Innlent

Virðist sem fimm daga sóttkví sé ekki nóg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Patreksfirði. 
Frá Patreksfirði.  Vísir/Vilhelm

Ákveðið var í dag að skólahald í Patreksskóla á Patreksfirði verði fellt niður þar til eftir jólafrí. Þetta er gert vegna kórónuveirusmita sem halda áfram að greinast innan skólans, þó að þau séu ekki mörg.

Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri segir að svo virðist sem fimm daga sóttkví dugi ekki til þar sem þau í skólanum hafi ítrekað lent í því að nemendur greinist á sjötta eða sjöunda degi - og þá þurfi aftur að senda fólk í sóttkví, sem sé íþyngjandi. 

Hún viti til dæmis af kennara sem hafi farið þrisvar í sóttkví á þremur vikum. Því hafi verið ákveðið að slíta skólahaldi viku fyrr en ella.

96 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Ellefu greindust á landamærum. Rúmlega helmingur smitaðra, 55 manns, voru í sóttkví við greiningu.


Tengdar fréttir

Enn fleiri smit á sunnan­verðum Vest­fjörðum

Fleiri hafa greinst með kórónuveiruna á sunnanverðum Vestfjörðum á undanförnum dögum, en nú eru 22 einstaklingar með staðfest smit. Flest smitin eru á Patreksfirði og heimsóknarbann er á legudeild heilbrigðisstofnunarinnar í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×