Sannleikurinn um Sælukot Margrét Eymundardóttir skrifar 13. desember 2021 12:00 Svar við yfirlýsingu Lilju Margrétar Olsen lögmanns Sælukots í Vísi 1. desember síðastliðinn. Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. Hann heldur því fram að við, fyrrverandi starfsfólk og skjólstæðingar Sælukots förum með ósannindi í bréfi því sem við sendum á fjölmiðla og þær stofnanir samfélagsins sem hafa með málefni leikskóla og barna að gera, 15. nóvember síðastliðinn. Lögmannsins vegna er vonandi að hann geri sér ekki grein fyrir þeim ósannindum sem felast í yfirlýsingu hans. Því ætla ég að fræða hann og lesendur um nokkrar staðreyndir þessa máls. Kynferðislegt ofbeldi Það var ekki tekið á ásökunum á hendur starfsmanni leikskólans um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni með eðlilegum hætti þegar það kom upp í september 2020. Þá var ég nýráðinn leikskólastjóri, í 40% starfshlutfalli, og málinu var haldið kirfilega leyndu fyrir mér af rekstrarstjóra leikskólans og Sælutröð. Auk þess var starfsmaðurinn ennþá við vinnu á Sælukoti eftir að kvartanir komu fram í annað sinn, 20. júní síðastliðinn. Það var ekki fyrr en málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli. Þá var ég reyndar hætt störfum. Ég var rekin þann 3. júní eftir að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. Umræddur starfsmaður sást síðast við leikskólann fyrir stuttu síðan. Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi verið tafarlaust sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið. Friður um starfsemi Sælukots Í yfrilýsingunni er því haldið fram að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Þvert á móti hafa miklir erfiðleikar einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra leikskólans. Í hópnum sem skrifaði undir bréfið og sent var um miðjan síðasta mánuð er starfsfólk sem vann við leikskólann fyrir meira en fimm árum síðan. Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan skólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðun ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans. Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi Sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra. Af hverju er allt starfsfólkið fyrrverandi? Ástæðan fyrir því að þeir starfsmenn sem undirrituðu bréfið 15. nóvember síðastliðinn voru allir fyrrverandi er sú að ef starfsmenn kvörtuðu innan leikskólans, sem er eðlilegt að gert sé, áður en kvartanirnar eru sendar opinberum aðilum og fjölmiðlum, eru þeir umsvifalaust reknir. Áður en umrætt bréf var sent, höfðu starfsmenn afhent rekstrarstjóra bréf með umkvörtunum og hugmyndum um hvernig laga mætti ýmsan vanda innan leikskólans. Slíkt er brottrekstrarsök á Sælukoti. Til dæmis var ég þá rekin umsvifalaust og meinaður aðgangur að netpósti leikskólans, þannig að ég gat hvorki kvatt foreldra né starfsfólk eða tilkynnt um ástandið. Ég varð sjálf að sjá til þess að Reykjavíkurborg fengi upplýsingar um að ég væri ekki lengur leikskólastjóri. Ég nefni aðeins þetta eina dæmi um brottrekstur fyrir það eitt að láta í ljós óskir um umbætur, en þau eru svo sannarlega fleiri. Hvað var ósatt? Í yfirlýsingu lögmannsins er því haldið fram að ummæli sem við sendum frá okkur í nefndu opnu bréfi séu ósönn. Þegar lygar eru bornar upp á fólk opinberlega og það af manneskju sem í krafti stöðu sinnar og starfsheitis hlýtur að reikna með að orð hennar séu ekki metin léttvæg og innantóm, verður að krefjast þess að áburðurinn sé rökstuddur. Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri á Sælukoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Starfsemi Sælukots Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Svar við yfirlýsingu Lilju Margrétar Olsen lögmanns Sælukots í Vísi 1. desember síðastliðinn. Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. Hann heldur því fram að við, fyrrverandi starfsfólk og skjólstæðingar Sælukots förum með ósannindi í bréfi því sem við sendum á fjölmiðla og þær stofnanir samfélagsins sem hafa með málefni leikskóla og barna að gera, 15. nóvember síðastliðinn. Lögmannsins vegna er vonandi að hann geri sér ekki grein fyrir þeim ósannindum sem felast í yfirlýsingu hans. Því ætla ég að fræða hann og lesendur um nokkrar staðreyndir þessa máls. Kynferðislegt ofbeldi Það var ekki tekið á ásökunum á hendur starfsmanni leikskólans um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni með eðlilegum hætti þegar það kom upp í september 2020. Þá var ég nýráðinn leikskólastjóri, í 40% starfshlutfalli, og málinu var haldið kirfilega leyndu fyrir mér af rekstrarstjóra leikskólans og Sælutröð. Auk þess var starfsmaðurinn ennþá við vinnu á Sælukoti eftir að kvartanir komu fram í annað sinn, 20. júní síðastliðinn. Það var ekki fyrr en málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli. Þá var ég reyndar hætt störfum. Ég var rekin þann 3. júní eftir að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. Umræddur starfsmaður sást síðast við leikskólann fyrir stuttu síðan. Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi verið tafarlaust sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið. Friður um starfsemi Sælukots Í yfrilýsingunni er því haldið fram að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Þvert á móti hafa miklir erfiðleikar einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra leikskólans. Í hópnum sem skrifaði undir bréfið og sent var um miðjan síðasta mánuð er starfsfólk sem vann við leikskólann fyrir meira en fimm árum síðan. Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan skólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðun ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans. Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi Sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra. Af hverju er allt starfsfólkið fyrrverandi? Ástæðan fyrir því að þeir starfsmenn sem undirrituðu bréfið 15. nóvember síðastliðinn voru allir fyrrverandi er sú að ef starfsmenn kvörtuðu innan leikskólans, sem er eðlilegt að gert sé, áður en kvartanirnar eru sendar opinberum aðilum og fjölmiðlum, eru þeir umsvifalaust reknir. Áður en umrætt bréf var sent, höfðu starfsmenn afhent rekstrarstjóra bréf með umkvörtunum og hugmyndum um hvernig laga mætti ýmsan vanda innan leikskólans. Slíkt er brottrekstrarsök á Sælukoti. Til dæmis var ég þá rekin umsvifalaust og meinaður aðgangur að netpósti leikskólans, þannig að ég gat hvorki kvatt foreldra né starfsfólk eða tilkynnt um ástandið. Ég varð sjálf að sjá til þess að Reykjavíkurborg fengi upplýsingar um að ég væri ekki lengur leikskólastjóri. Ég nefni aðeins þetta eina dæmi um brottrekstur fyrir það eitt að láta í ljós óskir um umbætur, en þau eru svo sannarlega fleiri. Hvað var ósatt? Í yfirlýsingu lögmannsins er því haldið fram að ummæli sem við sendum frá okkur í nefndu opnu bréfi séu ósönn. Þegar lygar eru bornar upp á fólk opinberlega og það af manneskju sem í krafti stöðu sinnar og starfsheitis hlýtur að reikna með að orð hennar séu ekki metin léttvæg og innantóm, verður að krefjast þess að áburðurinn sé rökstuddur. Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri á Sælukoti.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar