Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2021 Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2021 09:00 Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok. Vísir/Vilhelm Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok. Í hópi þeirra sem létust á árinu má meðal annars nefna nokkra sem hafa átt sæti á Alþingi , fyrrverandi ráðherra, ástsæla rifhöfunda og baráttukonur, fyrrverandi þjóðleikhússtjóra, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins til margra áratuga og körfuboltaþjálfara sem setti mikinn svip á Akureyri. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu. Úr heimi stjórnmála Bjarni Magnússon , fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Bjarni sat í hreppsnefnd í Grímsey frá 1962 til 1970, en tók við starfi hreppstjóra árið 1969 og gegndi starfinu í rétt rúm fjörutíu ár. Bragi Níelsson , fyrrverandi þingmaður og læknir, lést í júní, 95 ára að aldri. Bragi var þingmaður Vesturlands fyrir Alþýðuflokkinn árin 1978 til 1979. Egill Skúli Ingibergsson , fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og rafmagnsverkfræðingur, lést í desember, 95 ára að aldri. Hann var ráðinn borgarstjóri Reykjavíkur árið 1978 eftir að vinstriflokkar mynduðu meirihluta í borginni og gegndi hann stöðunni til 1982. Gunnar Birgisson.Vísir/Vilhelm Gunnar Birgisson , fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, lést í júní, 73 ára að aldri. Gunnar sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1999 til 2006 og var oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi frá 1990 til 2005. Hann var bæjarstjóri Kópavogs frá 2005 til 2009 og bæjarstjóri Fjallabyggðar frá 2015 til 2019. Þá sinnti hann stöðu sveitarstjóra Skaftárhrepps tímabundið árið 2020. Jón Sigurðsson , fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, seðlabankastjóri og ráðherra, lést í september, 75 ára að aldri. Árið 1978 til 1989 var hann ritstjóri Tímans og árið 1991 varð hann rektor Samvinnuskólans á Bifröst. Hann tók við embætti seðlabankastjóra árið 2003 áður en hann tók við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde árið 2006 til ársins 2007. Hann var formaður Framsóknarflokksins á árunum 2006 til 2007. Svavar Gestsson.Forlagið Svavar Gestsson , fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á 18. janúar, 76 ára að aldri. Svavar var þingmaður Alþýðubandalagsins fyrir Reykvíkinga á árunum 1978 til 1999. Hann var viðskiptaráðherra 1978 til 1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980 til 1983 og menntamálaráðherra 1988 til 1991. Þórunn Egilsdóttir.Vísir/Vilhelm Þórunn Egilsdóttir , þingmaður Framsóknarflokksins, lést í júlí, 56 ára að aldri. Hún lést eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Þórunn hafði setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi frá árinu 2013. Menning og listir Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur og fyrsti kennari í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, lést í september, 83 ára að aldri. Álfrún sendi frá sér átta skáldverk, þeirra á meðal skáldsögurnar Hringsól , Hvatt að rúnum og Yfir Ebrofljótið. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri lést í apríl, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri og vakti stuttmynd hans Anna‘s dag, frá árinu 2003, gríðarlega athygli erlendis. Fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði kom út árið 2006 en það var myndin Blóðbönd. Hann leikstýrði einnig myndunum Brim, Lóa og Wolka. Gísli J. Alfreðsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, lést í júlí, 88 ára að aldri. Hann stundaði leiklistarnám í Leiklistarskóla Ævars Kvaran sem og í leiklistarskóla í München. Hann tók við stöðu þjóðleikhússtjóra á árunum 1983 til 1991 og gegndi stöðu skólastjóra Leiklistarskóla Íslands á árunum 1992 til 2000. Guðmundur Steingrímsson, trommari og einn af frumkvöðlum íslenskrar jazztónlistar, lést í apríl, 91 árs að aldri. Hann gekk jafnan undir nafninu Papa Jazz og var einn fremsti djasstónlistarmaður landsins. Hann spilaði meðal annars með KK-sextettinum. Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur lést í febrúar, 87 ára að aldri. Ingimar gaf á ferli sínum út fjölda bóka, þeirra á meðal ljóðabóka. Jón Laxdal myndlistarmaður lést í nóvember, 71 árs að aldri. Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1971 og nam síðar heimspeki við Háskóla Íslands. Hann stundaði myndlist alla tíð, var ljóðskáld og spilaði með hljómsveitum á borð við Norðanpiltar og Bjössarnir. Jón Sigurbjörnsson, leikari og óperusöngvari, lést í nóvember, 99 ára að aldri. Hann var á ferli sínum fastráðinn leikari bæði í Þjóðleikhúsinu og svo hjá Leikfélagi Reykjavíkur á árunum 1967 til 1992. María Guðmundsdóttir. María Guðmundsdóttir , leikkona og hjúkrunarfræðingur, lést í desember, 86 ára gömul.María birtist í bíómyndum á borð við Perlur og svín, Ungfrúin góða og húsið og Stella í framboði. Þá kom hún fram í sjónvarpsþáttum eins og Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Ghetto betur og Steypustöðinni. Pálmi Stefánsson, tónlistarmaður og stofnandi Tónabúðarinnar á Akureyri, lést í júlí, 84 ára að aldri. Pálmi stofnaði Tónabúðina 1966 og stofnaði eigin hljómplötuútgáfu, Tónaútgáfuna, ári síðar. Ríkarður Örn Pálsson , tónskáld, bassaleikari og tónlistargagnrýnandi, lést í október, 75 ára að aldri. Á ferli sínum samdi Ríkarður Örn meðal annars tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og starfaði hann einnig um árabil sem tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Þá kannast margir við Ríkarð Örn vegna þátttöku sinnar í þáttunum Kontrapunkti. Sigurdór Sigurdórsson , söngvari og blaðamaður, lést í desember, 83 ára að aldri. Sigurdór gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga. Vilborg Dagbjartsdóttir , skáldkona og kennari, lést í september, 91 árs að aldri. Vilborg var formaður Rithöfundafélags Íslands og gaf út fjölda ljóðabóka, barnabóka og ævisagna. Hún var sömuleiðis virk í Rauðsokkahreingunni og var einn af stofnendum félags herstöðvaandstæðinga. Þröstur Guðbjartsson, leikari og leikstjóri, lést í júlí, 68 ára að aldri. Þröstur starfaði sem leikari og leikstjóri í öllum stærstu leikhúsum landsins en var líklega hvað þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Ella í myndinni Sódómu Reykjavík. Skólar og vísindi Guðmundur Magnússon, kennari og leiðsögumaður, lést í janúar, 84 ára að aldri. Guðmundur kenndi í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í tæplega fjörutíu ár og naut því margur Vesturbæingurinn handleiðslu og kennslu hans á unglingsárum. Gunnar Þormar , tannlæknir og fyrsti formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, lést í janúar, 88 ára að aldri. Gunnar tók ríkan þátt í stofnun samtakanna allt frá byrjun sem var ætlað að sameina krafta þeirra félaga sem unnu að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks hér á landi. Hann var kosinn fyrsti formaður Þroskahjálpar árið 1976. Jón Sveinbjörnsson, prófessor emeritus við guðfræðideild Háskóla Íslands, lést í september, 93 ára að aldri. Jón varð lektor í grísku við guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1966, dósent 1971 og skipaður prófessor í nýjatestamentisfræðum 1974. Hann hætti störfum árið 1998 en hélt áfram þýðingarstörfum. Sigríður Jóhannsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands, í júní 91 árs að aldri. Hún var skólastjóri Hjúkrunarskólans á árunum 1983 til 1987, eða þar til námið var flutt á háskólastig. Hún var hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á árunum 1988 til 1993. Sigrún Gísladóttir, fyrrverandi skólastjóri Flataskóla í Garðabæ, lést í september, 76 ára að aldri. Hún var skólastjóri á árunum 1984 til 2004 og var einnig bæjarfulltrúi í Garðabæ um árabil. Snorri Baldursson líffræðingur lést í september eftir erfiða baráttu við krabbamein í höfði. Hann starfaði um árabil hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og var þjóðgarðsvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði og formaður Landverndar á árunum 2015 til 2017. Íþróttir Ágúst Herbert Guðmundsson , fyrrverandi körfuboltaþjálfari, lést í byrjun árs, 53 ára að aldri, eftir þriggja ára baráttu við MND. Ágúst markaði djúp spor í sögu Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri þar sem hann er goðsögn í körfuboltasamfélaginu norðan heiða eftir að hafa verið í lykilhlutverki í starfi körfuknattleiksdeildar félagsins undanfarna áratugi. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari lést í mars, 91 árs að aldri. Hún var frumkvöðull á sviði leikfimi hér á landi og stofnaði Hressingarleikfimi Ásbjargar árið 1958 Þar kenndi hún konum og körlum leikfimi í 56 ár. Björgvin Þorsteinsson , einn fremsti kylfingur í sögu þjóðarinnar og hæstaréttarlögmaður, lést í október, 68 ára að aldri. Björgvin var sexfaldur Íslandsmeistari í golfi. Jóhannes Eðvaldsson í leik með Celtc gegn Rangers á sínum tíma.Getty Jóhannes Eðvaldsson , fyrrverandi knattspyrnumaður, lést í janúar, sjötugur að aldri. Jóhannes lék lengi knattspyrnu með skoska stórveldinu Celtic á áttunda áratug síðustu aldar og var í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins. Alls lék Jóhannes 34 A-landsleiki fyrir Íslands hönd á sínum tíma og gerði í þeim tvö mörk. Sigurður Pétursson , þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, golfkennari og fararstjóri, lést í apríl, sextugur að aldri. Sigurður varð Íslandsmeistari í golfi 1982, 1984 og 1985. Þá var hann fyrsti íslenski kylfingurinn sem reyndi fyrir sér sem atvinnumaður í íþróttinni. Hann starfaði hjá lögreglunni og var mikill hestaáhugamaður. Fjölmiðlar, félagsstörf og fleira Björn Thoroddsen , flugstjóri og listflugmaður, lést í apríl, 84 ára að aldri. Björn hóf ferilinn sem atvinnuflugmaður hjá Loftleiðum árið 1962 en starfaði hjá Flugleiðum þegar hann fór í sitt síðasta flug sem atvinnuflugmaður árið í apríl 2002, daginn fyrir 65 ára afmælið. Að starfsferli loknum sneri Björn sér alfarið að listflugi og fór hann á síðustu árum með mikinn fjölda fólks í útsýnis- og listflug frá Reykjavíkurflugvelli og víðar. Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi 16. janúar, 51 árs að aldri. Blær var áberandi á opinberum vettvangi og lét sig réttindamál fatlaðs fólk varða. Guðni Már Henningsson útvarpsmaður lést í október, 69 ára að aldri. Guðni Már hóf fyrst störf á Rás 2 árið 1994 og starfaði meðal annars í þættinum Popplandi og á næturvaktinni. Guðni Már Henningsson.Anton Brink Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks, lést í febrúar 26 ára gamall. John Snorri Sigurjónsson fjallgöngumaður lést í febrúar þegar hann gerði tilraun til að klífa K2 í Pakistan. Jónas Þórir Þórisson kristniboði lést 8. ágúst, 77 ára að aldri. Jónas starfaði sem kristniboði í Eþíópíu ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ingvarsdóttur, á árunum 1973 til 1987. Hann var lengi virkur í starfi KFUM og KFUK. Jónína Michaelsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, lést í maí, 78 ára að aldri. Hún starfaði á sínum yngri árum sem blaðamaður og var aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra á árunum 1987 til 1988. Hún vann einnig að markaðsmálum og gaf út fjölda bóka. Kara Guðrún Melstað lést í Þýskalandi í maí, 61 árs að aldri. Kara hafði verið búsett um árabil í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands í handbolta. Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur lést í febrúar eftir baráttu við krabbamein, 57 ára að aldri. Katla var framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands árin 2004 – 2014 og kom meðal annars að opnun Konukots, neyðarskýlis fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík. Sigurbjörg Hervör Guðjónsdóttir, ein stofnenda og fyrrverandi formaður Félags heyrnarlausra, lést í apríl, níræð að ára. Hún greindist snemma heyrnarlaus og starfaði lengi á Borgarspítalanum í Reykjavík og var einn af stofnendum Félags heyrnarlausra árið 1960. Hún sat í stjórn félagsins í sautján ár og var af níu sem formaður. Stefán Þorleifsson , fyrrverandi íþróttakennari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, lést í mars á 105. aldursári. Stefán var elsti karlmaður landsins. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, lést í ágúst, 83 ára að aldri. Styrmir var þungavigtarmaður í þjóðmálaumræðunni um áratuga skeið og gegndi embætti ritstjóra Morgunblaðsins á árunum 1972 til ársins 2008. Styrmir Gunnarsson var ritstjóri Morgunblaðsins til ársins 2008, eða í 36 ár. Valgerður Ólafsdóttir þroskasálfræðingur og framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna, lést í nóvember, 70 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann, Kára Stefánsson lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Viðskipti Erla Wigelund , kaupmaður í Verðlistanum í Reykjavík, lést í febrúar, 92 ára að aldri. Erla og eiginmaður hennar, Kristján, stofnuðu á sínum tíma verðlista, pöntunarlista, þar sem fólki var gefið færi á að panta og fá vörurnar sendar heim í pósti. Ferðuðust þau einnig um landið og seldu föt til fólks. Árið 1965 opnuðu þau Erla og Kristján svo verslunina Verðlistann við Laugalæk í Reykjavík. Erla starfaði þar allt til ársins 2014. Finnbogi Jónsson verkfræðingur og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja lést í september, sjötugur að aldri. Finnbogi lét mjög að sér kveða í íslensku atvinnulífi og sat í stjórn fjölmargra félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Finnbogi var framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá 2006 til 2010 og sat auk þess í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í desember, 56 ára að aldri. Fjölnir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000 og starfaði sem húðflúrlistamaður frá árinu 1995. Hann vann lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húðflúrstofunni. Kristófer Már Kristinsson, leiðsögumaður, kennari og fyrrverandi varaþingmaður Bandalags Jafnaðarmanna, lést í apríl, 72 ára að aldri. Á árunum 1993 til 2004 var hann forstöðumaður Evrópuskrifstofu atvinnulífsins og starfaði síðar meir sem leiðsögumaður. Ólafur B. Thors, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra lést í júní, 83 ára að aldri. Hann var framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra á árunum 1989 til 2002. Áður hafði hann verið borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á árunum 1970 til 1982. Tryggvi Ingólfsson , fyrrverandi verktaki á Hvolsvelli, lést í júlí, 71 árs að aldri. Tryggvi stofnaði verktakafyrirtækið Jón og Tryggvi ehf. með Jóni Óskarssyni árið 1980 og starfaði félagið til ársins 2006. Samantektin var unnin upp úr andlátsfréttum sem birst hafa á Vísi og í Morgunblaðinu. Andlát Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2020 Fjöldi þjóðþekktra Íslendingar kvaddi á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti söngvari þjóðarinnar, einhver vinsælasti skemmtikraftur landsins, frumkvöðull á sviði líkamsræktar á Íslandi, fyrrverandi ráðherrar og höfundur bókanna um Maxímús Músíkús. Þá þögnuðu einhverjar af þekktustu útvarpsröddum landsins. 31. desember 2020 09:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2019 Margir þjóðþekktir Íslendingar sögðu skilið við þennan heim á árinu sem senn er á enda. 31. desember 2019 11:30 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í hópi þeirra sem létust á árinu má meðal annars nefna nokkra sem hafa átt sæti á Alþingi , fyrrverandi ráðherra, ástsæla rifhöfunda og baráttukonur, fyrrverandi þjóðleikhússtjóra, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins til margra áratuga og körfuboltaþjálfara sem setti mikinn svip á Akureyri. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu. Úr heimi stjórnmála Bjarni Magnússon , fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Bjarni sat í hreppsnefnd í Grímsey frá 1962 til 1970, en tók við starfi hreppstjóra árið 1969 og gegndi starfinu í rétt rúm fjörutíu ár. Bragi Níelsson , fyrrverandi þingmaður og læknir, lést í júní, 95 ára að aldri. Bragi var þingmaður Vesturlands fyrir Alþýðuflokkinn árin 1978 til 1979. Egill Skúli Ingibergsson , fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og rafmagnsverkfræðingur, lést í desember, 95 ára að aldri. Hann var ráðinn borgarstjóri Reykjavíkur árið 1978 eftir að vinstriflokkar mynduðu meirihluta í borginni og gegndi hann stöðunni til 1982. Gunnar Birgisson.Vísir/Vilhelm Gunnar Birgisson , fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, lést í júní, 73 ára að aldri. Gunnar sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1999 til 2006 og var oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi frá 1990 til 2005. Hann var bæjarstjóri Kópavogs frá 2005 til 2009 og bæjarstjóri Fjallabyggðar frá 2015 til 2019. Þá sinnti hann stöðu sveitarstjóra Skaftárhrepps tímabundið árið 2020. Jón Sigurðsson , fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, seðlabankastjóri og ráðherra, lést í september, 75 ára að aldri. Árið 1978 til 1989 var hann ritstjóri Tímans og árið 1991 varð hann rektor Samvinnuskólans á Bifröst. Hann tók við embætti seðlabankastjóra árið 2003 áður en hann tók við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde árið 2006 til ársins 2007. Hann var formaður Framsóknarflokksins á árunum 2006 til 2007. Svavar Gestsson.Forlagið Svavar Gestsson , fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á 18. janúar, 76 ára að aldri. Svavar var þingmaður Alþýðubandalagsins fyrir Reykvíkinga á árunum 1978 til 1999. Hann var viðskiptaráðherra 1978 til 1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980 til 1983 og menntamálaráðherra 1988 til 1991. Þórunn Egilsdóttir.Vísir/Vilhelm Þórunn Egilsdóttir , þingmaður Framsóknarflokksins, lést í júlí, 56 ára að aldri. Hún lést eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Þórunn hafði setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi frá árinu 2013. Menning og listir Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur og fyrsti kennari í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, lést í september, 83 ára að aldri. Álfrún sendi frá sér átta skáldverk, þeirra á meðal skáldsögurnar Hringsól , Hvatt að rúnum og Yfir Ebrofljótið. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri lést í apríl, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri og vakti stuttmynd hans Anna‘s dag, frá árinu 2003, gríðarlega athygli erlendis. Fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði kom út árið 2006 en það var myndin Blóðbönd. Hann leikstýrði einnig myndunum Brim, Lóa og Wolka. Gísli J. Alfreðsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, lést í júlí, 88 ára að aldri. Hann stundaði leiklistarnám í Leiklistarskóla Ævars Kvaran sem og í leiklistarskóla í München. Hann tók við stöðu þjóðleikhússtjóra á árunum 1983 til 1991 og gegndi stöðu skólastjóra Leiklistarskóla Íslands á árunum 1992 til 2000. Guðmundur Steingrímsson, trommari og einn af frumkvöðlum íslenskrar jazztónlistar, lést í apríl, 91 árs að aldri. Hann gekk jafnan undir nafninu Papa Jazz og var einn fremsti djasstónlistarmaður landsins. Hann spilaði meðal annars með KK-sextettinum. Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur lést í febrúar, 87 ára að aldri. Ingimar gaf á ferli sínum út fjölda bóka, þeirra á meðal ljóðabóka. Jón Laxdal myndlistarmaður lést í nóvember, 71 árs að aldri. Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1971 og nam síðar heimspeki við Háskóla Íslands. Hann stundaði myndlist alla tíð, var ljóðskáld og spilaði með hljómsveitum á borð við Norðanpiltar og Bjössarnir. Jón Sigurbjörnsson, leikari og óperusöngvari, lést í nóvember, 99 ára að aldri. Hann var á ferli sínum fastráðinn leikari bæði í Þjóðleikhúsinu og svo hjá Leikfélagi Reykjavíkur á árunum 1967 til 1992. María Guðmundsdóttir. María Guðmundsdóttir , leikkona og hjúkrunarfræðingur, lést í desember, 86 ára gömul.María birtist í bíómyndum á borð við Perlur og svín, Ungfrúin góða og húsið og Stella í framboði. Þá kom hún fram í sjónvarpsþáttum eins og Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Ghetto betur og Steypustöðinni. Pálmi Stefánsson, tónlistarmaður og stofnandi Tónabúðarinnar á Akureyri, lést í júlí, 84 ára að aldri. Pálmi stofnaði Tónabúðina 1966 og stofnaði eigin hljómplötuútgáfu, Tónaútgáfuna, ári síðar. Ríkarður Örn Pálsson , tónskáld, bassaleikari og tónlistargagnrýnandi, lést í október, 75 ára að aldri. Á ferli sínum samdi Ríkarður Örn meðal annars tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og starfaði hann einnig um árabil sem tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Þá kannast margir við Ríkarð Örn vegna þátttöku sinnar í þáttunum Kontrapunkti. Sigurdór Sigurdórsson , söngvari og blaðamaður, lést í desember, 83 ára að aldri. Sigurdór gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga. Vilborg Dagbjartsdóttir , skáldkona og kennari, lést í september, 91 árs að aldri. Vilborg var formaður Rithöfundafélags Íslands og gaf út fjölda ljóðabóka, barnabóka og ævisagna. Hún var sömuleiðis virk í Rauðsokkahreingunni og var einn af stofnendum félags herstöðvaandstæðinga. Þröstur Guðbjartsson, leikari og leikstjóri, lést í júlí, 68 ára að aldri. Þröstur starfaði sem leikari og leikstjóri í öllum stærstu leikhúsum landsins en var líklega hvað þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Ella í myndinni Sódómu Reykjavík. Skólar og vísindi Guðmundur Magnússon, kennari og leiðsögumaður, lést í janúar, 84 ára að aldri. Guðmundur kenndi í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í tæplega fjörutíu ár og naut því margur Vesturbæingurinn handleiðslu og kennslu hans á unglingsárum. Gunnar Þormar , tannlæknir og fyrsti formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, lést í janúar, 88 ára að aldri. Gunnar tók ríkan þátt í stofnun samtakanna allt frá byrjun sem var ætlað að sameina krafta þeirra félaga sem unnu að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks hér á landi. Hann var kosinn fyrsti formaður Þroskahjálpar árið 1976. Jón Sveinbjörnsson, prófessor emeritus við guðfræðideild Háskóla Íslands, lést í september, 93 ára að aldri. Jón varð lektor í grísku við guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1966, dósent 1971 og skipaður prófessor í nýjatestamentisfræðum 1974. Hann hætti störfum árið 1998 en hélt áfram þýðingarstörfum. Sigríður Jóhannsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands, í júní 91 árs að aldri. Hún var skólastjóri Hjúkrunarskólans á árunum 1983 til 1987, eða þar til námið var flutt á háskólastig. Hún var hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á árunum 1988 til 1993. Sigrún Gísladóttir, fyrrverandi skólastjóri Flataskóla í Garðabæ, lést í september, 76 ára að aldri. Hún var skólastjóri á árunum 1984 til 2004 og var einnig bæjarfulltrúi í Garðabæ um árabil. Snorri Baldursson líffræðingur lést í september eftir erfiða baráttu við krabbamein í höfði. Hann starfaði um árabil hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og var þjóðgarðsvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði og formaður Landverndar á árunum 2015 til 2017. Íþróttir Ágúst Herbert Guðmundsson , fyrrverandi körfuboltaþjálfari, lést í byrjun árs, 53 ára að aldri, eftir þriggja ára baráttu við MND. Ágúst markaði djúp spor í sögu Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri þar sem hann er goðsögn í körfuboltasamfélaginu norðan heiða eftir að hafa verið í lykilhlutverki í starfi körfuknattleiksdeildar félagsins undanfarna áratugi. