Segir Menntamálastofnun hafa notað Óróa í óleyfi í fleiri ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2021 20:39 Baldvin Z segir Menntamálastofnun hafa notað efni úr kvikmyndinni Óróa í fleiri ár án leyfis. Vísir/Vilhelm Leikstjórinn Baldvin Z segir Menntamálastofnun hafa stolið efni frá sér og nýtt það sem námsefni í grunnskólum án þess að hafa fengið leyfi til. Efnið hafi verið notað um árabil og hvorki Baldvin né aðrir sem áttu efnið hafi fengið krónu fyrir. Þetta sagði Baldvin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og telur hann að efni úr kvikmynd hans Óróa hafi verið notað í grunnskólum landsins frá árinu 2011 til 2017 eða 2018. Hann hafi ítrekað fengið skilaboð frá foreldrum um að börn þeirra hafi horft á myndina í skólanum. „Og ég var ekkert að pæla mikið í því, ég hélt bara að einhver kennari hefði stolist í það að sýna myndina í tíma sem er líka ólöglegt. Svo fór þetta alltaf að verða meira og meira og að endaði með því að ég fór að kanna þetta og reyna að komast að því hvað væri í gangi,“ sagði Baldvin. „Þá fann ég bara að frá Menntamálastofnun Íslands var útgefið kennsluefni þar sem Órói var bara hreinlega í bókunum, það voru tilmæli til kennara að nota þessa mynd, það voru leiðbeiningar og spurningar og það var hlekkur inn á handritið og myndin var sýnd út um allt,“ segir Baldvin. Hef oft velt því fyrir mér hvort ég ætti að fara í mál við menntamálastofnun íslands fyrir að nota Óróa ólöglega í mörg ár við kennslu í lífsleikni. Efni var sett í námsbækur, linkur á handritið og myndin sýnd í skólum landsins án þess að ræða við mig. https://t.co/nheLNOB6u5— Baldvin Z (@baddiz) December 10, 2021 Menntamálastofnun hafi ekki gert það að skyldu að allir grunnskólar sýndu myndina en margir hafi gert það. „Menntamálastofnun fékk aldrei neitt leyfi frá okkur að nota þetta í sínum námsgögnum og auðvitað hefðum við leyft það fyrir einhverjar krónur og aura sem hefði aldrei verið neitt svakalegt fyrir þessa notkun,“ segir Baldvin. Hann hafi síðan nálgast stofnunina til að krefjast greiðslu fyrir notkun efnisins og þá fengið þau svör að ef hann vildi það þyrfti hann að fara í mál við hvern einasta skóla sem hefði sýnt myndina án leyfis og sanna hverja einustu spilun. „Það var málað eitthvað risastórt fjall fyrir framan okkur sem við hefðum aldrei haft orkuna í að gera. En þeir tóku út efnið, úr bókunum og úr námsefninu og ég veit ekkert hvort að það sé þannig í dag, hvort þau séu byrjuð að nota þetta aftur. Ég hef ekki hugmynd um það en ég er búinn að fá mjög mikið af staðfestingum á því að efnið hafi verið mikið notað í skólum. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu, hringdi í nokkra skóla og þetta hefur verið notað út um allt.“ Baldvin segist hafa farið að velta þessu aftur fyrir sér núna eftir að dómur féll í máli Huldu Rósar Guðnadóttur, kvikmyndagerðarkonu, gegn Reykjavíkurborg í síðustu viku. Sjóminjasafn Reykjavíkur hafði á tveggja ára tímabili notað efni úr heimildarmyndinni hennar Keep Frozen í sýningu á safninu án leyfis frá Huldu. Hulda lagði borgina í málinu en fékk 350 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Baldvin segir dóminn í raun hafa haft letjandi áhrif á sig. Hann ætli ekki að fara í mál vegna notkunar Óróa í grunnskólum. „Í raun og veru hefur hún bara dregið úr mér. Eftir að ég sá hvað hún fékk út úr þessu þakka ég fyrir að hafa ekki farið í þetta. Ég hefði örugglega endað í margra milljóna króna kostnað og fengið skíta 200 þúsund kall fyrir vikið. En auðvitað ætti maður að gera þetta. Það er svo skrítið að leyfa svona stofnunum að komast upp með þetta,“ segir Baldvin. Hann standi þó með ákvörðun Huldu um að hafa ráðist í málið. „Þetta er prinsippmál, auðvitað er það það.“ Hann segir að í samskiptum sínum við Menntmálastofnun hafi svör þeirra einkennst af dónaskap annað en samskipti hans við grunnskólana sjálfa. „Ekki frá kennurum eða skólastjórum í grunnskólum. Því þau héldu öll í góðri trú að þetta væri allt samkvæmt kúnstarinnar reglum. En Menntamálastofnun var mjög beinskeitt, dónaleg og leiðinleg í viðbrögðum.“ Höfundarréttur Reykjavík síðdegis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Þetta sagði Baldvin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og telur hann að efni úr kvikmynd hans Óróa hafi verið notað í grunnskólum landsins frá árinu 2011 til 2017 eða 2018. Hann hafi ítrekað fengið skilaboð frá foreldrum um að börn þeirra hafi horft á myndina í skólanum. „Og ég var ekkert að pæla mikið í því, ég hélt bara að einhver kennari hefði stolist í það að sýna myndina í tíma sem er líka ólöglegt. Svo fór þetta alltaf að verða meira og meira og að endaði með því að ég fór að kanna þetta og reyna að komast að því hvað væri í gangi,“ sagði Baldvin. „Þá fann ég bara að frá Menntamálastofnun Íslands var útgefið kennsluefni þar sem Órói var bara hreinlega í bókunum, það voru tilmæli til kennara að nota þessa mynd, það voru leiðbeiningar og spurningar og það var hlekkur inn á handritið og myndin var sýnd út um allt,“ segir Baldvin. Hef oft velt því fyrir mér hvort ég ætti að fara í mál við menntamálastofnun íslands fyrir að nota Óróa ólöglega í mörg ár við kennslu í lífsleikni. Efni var sett í námsbækur, linkur á handritið og myndin sýnd í skólum landsins án þess að ræða við mig. https://t.co/nheLNOB6u5— Baldvin Z (@baddiz) December 10, 2021 Menntamálastofnun hafi ekki gert það að skyldu að allir grunnskólar sýndu myndina en margir hafi gert það. „Menntamálastofnun fékk aldrei neitt leyfi frá okkur að nota þetta í sínum námsgögnum og auðvitað hefðum við leyft það fyrir einhverjar krónur og aura sem hefði aldrei verið neitt svakalegt fyrir þessa notkun,“ segir Baldvin. Hann hafi síðan nálgast stofnunina til að krefjast greiðslu fyrir notkun efnisins og þá fengið þau svör að ef hann vildi það þyrfti hann að fara í mál við hvern einasta skóla sem hefði sýnt myndina án leyfis og sanna hverja einustu spilun. „Það var málað eitthvað risastórt fjall fyrir framan okkur sem við hefðum aldrei haft orkuna í að gera. En þeir tóku út efnið, úr bókunum og úr námsefninu og ég veit ekkert hvort að það sé þannig í dag, hvort þau séu byrjuð að nota þetta aftur. Ég hef ekki hugmynd um það en ég er búinn að fá mjög mikið af staðfestingum á því að efnið hafi verið mikið notað í skólum. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu, hringdi í nokkra skóla og þetta hefur verið notað út um allt.“ Baldvin segist hafa farið að velta þessu aftur fyrir sér núna eftir að dómur féll í máli Huldu Rósar Guðnadóttur, kvikmyndagerðarkonu, gegn Reykjavíkurborg í síðustu viku. Sjóminjasafn Reykjavíkur hafði á tveggja ára tímabili notað efni úr heimildarmyndinni hennar Keep Frozen í sýningu á safninu án leyfis frá Huldu. Hulda lagði borgina í málinu en fékk 350 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Baldvin segir dóminn í raun hafa haft letjandi áhrif á sig. Hann ætli ekki að fara í mál vegna notkunar Óróa í grunnskólum. „Í raun og veru hefur hún bara dregið úr mér. Eftir að ég sá hvað hún fékk út úr þessu þakka ég fyrir að hafa ekki farið í þetta. Ég hefði örugglega endað í margra milljóna króna kostnað og fengið skíta 200 þúsund kall fyrir vikið. En auðvitað ætti maður að gera þetta. Það er svo skrítið að leyfa svona stofnunum að komast upp með þetta,“ segir Baldvin. Hann standi þó með ákvörðun Huldu um að hafa ráðist í málið. „Þetta er prinsippmál, auðvitað er það það.“ Hann segir að í samskiptum sínum við Menntmálastofnun hafi svör þeirra einkennst af dónaskap annað en samskipti hans við grunnskólana sjálfa. „Ekki frá kennurum eða skólastjórum í grunnskólum. Því þau héldu öll í góðri trú að þetta væri allt samkvæmt kúnstarinnar reglum. En Menntamálastofnun var mjög beinskeitt, dónaleg og leiðinleg í viðbrögðum.“
Höfundarréttur Reykjavík síðdegis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira