Loftslagsváin hefur sett svip sinn á heiminn og verða áhrif hennar sýnilegri með hverju árinu sem líður. Gróðureldar, hamfaraflóð og ófyrirsjáanlegar veðurbreytingar eru nokkur dæmi um það sem heimsbúar hafa þurft að glíma við.
Árið byrjaði af hörku þegar stuðningsmenn Donalds Trump þáverandi Bandaríkjaforseta fylktu liði og réðust inn í bandaríska þinghúsið þar sem nokkrir týndu lífi.
Talíbanar komust aftur til valda í Afganistan eftir tuttugu ára hlé. Valdatakan vakti ótta í hugum margra, ekki síst Afgana sem þurfa nú að búa við harða stjórn Talíbana.
Þetta er bara brot þess sem gerðist utan landssteinanna á árinu en stiklað er á stóru í myndbandinu hér að neðan.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.