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari lést í mars, 91 árs að aldri. Hún var frumkvöðull á sviði leikfimi hér á landi og stofnaði Hressingarleikfimi Ásbjargar árið 1958 Þar kenndi hún konum og körlum leikfimi í 56 ár. Björgvin Þorsteinsson , einn fremsti kylfingur í sögu þjóðarinnar og hæstaréttarlögmaður, lést í október, 68 ára að aldri. Björgvin var sexfaldur Íslandsmeistari í golfi. Jóhannes Eðvaldsson í leik með Celtc gegn Rangers á sínum tíma.Getty Jóhannes Eðvaldsson , fyrrverandi knattspyrnumaður, lést í janúar, sjötugur að aldri. Jóhannes lék lengi knattspyrnu með skoska stórveldinu Celtic á áttunda áratug síðustu aldar og var í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins. Alls lék Jóhannes 34 A-landsleiki fyrir Íslands hönd á sínum tíma og gerði í þeim tvö mörk. Sigurður Pétursson , þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, golfkennari og fararstjóri, lést í apríl, sextugur að aldri. Sigurður varð Íslandsmeistari í golfi 1982, 1984 og 1985. Þá var hann fyrsti íslenski kylfingurinn sem reyndi fyrir sér sem atvinnumaður í íþróttinni. Hann starfaði hjá lögreglunni og var mikill hestaáhugamaður. Fjölmiðlar, félagsstörf og fleira Björn Thoroddsen , flugstjóri og listflugmaður, lést í apríl, 84 ára að aldri. Björn hóf ferilinn sem atvinnuflugmaður hjá Loftleiðum árið 1962 en starfaði hjá Flugleiðum þegar hann fór í sitt síðasta flug sem atvinnuflugmaður árið í apríl 2002, daginn fyrir 65 ára afmælið. Að starfsferli loknum sneri Björn sér alfarið að listflugi og fór hann á síðustu árum með mikinn fjölda fólks í útsýnis- og listflug frá Reykjavíkurflugvelli og víðar. Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi 16. janúar, 51 árs að aldri. Blær var áberandi á opinberum vettvangi og lét sig réttindamál fatlaðs fólk varða. Guðni Már Henningsson útvarpsmaður lést í október, 69 ára að aldri. Guðni Már hóf fyrst störf á Rás 2 árið 1994 og starfaði meðal annars í þættinum Popplandi og á næturvaktinni. Guðni Már Henningsson.Anton Brink Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks, lést í febrúar 26 ára gamall. John Snorri Sigurjónsson fjallgöngumaður lést í febrúar þegar hann gerði tilraun til að klífa K2 í Pakistan. Jónas Þórir Þórisson kristniboði lést 8. ágúst, 77 ára að aldri. Jónas starfaði sem kristniboði í Eþíópíu ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ingvarsdóttur, á árunum 1973 til 1987. Hann var lengi virkur í starfi KFUM og KFUK. Jónína Michaelsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, lést í maí, 78 ára að aldri. Hún starfaði á sínum yngri árum sem blaðamaður og var aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra á árunum 1987 til 1988. Hún vann einnig að markaðsmálum og gaf út fjölda bóka. Kara Guðrún Melstað lést í Þýskalandi í maí, 61 árs að aldri. Kara hafði verið búsett um árabil í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands í handbolta. Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur lést í febrúar eftir baráttu við krabbamein, 57 ára að aldri. Katla var framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands árin 2004 – 2014 og kom meðal annars að opnun Konukots, neyðarskýlis fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík. Sigurbjörg Hervör Guðjónsdóttir, ein stofnenda og fyrrverandi formaður Félags heyrnarlausra, lést í apríl, níræð að ára. Hún greindist snemma heyrnarlaus og starfaði lengi á Borgarspítalanum í Reykjavík og var einn af stofnendum Félags heyrnarlausra árið 1960. Hún sat í stjórn félagsins í sautján ár og var af níu sem formaður. Stefán Þorleifsson , fyrrverandi íþróttakennari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, lést í mars á 105. aldursári. Stefán var elsti karlmaður landsins. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, lést í ágúst, 83 ára að aldri. Styrmir var þungavigtarmaður í þjóðmálaumræðunni um áratuga skeið og gegndi embætti ritstjóra Morgunblaðsins á árunum 1972 til ársins 2008. Styrmir Gunnarsson var ritstjóri Morgunblaðsins til ársins 2008, eða í 36 ár. Valgerður Ólafsdóttir þroskasálfræðingur og framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna, lést í nóvember, 70 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann, Kára Stefánsson lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Viðskipti Erla Wigelund , kaupmaður í Verðlistanum í Reykjavík, lést í febrúar, 92 ára að aldri. Erla og eiginmaður hennar, Kristján, stofnuðu á sínum tíma verðlista, pöntunarlista, þar sem fólki var gefið færi á að panta og fá vörurnar sendar heim í pósti. Ferðuðust þau einnig um landið og seldu föt til fólks. Árið 1965 opnuðu þau Erla og Kristján svo verslunina Verðlistann við Laugalæk í Reykjavík. Erla starfaði þar allt til ársins 2014. Finnbogi Jónsson verkfræðingur og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja lést í september, sjötugur að aldri. Finnbogi lét mjög að sér kveða í íslensku atvinnulífi og sat í stjórn fjölmargra félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Finnbogi var framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá 2006 til 2010 og sat auk þess í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í desember, 56 ára að aldri. Fjölnir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000 og starfaði sem húðflúrlistamaður frá árinu 1995. Hann vann lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húðflúrstofunni. Kristófer Már Kristinsson, leiðsögumaður, kennari og fyrrverandi varaþingmaður Bandalags Jafnaðarmanna, lést í apríl, 72 ára að aldri. Á árunum 1993 til 2004 var hann forstöðumaður Evrópuskrifstofu atvinnulífsins og starfaði síðar meir sem leiðsögumaður. Ólafur B. Thors, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra lést í júní, 83 ára að aldri. Hann var framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra á árunum 1989 til 2002. Áður hafði hann verið borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á árunum 1970 til 1982. Tryggvi Ingólfsson , fyrrverandi verktaki á Hvolsvelli, lést í júlí, 71 árs að aldri. Tryggvi stofnaði verktakafyrirtækið Jón og Tryggvi ehf. með Jóni Óskarssyni árið 1980 og starfaði félagið til ársins 2006. Samantektin var unnin upp úr andlátsfréttum sem birst hafa á Vísi og í Morgunblaðinu.
Andlát Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2020 Fjöldi þjóðþekktra Íslendingar kvaddi á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti söngvari þjóðarinnar, einhver vinsælasti skemmtikraftur landsins, frumkvöðull á sviði líkamsræktar á Íslandi, fyrrverandi ráðherrar og höfundur bókanna um Maxímús Músíkús. Þá þögnuðu einhverjar af þekktustu útvarpsröddum landsins. 31. desember 2020 09:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2019 Margir þjóðþekktir Íslendingar sögðu skilið við þennan heim á árinu sem senn er á enda. 31. desember 2019 11:30 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2020 Fjöldi þjóðþekktra Íslendingar kvaddi á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti söngvari þjóðarinnar, einhver vinsælasti skemmtikraftur landsins, frumkvöðull á sviði líkamsræktar á Íslandi, fyrrverandi ráðherrar og höfundur bókanna um Maxímús Músíkús. Þá þögnuðu einhverjar af þekktustu útvarpsröddum landsins. 31. desember 2020 09:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2019 Margir þjóðþekktir Íslendingar sögðu skilið við þennan heim á árinu sem senn er á enda. 31. desember 2019 11:30
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent