir banni blóðmerahalds. „Ég bind vonir við að bæði Alþingi og Evrópusambandið banni þetta ef Alþingi gerir það ekki, sem ég býst við að það geri að lokum um leið og almenningur fær meiri upplýsingar, bara samanborið við skoðanakönnun í Fréttablaðinu í gær var stór meirihluti þjóðarinnar á móti þessu 66 prósent. Þannig að Alþingi þarf að hlusta á lýðræðið,“ segir Árni Stefán. MAST fylli hann reiði Þá hefur hann ekki trú á að Matvælastofnun geti leitt blóðmerahaldsmálið farsællega til lykta. „Ég er mjög ósáttur við öll störf matvælastofnunar á sviði dýraverndar. Ráðherrann þarf að taka þetta mál til skoðunar og taka þetta verkefni úr höndum matvælastofnunar og bara til einkarekins aðila sem hefur engin hagsmunatengsl inn í búfjárhald á Íslandi. Það er bara mín skoðun og ég fyllist reiði þegar ég hugsa til Matvælastofnunar, ég verð að viðurkenna það,“ segir hann. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Árna Stefán Árnason á Sprengisandi í morgun má sjá í heild sinni í spilarnanum hér að neðan:
Blóðmerahald Dýr Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira