Miklar breytingar fram undan Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 09:58 Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Garðabær fá nýja bæjarstjóra eftir kosningar. Í Hafnarfirði, í Kópavogi og í Hveragerði ætla sitjandi sveitarstjórar að sækjast eftir endurkjöri. Og í Vestmannaeyjum og í Reykjavík er allt enn óljóst - Íris og Dagur segja til eftir hátíðirnar. vísir Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. Víðast hvar í minni sveitarfélögum landsins eru bæjarstjórarnir ráðnir en í stærri sveitarfélögum eru þeir jafnan kjörnir fulltrúar. Í sveitarfélögunum umhverfis Reykjavík hafa nokkrir þaulsetnir bæjarstjórar þegar tilkynnt að þeir hyggist ekki gefa kost á sér aftur. Farið var yfir sviðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Ásgerður Halldórsdóttir, sem hefur verið bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi frá 2009, ætlar að segja þetta gott. Hið sama gildir um Harald Sverrisson bæjarstjóra í Mosfellsbæ, sem hefur verið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007. Hann lætur nú af störfum. Og Gunnar Einarsson sem hefur verið bæjarstjóri í Garðabæ frá árinu 2005 segir þetta sömuleiðis gott eftir næstum 17 ár. „Klárlega eru þá prófkjör að fara af stað í einhverjum flokkum að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum. Svo er fyrirséð að það verður barist um þessa stóla af því að þetta eru mjög vinsæl embætti getum við sagt,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði.Kristinn Ingvarsson/HÍ Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær hafa lengi verið í höndum sjálfstæðismanna og ekkert sem bendir endilega til þess að breyting verði þar á. En það er þó ekki útilokað að mati Evu. „Það er líka svolítið með sveitarstjórnarkosningar að þar geta persónutöfrar leiðtoga í flokkum skipt töluverðu máli. Þannig að einhver sem getur hrifið fólk með sér getur jafnvel unnið á, þótt flokkurinn sjálfur hafi kannski ekki alltaf verið sterkur í bænum,“ segir Eva Marín. Dagur og Íris segjast vera óákveðin Í Hafnarfirði hefur Rósa Guðbjartsdóttir gefið það út að hún gefi kost á sér áfram, en hún hefur verið bæjarstjóri frá 2018. Í Kópavogi gildir hið sama um Ármann Kr. Ólafsson, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í vor. Aldís Hafsteinsdóttir hefur staðfest í samtali við fréttastofu að ef hún njóti stuðnings félaga sinna áfram vilji hún gefa áfram kost á sér sem bæjarstjóra í Hveragerði. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ætlar að taka sér hátíðirnar í að gera upp hug sinn um framhaldið og það sama gildir um Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem ætlar að tilkynna af eða á um málið eftir áramót. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Víðast hvar í minni sveitarfélögum landsins eru bæjarstjórarnir ráðnir en í stærri sveitarfélögum eru þeir jafnan kjörnir fulltrúar. Í sveitarfélögunum umhverfis Reykjavík hafa nokkrir þaulsetnir bæjarstjórar þegar tilkynnt að þeir hyggist ekki gefa kost á sér aftur. Farið var yfir sviðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Ásgerður Halldórsdóttir, sem hefur verið bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi frá 2009, ætlar að segja þetta gott. Hið sama gildir um Harald Sverrisson bæjarstjóra í Mosfellsbæ, sem hefur verið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007. Hann lætur nú af störfum. Og Gunnar Einarsson sem hefur verið bæjarstjóri í Garðabæ frá árinu 2005 segir þetta sömuleiðis gott eftir næstum 17 ár. „Klárlega eru þá prófkjör að fara af stað í einhverjum flokkum að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum. Svo er fyrirséð að það verður barist um þessa stóla af því að þetta eru mjög vinsæl embætti getum við sagt,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði.Kristinn Ingvarsson/HÍ Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær hafa lengi verið í höndum sjálfstæðismanna og ekkert sem bendir endilega til þess að breyting verði þar á. En það er þó ekki útilokað að mati Evu. „Það er líka svolítið með sveitarstjórnarkosningar að þar geta persónutöfrar leiðtoga í flokkum skipt töluverðu máli. Þannig að einhver sem getur hrifið fólk með sér getur jafnvel unnið á, þótt flokkurinn sjálfur hafi kannski ekki alltaf verið sterkur í bænum,“ segir Eva Marín. Dagur og Íris segjast vera óákveðin Í Hafnarfirði hefur Rósa Guðbjartsdóttir gefið það út að hún gefi kost á sér áfram, en hún hefur verið bæjarstjóri frá 2018. Í Kópavogi gildir hið sama um Ármann Kr. Ólafsson, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í vor. Aldís Hafsteinsdóttir hefur staðfest í samtali við fréttastofu að ef hún njóti stuðnings félaga sinna áfram vilji hún gefa áfram kost á sér sem bæjarstjóra í Hveragerði. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ætlar að taka sér hátíðirnar í að gera upp hug sinn um framhaldið og það sama gildir um Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem ætlar að tilkynna af eða á um málið eftir áramót.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16