Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2021 11:15 Til stóð að námurnar yrðu ekki langt frá bænum Narsaq. Getty Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. Fyrirhuguð námuvinnsla Greenland Minerals á Suður-Grænlandi var helsta kosningamálið í landinu fyrr á árinu og varð til þess að valdaskipti urðu. Naumur meirihluti á grænlenska þinginu samþykkti í haust að banna úranvinnslu og hefur námufyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Ástralíu, nú tilkynnt að það sé hætt við að reyna að hefja vinnslu í Kvanefjeldet á suðurhluta Grænlandi þar sem talið er að finnist miklar birgðir af sjaldgæfum málmum. KNR segir frá því að Greenland Minerals hafi verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í fjallinu er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur málmvinnslunnar í Kvanefjeldet. Ný lög á Grænlandi gera ráð fyrir að hundrað grömm af úran megi að hámarki vinna fyrir hvert tonn af málmi, en Greenland Minerals telur að það séu um 300 grömm af úrani fyrir hvert tonn af málmi á þeim stað þar sem ætlunin var að hefja vinnslu. Greenland Minerals segir í yfirlýsingu að á meðan málin séu enn að skýrast varðandi hina nýju löggjöf og áhrifa þeirra telji fyrirtækið skynsamlegast að kanna möguleika á starfsemi utan Grænlands. Félagið mun þó áfram vera í samskiptum við grænlensku heimastjórnina. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, með Múte Egede í broddi fylkingar, vann sigur í grænlensku þingkosningunum fyrr á árinu, eftir að hafa barist harkalega gegn hugmyndum um námuvinnslu í Kvanefjeldet. Grænland Ástralía Námuvinnsla Tengdar fréttir Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Fyrirhuguð námuvinnsla Greenland Minerals á Suður-Grænlandi var helsta kosningamálið í landinu fyrr á árinu og varð til þess að valdaskipti urðu. Naumur meirihluti á grænlenska þinginu samþykkti í haust að banna úranvinnslu og hefur námufyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Ástralíu, nú tilkynnt að það sé hætt við að reyna að hefja vinnslu í Kvanefjeldet á suðurhluta Grænlandi þar sem talið er að finnist miklar birgðir af sjaldgæfum málmum. KNR segir frá því að Greenland Minerals hafi verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í fjallinu er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur málmvinnslunnar í Kvanefjeldet. Ný lög á Grænlandi gera ráð fyrir að hundrað grömm af úran megi að hámarki vinna fyrir hvert tonn af málmi, en Greenland Minerals telur að það séu um 300 grömm af úrani fyrir hvert tonn af málmi á þeim stað þar sem ætlunin var að hefja vinnslu. Greenland Minerals segir í yfirlýsingu að á meðan málin séu enn að skýrast varðandi hina nýju löggjöf og áhrifa þeirra telji fyrirtækið skynsamlegast að kanna möguleika á starfsemi utan Grænlands. Félagið mun þó áfram vera í samskiptum við grænlensku heimastjórnina. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, með Múte Egede í broddi fylkingar, vann sigur í grænlensku þingkosningunum fyrr á árinu, eftir að hafa barist harkalega gegn hugmyndum um námuvinnslu í Kvanefjeldet.
Grænland Ástralía Námuvinnsla Tengdar fréttir Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00