Erlent

Elon Musk manneskja ársins hjá tíma­ritinu Time

Atli Ísleifsson skrifar
Elon Musk er nú ríkasti maður heims.
Elon Musk er nú ríkasti maður heims. Getty

Athafnamaðurinn og auðjöfurinn Elon Musk hefur verið valinn „manneskja ársins“ af bandaríska tímaritinu Time.

Musk er stofnandi og forstjóri Tesla og SpaceX og er hann sem stendur ríkasti maður heims en auðæfi hans eru nú metin á um 270 milljarða Bandaríkjadala.

Í rökstuðningi tímaritsins segir að fáir einstaklingar hafi jafnmikil áhrif á jörðinni og Musk og það sama eigi einnig mögulega við varðandi lífið utan jarðarinnar.

Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927, en sá verður fyrir valinu sem talinn er hafa haft mest áhrif á fréttir ársins, sama hvort það sé til góðs eða ills.

Joe Biden, þá verðandi forseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, þá verðandi varaforseti, voru „manneskja ársins“ (Person of the Year) hjá Time á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×