Biður fjölskyldu mannsins sem hann varð að bana afsökunar vegna nýrrar bókar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2021 22:21 Baldur segist harma þann sársauka sem hann hefur valdið fjölskyldu Magnúsar. Stöð 2 Baldur Einarsson, sem varð Magnúsi Frey Sveinbjörnssyni að bana árið 2002, hefur beðið fjölskyldu Magnúsar afsökunar vegna lýsinga hans á atvikinu í bók sem hann gaf út á dögunum. Hann segist harma óendanlega þann sársauka sem hann hefur valdið Þorbjörgu, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum sínum í bókinni Úr heljargreipum. Baldur sendi fréttastofu yfirlýsinguna nú á ellefta tímanum eftir að móðir Magnúsar, Þorbjörg Finnbogadóttir, ræddi málið í þættinum Íslandi í dag í kvöld. Lýsti Þorbjörg þar meðal annars reiðinni sem hún fylltist eftir að hún heyrði lýsingar Baldurs á atlögunni og sakar hún Baldur um að hvítþvo sig af manndrápinu, ljúga til um atburði kvöldsins örlagaríka og iðrast ekki dauða Magnúsar. „Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim,“ skrifar Baldur í yfirlýsingunni. „Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sáraukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini,“ skrifar Baldur. Hann segir ætlunina ekki hafa verið að firra sig ábyrgð og segist hann harma að hafa ekki verið nógu skýr í endursögn sinni af aburðinum. „Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar.“ Yfirlýsingu Baldurs má lesa í heild sinni hér að neðan. Í ljósi þeirrar umfjöllunnar sem hefur verið um bók mína „Úr heljargreipum“ í fjölmiðlum síðustu daga vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég harma óendanlega þann sársauka sem ég hef valdið Þorbjörgu Finnbogadóttur, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum mínum í bókinni. Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim. Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sársaukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini. Ég hélt lengi vel að þessi megna vanlíðan sem ég lifi með væri mín afplánun, en hún er í raun dagleg áminning fyrir mig um þá ábyrgð sem ég ber á gjörðum mínum og afleiðingum þeirra. Ég átta mig á að það er aldrei hægt að bæta fyrir það að taka líf einhvers en það eina sem ég get gert er að gera mitt besta til að nota reynslu mína til að hjálpa öðrum af villigötum. Síðustu fjórtán ár ævi minnar hef ég í einlægni reynt að nýta þessa hræðilegu reynslu til að hjálpa öðrum og þannig reynt að koma í veg fyrir að mín skelfilegu mistök verði endurtekin af öðrum. Það var aldrei, er ekki og mun aldrei verða ætlun mín að firra mig af nokkurri ábyrgð og ég harma að ég hafi ekki verið nógu skýr í endursögn minni á þessum skelfilega atburði. Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar. Ísland í dag Bókaútgáfa Tengdar fréttir Baldur varð manni að bana og gefur nú út bók: „Þetta er risastórt uppgjör“ „Ég var mikill ofbeldismaður og gerði mér ekki grein fyrir hversu hræðilegar afleiðingarnar af því gætu orðið.“ Þetta sagði Baldur Freyr Einarsson í þættinum Ísland í dag. 28. september 2021 14:31 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Baldur sendi fréttastofu yfirlýsinguna nú á ellefta tímanum eftir að móðir Magnúsar, Þorbjörg Finnbogadóttir, ræddi málið í þættinum Íslandi í dag í kvöld. Lýsti Þorbjörg þar meðal annars reiðinni sem hún fylltist eftir að hún heyrði lýsingar Baldurs á atlögunni og sakar hún Baldur um að hvítþvo sig af manndrápinu, ljúga til um atburði kvöldsins örlagaríka og iðrast ekki dauða Magnúsar. „Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim,“ skrifar Baldur í yfirlýsingunni. „Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sáraukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini,“ skrifar Baldur. Hann segir ætlunina ekki hafa verið að firra sig ábyrgð og segist hann harma að hafa ekki verið nógu skýr í endursögn sinni af aburðinum. „Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar.“ Yfirlýsingu Baldurs má lesa í heild sinni hér að neðan. Í ljósi þeirrar umfjöllunnar sem hefur verið um bók mína „Úr heljargreipum“ í fjölmiðlum síðustu daga vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég harma óendanlega þann sársauka sem ég hef valdið Þorbjörgu Finnbogadóttur, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum mínum í bókinni. Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim. Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sársaukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini. Ég hélt lengi vel að þessi megna vanlíðan sem ég lifi með væri mín afplánun, en hún er í raun dagleg áminning fyrir mig um þá ábyrgð sem ég ber á gjörðum mínum og afleiðingum þeirra. Ég átta mig á að það er aldrei hægt að bæta fyrir það að taka líf einhvers en það eina sem ég get gert er að gera mitt besta til að nota reynslu mína til að hjálpa öðrum af villigötum. Síðustu fjórtán ár ævi minnar hef ég í einlægni reynt að nýta þessa hræðilegu reynslu til að hjálpa öðrum og þannig reynt að koma í veg fyrir að mín skelfilegu mistök verði endurtekin af öðrum. Það var aldrei, er ekki og mun aldrei verða ætlun mín að firra mig af nokkurri ábyrgð og ég harma að ég hafi ekki verið nógu skýr í endursögn minni á þessum skelfilega atburði. Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar.
Í ljósi þeirrar umfjöllunnar sem hefur verið um bók mína „Úr heljargreipum“ í fjölmiðlum síðustu daga vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég harma óendanlega þann sársauka sem ég hef valdið Þorbjörgu Finnbogadóttur, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum mínum í bókinni. Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim. Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sársaukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini. Ég hélt lengi vel að þessi megna vanlíðan sem ég lifi með væri mín afplánun, en hún er í raun dagleg áminning fyrir mig um þá ábyrgð sem ég ber á gjörðum mínum og afleiðingum þeirra. Ég átta mig á að það er aldrei hægt að bæta fyrir það að taka líf einhvers en það eina sem ég get gert er að gera mitt besta til að nota reynslu mína til að hjálpa öðrum af villigötum. Síðustu fjórtán ár ævi minnar hef ég í einlægni reynt að nýta þessa hræðilegu reynslu til að hjálpa öðrum og þannig reynt að koma í veg fyrir að mín skelfilegu mistök verði endurtekin af öðrum. Það var aldrei, er ekki og mun aldrei verða ætlun mín að firra mig af nokkurri ábyrgð og ég harma að ég hafi ekki verið nógu skýr í endursögn minni á þessum skelfilega atburði. Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar.
Ísland í dag Bókaútgáfa Tengdar fréttir Baldur varð manni að bana og gefur nú út bók: „Þetta er risastórt uppgjör“ „Ég var mikill ofbeldismaður og gerði mér ekki grein fyrir hversu hræðilegar afleiðingarnar af því gætu orðið.“ Þetta sagði Baldur Freyr Einarsson í þættinum Ísland í dag. 28. september 2021 14:31 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Baldur varð manni að bana og gefur nú út bók: „Þetta er risastórt uppgjör“ „Ég var mikill ofbeldismaður og gerði mér ekki grein fyrir hversu hræðilegar afleiðingarnar af því gætu orðið.“ Þetta sagði Baldur Freyr Einarsson í þættinum Ísland í dag. 28. september 2021 14:31