Innlent

Hætt að senda nýju vega­bréfin heim í pósti

Atli Ísleifsson skrifar
Persónuvernd gerði athugasemdir við að nýútgefin vegabréf væru send heim til fólks í almennum bréfpósti.
Persónuvernd gerði athugasemdir við að nýútgefin vegabréf væru send heim til fólks í almennum bréfpósti. Vísir/Óttar

Frá áramótum mun Þjóðskrá hætta að senda nýútgefin vegabréf heim til fólks í pósti og þarf þess í stað að sækja þau á skrifstofur sýslumannsembætta eða til Þjóðskrár.

Breyting, sem tekur gildi 1. janúar næstkomandi, hefur verið gerð á reglugerð um íslensk vegabréf sem hefur þetta í för með sér.

Á vef Þjóðskrár segir að við þessa breytingu muni einstaklingar einungis geta sótt vegabréf sín, annað hvort á skrifstofur sýslumannsembætta eða til Þjóðskrár.

„Þessi breyting er tilkomin vegna athugasemda Persónuverndar um sendingar vegabréfa með almennum bréfpósti.

Áfram geta einstaklingar fengið vegabréf sín send heim ef að búseta er erlendis og verða þau send á uppgefið heimilisfang erlendis með rekjanlegum pósti,“ segir á vef Þjóðskrár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×