Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2021 11:18 Björn Zoëga er forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi en var áður forstjóri Landspítala í þrjú ár. „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. Björn, sem starfar nú sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn í tímabundið starf ráðgjafa heilbrigðisráðherra. Hann sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að of mikil áhersla hefði verið lögð á vandamál Landspítalans, í stað þess að reyna að leysa málin með „jákvæðum hugsunarhætti“. Peningar væru ekki alltaf lausnin. „Ljóst er að Landspítalinn er hryggjarstykkið í okkar heilbrigðiskerfi. Spítalinn verður að geta sinnt sínu mikilvæga hlutverki nú og í framtíðinni. Þá er gott samspil spítalans við aðra þætti heilbrigðiskerfisins lykilatriði. Umtalsverðar breytingar á rekstri og yfirstjórn Landspítalans munu eiga sér stað á næstunni og því er gríðarlega mikilvægt að sérfróðir aðilar með þekkingu á rekstri slíkrar stofnunar séu til að veita ráð við slíka vinnu,“ var haft eftir Willum Þór Þórssyni, nýjum heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins þegar tilkynnt var um ráðningu Björns í ráðgjafastarfið. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þær aðstæður sem voru uppi þegar Björn ákvað að hætta sem forstjóri Landspítala. Guðbjartur Hannesson var heilbrigðis- og velferðarráðherra á þeim tíma sem Björn starfaði sem forstjóri Landspítalans en þegar Björn sagði upp var Kristján Þór Júlíusson nýtekinn við. Vildi ekki fara með spítalann „fram af bjargbrúninni“ „Þetta hefur verið línudans í nokkurn tíma. Spítalinn er í lagi eins og er en það er mjög fljótt að breytast. Það eru ákveðnar vísbendingar um það og ég hef varað við því, bæði opinberlega og í samtölum við ráðamenn,“ sagði Björn í september 2013. Sagði hann nauðsynlega uppbyggingu spítalans ekki í augsýn og að við þær aðstæður treysti hann sér ekki til að leiða spítalann lengur. „Ég sagði fyrir tveimur árum að ef kreista eigi meira úr þessum steini þá styttist í að það verði blóð,“ sagði Björn, sem hafði þá verið forstjóri í þrjú ár. „Það liggur fyrir að uppbygging á innviðum spítalans er ekki á dagskrá. Kannski þvert á móti,“ sagði hann. Blóðugur niðurskurður í kjölfar hrunsins hefði tekið á. Þegar Björn lét ummælin falla haustið 2013 voru örfáir mánuðir frá því að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu myndað nýja ríkisstjórn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Kosið var um vorið og í júní hafði Vigdís Hauksdóttir, þá þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, stigið í pontu og gefið fyrirheit um að staðið yrði við kosningaloforð flokksins um 12 til 13 milljarða framlag til Landspítalans. Um haustið, þegar drög að fjárlögum lágu fyrir, virtist ekki útlit fyrir að orðum myndu fylgja efndir. Þá sagði Björn undirbúning fyrir uppbyggingu fyrir bý. „Svo innilega trúði ég því í kringum kosningarnar að komið væri að uppbyggingartíma að ráðist var í þá vinnu. Og kannski ekki að furða. Það kom margoft fram í kosningabaráttunni, og síðar, að það yrði gert. Báðir stjórnarflokkarnir komu hingað á spítalann og héldu þessu fram,“ sagði Björn. „Það eru vonbrigði með efndirnar. Smala smákóngum undir stóran kóng Þegar árið 2011 hafði Landspítalanum verið gert að skera niður um nærri fjórðung og starfsmönnum fækkað um 12 prósent. Samkvæmt útreikningum Kjarnans voru raunframlög úr ríkissjóði til rekstur spítalans í lágmarki það árið, rétt yfir 140 þúsund krónur, en hækkuðu töluvert milli áranna 2013 og 2014 og náðu hámarki árið 2019, þegar þau námu í kringum 190 þúsund krónur. „Það er hægt að vera fórnarlamb og bíða eftir að aðrir leysi málið fyrir mann sjálfan og þá með peningum eða öðru en mér finnst of mikil áhersla hafa verið lögð á vandamálin í staðinn fyrir að reyna að leysa málin á besta mögulega hátt með jákvæðum hugsunarhætti,“ sagði Björn í Bítínu í morgun, eftir að hafa greint frá samstarfi hans og Willum hjá Val forðum daga. Heilbrigðisráðherra var þá þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu og Björn læknir liðsins. Það gerist minna þegar maður er neikvæður, bætti Björn við í morgun; meiri peningar væru ekki alltaf lausnin. Björn sagðist hafa fylgst með þróun mála úr fjarlægð og það væri sín tilfinning að meira væri gert úr vandamálunum en möguleikum „frábærrar“ stofnunar. Björn sagði að á Karolinska hefðu menn farið í mikla naflaskoðun og 30 milljarða tapi snúið í afgang. Eitt af þeim verkefnum sem stæðu fyrir hér væri að finna það fyrirkomulag sem gerði mest úr þeim mannauð sem fyrir væri. Spurður að því hvort hann teldi að það þyrfti að segja upp millistjórnendum hér líkt og gert var á Karolinska vildi Björn ekki svara því en sagði síðar að eitt væri að minnka „skrifstofuhlutann“. Þáttastjórnendur reyndu aftur og sögðu menn tala um að á Landspítalanum væru margir „smákóngar“, hvað segði hann við því? „Ég held að það sé nú bara frekar algengt í spítalaumhverfinu af einhverjum ástæðum að það séu smákóngar... Það er alveg hægt að smala smákóngum saman undir einn stóran kóng.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas. 14. desember 2021 09:53 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Björn, sem starfar nú sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn í tímabundið starf ráðgjafa heilbrigðisráðherra. Hann sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að of mikil áhersla hefði verið lögð á vandamál Landspítalans, í stað þess að reyna að leysa málin með „jákvæðum hugsunarhætti“. Peningar væru ekki alltaf lausnin. „Ljóst er að Landspítalinn er hryggjarstykkið í okkar heilbrigðiskerfi. Spítalinn verður að geta sinnt sínu mikilvæga hlutverki nú og í framtíðinni. Þá er gott samspil spítalans við aðra þætti heilbrigðiskerfisins lykilatriði. Umtalsverðar breytingar á rekstri og yfirstjórn Landspítalans munu eiga sér stað á næstunni og því er gríðarlega mikilvægt að sérfróðir aðilar með þekkingu á rekstri slíkrar stofnunar séu til að veita ráð við slíka vinnu,“ var haft eftir Willum Þór Þórssyni, nýjum heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins þegar tilkynnt var um ráðningu Björns í ráðgjafastarfið. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þær aðstæður sem voru uppi þegar Björn ákvað að hætta sem forstjóri Landspítala. Guðbjartur Hannesson var heilbrigðis- og velferðarráðherra á þeim tíma sem Björn starfaði sem forstjóri Landspítalans en þegar Björn sagði upp var Kristján Þór Júlíusson nýtekinn við. Vildi ekki fara með spítalann „fram af bjargbrúninni“ „Þetta hefur verið línudans í nokkurn tíma. Spítalinn er í lagi eins og er en það er mjög fljótt að breytast. Það eru ákveðnar vísbendingar um það og ég hef varað við því, bæði opinberlega og í samtölum við ráðamenn,“ sagði Björn í september 2013. Sagði hann nauðsynlega uppbyggingu spítalans ekki í augsýn og að við þær aðstæður treysti hann sér ekki til að leiða spítalann lengur. „Ég sagði fyrir tveimur árum að ef kreista eigi meira úr þessum steini þá styttist í að það verði blóð,“ sagði Björn, sem hafði þá verið forstjóri í þrjú ár. „Það liggur fyrir að uppbygging á innviðum spítalans er ekki á dagskrá. Kannski þvert á móti,“ sagði hann. Blóðugur niðurskurður í kjölfar hrunsins hefði tekið á. Þegar Björn lét ummælin falla haustið 2013 voru örfáir mánuðir frá því að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu myndað nýja ríkisstjórn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Kosið var um vorið og í júní hafði Vigdís Hauksdóttir, þá þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, stigið í pontu og gefið fyrirheit um að staðið yrði við kosningaloforð flokksins um 12 til 13 milljarða framlag til Landspítalans. Um haustið, þegar drög að fjárlögum lágu fyrir, virtist ekki útlit fyrir að orðum myndu fylgja efndir. Þá sagði Björn undirbúning fyrir uppbyggingu fyrir bý. „Svo innilega trúði ég því í kringum kosningarnar að komið væri að uppbyggingartíma að ráðist var í þá vinnu. Og kannski ekki að furða. Það kom margoft fram í kosningabaráttunni, og síðar, að það yrði gert. Báðir stjórnarflokkarnir komu hingað á spítalann og héldu þessu fram,“ sagði Björn. „Það eru vonbrigði með efndirnar. Smala smákóngum undir stóran kóng Þegar árið 2011 hafði Landspítalanum verið gert að skera niður um nærri fjórðung og starfsmönnum fækkað um 12 prósent. Samkvæmt útreikningum Kjarnans voru raunframlög úr ríkissjóði til rekstur spítalans í lágmarki það árið, rétt yfir 140 þúsund krónur, en hækkuðu töluvert milli áranna 2013 og 2014 og náðu hámarki árið 2019, þegar þau námu í kringum 190 þúsund krónur. „Það er hægt að vera fórnarlamb og bíða eftir að aðrir leysi málið fyrir mann sjálfan og þá með peningum eða öðru en mér finnst of mikil áhersla hafa verið lögð á vandamálin í staðinn fyrir að reyna að leysa málin á besta mögulega hátt með jákvæðum hugsunarhætti,“ sagði Björn í Bítínu í morgun, eftir að hafa greint frá samstarfi hans og Willum hjá Val forðum daga. Heilbrigðisráðherra var þá þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu og Björn læknir liðsins. Það gerist minna þegar maður er neikvæður, bætti Björn við í morgun; meiri peningar væru ekki alltaf lausnin. Björn sagðist hafa fylgst með þróun mála úr fjarlægð og það væri sín tilfinning að meira væri gert úr vandamálunum en möguleikum „frábærrar“ stofnunar. Björn sagði að á Karolinska hefðu menn farið í mikla naflaskoðun og 30 milljarða tapi snúið í afgang. Eitt af þeim verkefnum sem stæðu fyrir hér væri að finna það fyrirkomulag sem gerði mest úr þeim mannauð sem fyrir væri. Spurður að því hvort hann teldi að það þyrfti að segja upp millistjórnendum hér líkt og gert var á Karolinska vildi Björn ekki svara því en sagði síðar að eitt væri að minnka „skrifstofuhlutann“. Þáttastjórnendur reyndu aftur og sögðu menn tala um að á Landspítalanum væru margir „smákóngar“, hvað segði hann við því? „Ég held að það sé nú bara frekar algengt í spítalaumhverfinu af einhverjum ástæðum að það séu smákóngar... Það er alveg hægt að smala smákóngum saman undir einn stóran kóng.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas. 14. desember 2021 09:53 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas. 14. desember 2021 09:53
Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16