„Ruglingslegum og mótsagnakenndum“ kröfum um björgunarlaun vísað frá dómi Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2021 15:00 M/V Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði í september 2014. Mynd/Hjálmar Heimisson Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands um að vísa máli fyrrverandi áhafnarmeðlims olíuflutningaskips, sem fór fram á björgunarlaun vegna strands frystiskipsins M/V Green Freezer í Fáskrúðsfirði árið 2014, frá dómi. Í úrskurði Landsréttar kom fram að málsástæður mannsins væru bæði ruglingslegar og mótsagnakenndar um aðild hans til að hafa uppi kröfur á hendur útgerð hins strandaða skips, þeim sem fengu greidd björgunarlaun vegna björgunaraðgerðanna og sömuleiðis þeim sem hann taldi að hefðu átt að fá greidd björgunarlaun en kröfðust þeirra ekki. Fór ekki fram á greiðslu björgunarlauna Málið sneri að björgunaraðgerðum sem fram fóru þegar skipið Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði 17. september 2014. Að björguninni komu áhafnir þriggja skipa – varðskipsins Þórs, dráttarbátsins Vattar og svo olíuflutningaskipsins Langaness RE þar sem stefnandi var í áhöfn. Landhelgisgæslan hafði óskað eftir aðstoð Langaness RE við að dæla olíu úr hinu strandaða skipi og varð áhöfn við því. Áhöfn skipanna Þórs og Vattar, sem fyrst komu á vettvang strandsins, hafi síðar fengið greidd björgunarlaun, en Olíudrefing fengið endurgreiddan kostnað vegna útlagðs kostnaðs í tengslum við björgunina. Olíudreifing fór hins vegar ekki fram á greiðslu björgunarlauna til áhafnarmeðlima Langaness. Laut ágreiningurinn að því hvort að maðurinn, sem var áhafnarmeðlimur á skipinu Laugarnesinu RE og í eigu Olíudreifingar, ætti rétt á björgunarlaunum samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Krafði maðurinn útgerð Green Freezer um greiðslu 8,9 milljóna króna í björgunarlaun og til vara sömu upphæð úr hendi Landhelgisgæslunnar og Fjarðabyggðar. Til þrautavara krafðist maðurinn svo að Olíudreifing myndi greiða honum upphæðina. Samið um björgunarlaun Caiano Shipping II A, það er útgerð Green Freezer, og Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Fjarðabyggð komust að samkomulagi um greiðslu um 50 milljóna króna björgunarlauna í nóvember 2015 vegna björgunaraðgerðanna. Greiðslunni til Gæslunnar var síðan skipt til samkvæmt siglingalögum og þá meðal annars til Olíudreifingar vegna útlagðs kostnaðar Langaness RE. Í úrskurði Landsréttar segir að skilja mætti málatilbúnað mannsins þannig að hann gerði annars vegar kröfu um hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum og hins vegar björgunarlaun úr hendi útgerðar hins strandaða skips. Þá væri óljóst hvort maðurinn byggði á því að hann ætti sjálfstæða kröfu um greiðslu björgunarlauna eða hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum. Sömuleiðis væri fjárkrafa mannsins vanreifuð og taldi rétturinn, að teknu tilliti til allra þátta, að málatilbúnaðurinn væri í andstöðu við lög um meðferð einkamála. Því ákvað Landsréttur að staðfesta hinn kærða úrskurð, það er að vísa málinu frá dómi. Stefnandi var jafnframt dæmdur af Landsrétti til að greiða alls 1,3 milljón króna vegna kærumálskostnaðar hinna stefndu. Kjaramál Dómsmál Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12 Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar kom fram að málsástæður mannsins væru bæði ruglingslegar og mótsagnakenndar um aðild hans til að hafa uppi kröfur á hendur útgerð hins strandaða skips, þeim sem fengu greidd björgunarlaun vegna björgunaraðgerðanna og sömuleiðis þeim sem hann taldi að hefðu átt að fá greidd björgunarlaun en kröfðust þeirra ekki. Fór ekki fram á greiðslu björgunarlauna Málið sneri að björgunaraðgerðum sem fram fóru þegar skipið Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði 17. september 2014. Að björguninni komu áhafnir þriggja skipa – varðskipsins Þórs, dráttarbátsins Vattar og svo olíuflutningaskipsins Langaness RE þar sem stefnandi var í áhöfn. Landhelgisgæslan hafði óskað eftir aðstoð Langaness RE við að dæla olíu úr hinu strandaða skipi og varð áhöfn við því. Áhöfn skipanna Þórs og Vattar, sem fyrst komu á vettvang strandsins, hafi síðar fengið greidd björgunarlaun, en Olíudrefing fengið endurgreiddan kostnað vegna útlagðs kostnaðs í tengslum við björgunina. Olíudreifing fór hins vegar ekki fram á greiðslu björgunarlauna til áhafnarmeðlima Langaness. Laut ágreiningurinn að því hvort að maðurinn, sem var áhafnarmeðlimur á skipinu Laugarnesinu RE og í eigu Olíudreifingar, ætti rétt á björgunarlaunum samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Krafði maðurinn útgerð Green Freezer um greiðslu 8,9 milljóna króna í björgunarlaun og til vara sömu upphæð úr hendi Landhelgisgæslunnar og Fjarðabyggðar. Til þrautavara krafðist maðurinn svo að Olíudreifing myndi greiða honum upphæðina. Samið um björgunarlaun Caiano Shipping II A, það er útgerð Green Freezer, og Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Fjarðabyggð komust að samkomulagi um greiðslu um 50 milljóna króna björgunarlauna í nóvember 2015 vegna björgunaraðgerðanna. Greiðslunni til Gæslunnar var síðan skipt til samkvæmt siglingalögum og þá meðal annars til Olíudreifingar vegna útlagðs kostnaðar Langaness RE. Í úrskurði Landsréttar segir að skilja mætti málatilbúnað mannsins þannig að hann gerði annars vegar kröfu um hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum og hins vegar björgunarlaun úr hendi útgerðar hins strandaða skips. Þá væri óljóst hvort maðurinn byggði á því að hann ætti sjálfstæða kröfu um greiðslu björgunarlauna eða hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum. Sömuleiðis væri fjárkrafa mannsins vanreifuð og taldi rétturinn, að teknu tilliti til allra þátta, að málatilbúnaðurinn væri í andstöðu við lög um meðferð einkamála. Því ákvað Landsréttur að staðfesta hinn kærða úrskurð, það er að vísa málinu frá dómi. Stefnandi var jafnframt dæmdur af Landsrétti til að greiða alls 1,3 milljón króna vegna kærumálskostnaðar hinna stefndu.
Kjaramál Dómsmál Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12 Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12
Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent