Varð pirraður á grímum á stangli og hefur tínt 8.000 síðasta árið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 13. desember 2021 18:01 Örlygur hefur plokkað átta þúsund grímur af götum borgarinnar undanfarið árið. Facebook Síðastliðið ár hefur Örlygur S. Sigurjónsson, fararstjóri og leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, tínt átta þúsund andlitsgrímur í náttúrunni og á götum Reykjavíkurborgar. Hann segir að tínslan hafi byrjað þegar það angaraði hann að sjá alltaf grímur í runna á leið sinni í vinnuna og hafi síðan undið upp á sig. Áður en hann vissi af var hann byrjaður að tína grímur á leið til vinnu og fara í reglulega hjólatúra með plokktöng og teljarann á lofti. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Örlygur tekur sig til og tínir upp rusl í nærumhverfi sínu en hann hefur stundað svokallað ruslaplokk allt frá árinu 2017. Ár hvert hefur Örlygur að jafnaði fyllt um 80 til 90 svarta ruslapoka á ári með plokkrusli. Örlygur hefur plokkað átta þúsund grímur á síðustu tólf mánuðum.Facebook Undanfarið ár hefur hann að meðaltali tínt 150 grímur á viku. Þar að auki hefur hann náð að plokka 2.660 einnota hönskum á sama tólf mánaða tímabilinu. Byrjaði á einum runna Hann byrjaði að plokka í fjörum landsins árið 2017 og leiddist svo út í það að tína rusl í Borgarlandinu. „Eitt leiddi af öðru og ég var farinn að plokka þessar grímur líka þegar þær fóru að setja svip sinn á umhverfi okkar.“ Eins og flestir muna var ekki mælt með grímunotkun í upphafi faraldurs en þegar leið á fóru grímur að verða sí vinsælli meðal landsmanna. „Ætli það hafi ekki verið á aðventunni í fyrra. Þegar maður hjólaði í vinnuna þá sá maður grímur hangandi í runnum og svo var orðið svo pirrandi að horfa upp á þetta að ég ákvað að taka úr einum runnanum þegar ég hjólaði alltaf fram hjá,“ segir Örlygur. Grímurnar leynast víða.Facebook Hann segir að þegar hann hafi byrjað hafi augu hans opnast fyrir því hve víða grímurnar væru. „Ég fór að gera smá úr þessu, að ná 100 grímum eða hreinsa heila götu. Og svo þegar það var búið þá var maður auðvitað búinn að sjá aðra staði og eitt leiddi af öðru og þá var maður kominn með 500 grímur og þá hélt maður að Reykjavík væri bara orðin hrein. En fyrir hverja grímu sem maður fann þá voru kannski einhverjar tíu aðrar í nágrenninu,“ segir Örlygur. Fór tvisvar til þrisvar í viku í grímuplokksleiðangur Hann hafi því ákveðið að gera grímuplokkið að útivist og ákvað að hjóla tvisvar eða þrisvar í viku um borgina og tína það sem hann sá. Með hverri grímunni hafi bæst í safnið og að lokum hafi þær talið þúsundir, átta þúsund til að vera nákvæmur. „Það hefur verið svona í janúar febrúar mars, að maður fór kannski út að hjóla í einn og hálfan tíma og þú tíndir upp einhverjar 150-200 grímur. Svo ákvaðstu að koma aftur nokkrum dögum seinna og þér tókst kannski að hreinsa eina götu og þá var ekkert annað en að gera heldur en að hreinsa þangað til að þú sæir ekkert meira. Markmiðið hjá mér var að geta hjólað í vinnuna án þess að geta séð neina einustu grímu og það er ekki enn þá að gerast,“ segir Örlygur. Sjálfur hjólar hann Snorrabrautina, fram hjá Perlunni og gegn um Fossvoginn til að komast í vinnuna. Hann hvetur annað fólk til að taka þátt í tínslunni. „Bara að hafa augun opin og það að taka það eina grímu upp af götunni og henda í næsta rusladall. það skilar strax árangri.“ Örlygur segist hafa fyllt um 80 til 90 svarta ruslapoka af plokkrusli á ári hverju frá 2017.Facebook Ein gríma sem tekin sé af götunni skipti sköpum Sjálfur sjái hann grímur á götum hvert sem hann fer. „Maður er að keyra hingað og þangað, fara í búðir og leggja bílnum á einhverjum bílastæðum þá sér maður kannski einhverjar fimm grímur á bílastæðum og kannski nokkrar í runnum í kringum bílastæðið, þetta er út um allt. Þannig að ég ákvað að tína það sem ég get og sjá hvað kæmi út úr því,“ segir Örlygur. Honum finnist sjálfum grímunum hafa fækkað á götum. „Mér sýnist þetta vera að minnka talsvert mikið. Ég var kominn upp í 7000 seint í ágúst og þessarar þúsund sem bættust við, það hefur þá tekið september, október, nóvember og deseber. Það tók fjóra mánuði að fylla þúsund grímna pokann en fyrr í vetur þá tók ég þúsund bara á mánuði,“ segir Örlygur. Það muni miklu fyrir umhverfið bara að tína upp eina grímu. „Einar Bárða var búinn að reikna það út að ef allir Íslendingar tækju eina grímu á dag þá gætum við tínt einhverjar sjö milljónir grímna upp á ársgrundvelli. Það munar um hvert einasta snitti sem er tínt upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Áður en hann vissi af var hann byrjaður að tína grímur á leið til vinnu og fara í reglulega hjólatúra með plokktöng og teljarann á lofti. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Örlygur tekur sig til og tínir upp rusl í nærumhverfi sínu en hann hefur stundað svokallað ruslaplokk allt frá árinu 2017. Ár hvert hefur Örlygur að jafnaði fyllt um 80 til 90 svarta ruslapoka á ári með plokkrusli. Örlygur hefur plokkað átta þúsund grímur á síðustu tólf mánuðum.Facebook Undanfarið ár hefur hann að meðaltali tínt 150 grímur á viku. Þar að auki hefur hann náð að plokka 2.660 einnota hönskum á sama tólf mánaða tímabilinu. Byrjaði á einum runna Hann byrjaði að plokka í fjörum landsins árið 2017 og leiddist svo út í það að tína rusl í Borgarlandinu. „Eitt leiddi af öðru og ég var farinn að plokka þessar grímur líka þegar þær fóru að setja svip sinn á umhverfi okkar.“ Eins og flestir muna var ekki mælt með grímunotkun í upphafi faraldurs en þegar leið á fóru grímur að verða sí vinsælli meðal landsmanna. „Ætli það hafi ekki verið á aðventunni í fyrra. Þegar maður hjólaði í vinnuna þá sá maður grímur hangandi í runnum og svo var orðið svo pirrandi að horfa upp á þetta að ég ákvað að taka úr einum runnanum þegar ég hjólaði alltaf fram hjá,“ segir Örlygur. Grímurnar leynast víða.Facebook Hann segir að þegar hann hafi byrjað hafi augu hans opnast fyrir því hve víða grímurnar væru. „Ég fór að gera smá úr þessu, að ná 100 grímum eða hreinsa heila götu. Og svo þegar það var búið þá var maður auðvitað búinn að sjá aðra staði og eitt leiddi af öðru og þá var maður kominn með 500 grímur og þá hélt maður að Reykjavík væri bara orðin hrein. En fyrir hverja grímu sem maður fann þá voru kannski einhverjar tíu aðrar í nágrenninu,“ segir Örlygur. Fór tvisvar til þrisvar í viku í grímuplokksleiðangur Hann hafi því ákveðið að gera grímuplokkið að útivist og ákvað að hjóla tvisvar eða þrisvar í viku um borgina og tína það sem hann sá. Með hverri grímunni hafi bæst í safnið og að lokum hafi þær talið þúsundir, átta þúsund til að vera nákvæmur. „Það hefur verið svona í janúar febrúar mars, að maður fór kannski út að hjóla í einn og hálfan tíma og þú tíndir upp einhverjar 150-200 grímur. Svo ákvaðstu að koma aftur nokkrum dögum seinna og þér tókst kannski að hreinsa eina götu og þá var ekkert annað en að gera heldur en að hreinsa þangað til að þú sæir ekkert meira. Markmiðið hjá mér var að geta hjólað í vinnuna án þess að geta séð neina einustu grímu og það er ekki enn þá að gerast,“ segir Örlygur. Sjálfur hjólar hann Snorrabrautina, fram hjá Perlunni og gegn um Fossvoginn til að komast í vinnuna. Hann hvetur annað fólk til að taka þátt í tínslunni. „Bara að hafa augun opin og það að taka það eina grímu upp af götunni og henda í næsta rusladall. það skilar strax árangri.“ Örlygur segist hafa fyllt um 80 til 90 svarta ruslapoka af plokkrusli á ári hverju frá 2017.Facebook Ein gríma sem tekin sé af götunni skipti sköpum Sjálfur sjái hann grímur á götum hvert sem hann fer. „Maður er að keyra hingað og þangað, fara í búðir og leggja bílnum á einhverjum bílastæðum þá sér maður kannski einhverjar fimm grímur á bílastæðum og kannski nokkrar í runnum í kringum bílastæðið, þetta er út um allt. Þannig að ég ákvað að tína það sem ég get og sjá hvað kæmi út úr því,“ segir Örlygur. Honum finnist sjálfum grímunum hafa fækkað á götum. „Mér sýnist þetta vera að minnka talsvert mikið. Ég var kominn upp í 7000 seint í ágúst og þessarar þúsund sem bættust við, það hefur þá tekið september, október, nóvember og deseber. Það tók fjóra mánuði að fylla þúsund grímna pokann en fyrr í vetur þá tók ég þúsund bara á mánuði,“ segir Örlygur. Það muni miklu fyrir umhverfið bara að tína upp eina grímu. „Einar Bárða var búinn að reikna það út að ef allir Íslendingar tækju eina grímu á dag þá gætum við tínt einhverjar sjö milljónir grímna upp á ársgrundvelli. Það munar um hvert einasta snitti sem er tínt upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira