Breytt hugsun stjórnenda Bragi Bjarnason skrifar 15. desember 2021 09:31 Hlutverk stjórnandans er margslungið og fjölbreytt og einstaklingar í því starfi sjá það eðlilega ekki allir eins. Hver mótar sinn stjórnunarstíl út frá karakter, námi, reynslu, vinnustaðamenningu og fleiri þáttum sem geta verið meðfæddir eða lærðir. Stjórnandi hjá fyrirtæki eða stofnun ber þó ekki bara ábyrgð á ákveðnu verkefni eða mannauð heldur líka eigin gjörðum og heilsu en sá þáttur lætur því miður stundum undan í hröðum heimi þar sem allt þarf að gerast í gær. Festast í skurðinum Hjá einstaklingi sem vinnur í stjórnunarstöðu innan fyrirtækis eða stofnun eru það alla jafna taldir góðir kostir að vera áræðin, úrræðagóður, geta leyst úr hlutum og sýnt frumkvæði við sköpun nýrra tækifæra. Hættan er samt sú að þessi duglegi stjórnandi festist í því að vinna að öllu sjálfur enda er hann miklu fljótari að leysa verkefnið í stað þess að deila þeim með samstarfsmönnum og fá fleiri hendur og víðari hugsun að verkefninu. Hægt og rólega geta slíkir stjórnendur lent í því að festast í skurði, orðið slæm fyrirmynd samstarfsmanna og haft engan tíma eftir til að skapa nýja hluti eða sinna því sem þú áttir raunverulega að vera að gera sem stjórnandi. Hvað er það svo sem þú átt raunverulega að vera að gera? Stjórnandi er leiðandi afl í sínu teymi og á að veita því innblástur og trú til að vinna að ákveðnu verkefni eða finna ný tækifæri. Með því að virkja sitt teymi og gefa samstarfsmönnum trú, ábyrgð og þau verkfæri sem þarf til að leysa úr verkefnum hefur hann margfaldað sjálfan sig og aukið líkurnar á t.d. nýjum tækifærum fyrir fyrirtækið. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem nær því besta fram hjá samstarfsmönnum og gefur færi til að þróast í starfi, því einstaklingur sem fær tækifæri til að bera ábyrgð í rétta umhverfinu er líklegri til að standa undir því. Sem já, ætti að vera ávinningur fyrir fyrirtækið og gefur stjórnandanum aukið rými til að vinna að framþróun nýrra verkefna. Breytt hugsun Það getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki sá eini á staðnum sem geti gert hlutina og verði að gera allt sjálfur þar sem enginn annar er fær um það eða of lengi að því. Sennilega ein af algengari mistökum og getur auðveldlega orðið til þess að stjórnandi brennur út eða fer nokkuð nálægt því. Góð tímastjórnun, “Not to do” listi og markviss dreifing á ábyrgð og álagi eru nokkrar af mörgum leiðum stjórnenda til að ná enn betri árangri. Tími allra starfsmanna er mikilvægur og það er á ábyrgð stjórnanda að nýta hann sem og sinn sem best. Ef við stjórnendur viðurkennum það fyrir sjálfum okkur að við þurfum ekki gera allt sjálf, og það er í lagi að leita sér sérfræðiaðstoðar, þá er tíminn sem við leggjum í að leiða teymið okkar og virkja kosti samstarfsmanna tíma vel varið. Því ef við gefum okkur ekki tíma til að sá fræjunum þá verður engin uppskera. Höfundur er deildastjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Bragi Bjarnason Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Hlutverk stjórnandans er margslungið og fjölbreytt og einstaklingar í því starfi sjá það eðlilega ekki allir eins. Hver mótar sinn stjórnunarstíl út frá karakter, námi, reynslu, vinnustaðamenningu og fleiri þáttum sem geta verið meðfæddir eða lærðir. Stjórnandi hjá fyrirtæki eða stofnun ber þó ekki bara ábyrgð á ákveðnu verkefni eða mannauð heldur líka eigin gjörðum og heilsu en sá þáttur lætur því miður stundum undan í hröðum heimi þar sem allt þarf að gerast í gær. Festast í skurðinum Hjá einstaklingi sem vinnur í stjórnunarstöðu innan fyrirtækis eða stofnun eru það alla jafna taldir góðir kostir að vera áræðin, úrræðagóður, geta leyst úr hlutum og sýnt frumkvæði við sköpun nýrra tækifæra. Hættan er samt sú að þessi duglegi stjórnandi festist í því að vinna að öllu sjálfur enda er hann miklu fljótari að leysa verkefnið í stað þess að deila þeim með samstarfsmönnum og fá fleiri hendur og víðari hugsun að verkefninu. Hægt og rólega geta slíkir stjórnendur lent í því að festast í skurði, orðið slæm fyrirmynd samstarfsmanna og haft engan tíma eftir til að skapa nýja hluti eða sinna því sem þú áttir raunverulega að vera að gera sem stjórnandi. Hvað er það svo sem þú átt raunverulega að vera að gera? Stjórnandi er leiðandi afl í sínu teymi og á að veita því innblástur og trú til að vinna að ákveðnu verkefni eða finna ný tækifæri. Með því að virkja sitt teymi og gefa samstarfsmönnum trú, ábyrgð og þau verkfæri sem þarf til að leysa úr verkefnum hefur hann margfaldað sjálfan sig og aukið líkurnar á t.d. nýjum tækifærum fyrir fyrirtækið. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem nær því besta fram hjá samstarfsmönnum og gefur færi til að þróast í starfi, því einstaklingur sem fær tækifæri til að bera ábyrgð í rétta umhverfinu er líklegri til að standa undir því. Sem já, ætti að vera ávinningur fyrir fyrirtækið og gefur stjórnandanum aukið rými til að vinna að framþróun nýrra verkefna. Breytt hugsun Það getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki sá eini á staðnum sem geti gert hlutina og verði að gera allt sjálfur þar sem enginn annar er fær um það eða of lengi að því. Sennilega ein af algengari mistökum og getur auðveldlega orðið til þess að stjórnandi brennur út eða fer nokkuð nálægt því. Góð tímastjórnun, “Not to do” listi og markviss dreifing á ábyrgð og álagi eru nokkrar af mörgum leiðum stjórnenda til að ná enn betri árangri. Tími allra starfsmanna er mikilvægur og það er á ábyrgð stjórnanda að nýta hann sem og sinn sem best. Ef við stjórnendur viðurkennum það fyrir sjálfum okkur að við þurfum ekki gera allt sjálf, og það er í lagi að leita sér sérfræðiaðstoðar, þá er tíminn sem við leggjum í að leiða teymið okkar og virkja kosti samstarfsmanna tíma vel varið. Því ef við gefum okkur ekki tíma til að sá fræjunum þá verður engin uppskera. Höfundur er deildastjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun