Innlent

Tekur við starfi skóla­stjóra Hóla­brekku­skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Lovísa Guðrún Ólafsdóttir.
Lovísa Guðrún Ólafsdóttir. Reykjavíkurborg

Lovísa Guðrún Ólafsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík.

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að Lovísa Guðrún sé með B.A. gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands, Dipl.Ed. í menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu og M.Ed. gráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Þá hafi hún diplóma í mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

„Lovísa hefur langa og farsæla starfsreynslu sem kennari, deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri í grunnskóla auk þess að hafa starfað sem kennsluráðgjafi um nokkurra ára skeið. Hún tekur við stjórnartaumum í Hólabrekkuskóla um áramótin og er henni óskað velfarnaðar í nýju starfi,“ segir á vef borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×