Búið að velja tíu lög Söngvakeppninnar sem haldin verður í kvikmyndaverinu Gufunesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. desember 2021 10:13 Daði Freyr og gagnamagnið kepptu fyrir Íslands hönd í Eurovision á þessu ári. Þann 29. janúar verður tilkynnt hvaða tíu lög keppast um að taka þátt á næsta ári. EPA Söngvakeppnin snýr aftur á RÚV í febrúar og mars og þá verður valið framlag Íslands í Eurovision sem haldin verður í Torino á Ítalíu í maí. Alls voru 158 lög send inn í Söngvakeppnina í ár. Lögin tíu sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár verða kynnt í sjónvarpsþætti á RÚV laugardaginn 29. janúar og gerð aðgengileg á helstu tónlistarveitum. Sama dag birtast lögin og upplýsingar um höfunda og flytjendur á songvakeppnin.is. Í ár flytur undankeppnin sig um set og verður Söngvakeppnin haldin í kvikmyndaverinu Gufunesi í ár. „Vegna kórónuveirufaraldursins var Söngvakeppni ekki haldin á þessu ári heldur var leitað til tónlistarmannsins Daða Freys. Hann flutti lagið 10 Years í Rotterdam í Hollandi með góðum árangri en lagið hafnaði í fjórða sæti. Söngvakeppnishöllin í Gufunesi Undanfarin ár hafa undanúrslit Söngvakeppninnar ráðist í Háskólabíói og úrslitin í Laugardalshöll. Nú kveður aftur á móti við nýjan og tilkomumikinn tón því allir viðburðirnir verða haldnir í Söngvakeppnishöllinni svokallaðri, sem er í glæsilegu kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Keppt verður þrjá laugardaga í febrúar og mars. Undanúrslitakeppnirnar verða 19. og 26. febrúar og úrslitakeppnin 5. mars og þar verður framlag Íslands valið. „Eins og síðustu ár gefst almenningi kostur á kaupa sig inn á öll kvöldin og fá keppnina beint í æð. Auk laganna tíu verða sem fyrr skemmtiatriði af ýmsum stærðum og gerðum. Von er á erlendum Eurovision-stjörnum og Daði Freyr kemur auðvitað fram á úrslitakvöldinu eins og venja er með fyrrum Eurovision-fara. Miðasala á viðburðina hefst í lok janúar.“ Mikill fjöldi innsendra laga Alls voru 158 lög send inn í Söngvakeppnina í ár. Ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum frá FÍH, FTT og RÚV, hlustaði á öll lögin og skilaði Framkvæmdastjórn keppninnar áliti sínu. „Framkvæmdastjórnin hefur valið 10 lög til keppni. Af þeim voru fimm valin úr innsendum lögum og sem fyrr var leitað sérstaklega til valinkunnra og reynslumikilla höfunda með hin lögin fimm.“ Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar, segir að hún vaxi með ári hverju. „Við finnum ekki einungis fyrir síauknum áhuga meðal þjóðarinnar heldur fer ekki á milli mála að áhuginn á þátttöku eykst bæði meðal lagahöfunda og flytjenda. Lagahöfundar sjá að þetta er raunverulegur gluggi inn í bransann, alvöru stökkpallur, ekki bara hér á landi, heldur í Evrópu og víðar,“ segir Rúnar Freyr og bendir þar sérstaklega á vinsældir Hatara og Daða Freys. „Eurovision-lögin hans Daða hafa t.d. verið leikin um 127 milljón sinnum á Spotify, það er ekkert smáræði.“ Leikstjórar og danshöfundar keppninnar í ár eru þau Lee Proud og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Lee hefur leikstýrt síðustu tveimur keppnum en Unnur Elísabet er með í fyrsta sinn. Bæði hafa þau mikla reynslu á þessu sviði. Stjórnandi útsendingar er Salóme Þorkelsdóttir, pródúsent hjá RÚV. Hún hefur bæði stjórnað og unnið við útsendingar á keppninni um árabil. Hljóðhönnuður og tónlistargæðastjóri er Gísli Kjaran Kristjánsson hljóðmaður á RÚV. Söngþjálfari er Kristjana Stefánsdóttir söngkona. Hún þjálfaði einnig keppendur í síðustu keppni. Stílisti er Ellen Lofts. Hún hefur unnið við ótal verkefni tengd sjónvarpi, tísku og tónlist undanfarin ár. Sviðs- og ljósahönnun er í höndum Luxor. Eins og áður sagði verða lögin tíu sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár kynnt þann 29. janúar. Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Staðfesta þátttöku í Eurovision 2022 og leita að næsta framlagi Íslands RÚV hefur nú staðfest þátttöku í Eurovision-keppninni sem haldin verður á Ítalíu í maí á næsta ári. Samkvæmt tilkynningu frá RÚV verður aftur leitað til vinsælla og reyndra höfunda en allir geta sótt um. 3. september 2021 10:18 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Lögin tíu sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár verða kynnt í sjónvarpsþætti á RÚV laugardaginn 29. janúar og gerð aðgengileg á helstu tónlistarveitum. Sama dag birtast lögin og upplýsingar um höfunda og flytjendur á songvakeppnin.is. Í ár flytur undankeppnin sig um set og verður Söngvakeppnin haldin í kvikmyndaverinu Gufunesi í ár. „Vegna kórónuveirufaraldursins var Söngvakeppni ekki haldin á þessu ári heldur var leitað til tónlistarmannsins Daða Freys. Hann flutti lagið 10 Years í Rotterdam í Hollandi með góðum árangri en lagið hafnaði í fjórða sæti. Söngvakeppnishöllin í Gufunesi Undanfarin ár hafa undanúrslit Söngvakeppninnar ráðist í Háskólabíói og úrslitin í Laugardalshöll. Nú kveður aftur á móti við nýjan og tilkomumikinn tón því allir viðburðirnir verða haldnir í Söngvakeppnishöllinni svokallaðri, sem er í glæsilegu kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Keppt verður þrjá laugardaga í febrúar og mars. Undanúrslitakeppnirnar verða 19. og 26. febrúar og úrslitakeppnin 5. mars og þar verður framlag Íslands valið. „Eins og síðustu ár gefst almenningi kostur á kaupa sig inn á öll kvöldin og fá keppnina beint í æð. Auk laganna tíu verða sem fyrr skemmtiatriði af ýmsum stærðum og gerðum. Von er á erlendum Eurovision-stjörnum og Daði Freyr kemur auðvitað fram á úrslitakvöldinu eins og venja er með fyrrum Eurovision-fara. Miðasala á viðburðina hefst í lok janúar.“ Mikill fjöldi innsendra laga Alls voru 158 lög send inn í Söngvakeppnina í ár. Ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum frá FÍH, FTT og RÚV, hlustaði á öll lögin og skilaði Framkvæmdastjórn keppninnar áliti sínu. „Framkvæmdastjórnin hefur valið 10 lög til keppni. Af þeim voru fimm valin úr innsendum lögum og sem fyrr var leitað sérstaklega til valinkunnra og reynslumikilla höfunda með hin lögin fimm.“ Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar, segir að hún vaxi með ári hverju. „Við finnum ekki einungis fyrir síauknum áhuga meðal þjóðarinnar heldur fer ekki á milli mála að áhuginn á þátttöku eykst bæði meðal lagahöfunda og flytjenda. Lagahöfundar sjá að þetta er raunverulegur gluggi inn í bransann, alvöru stökkpallur, ekki bara hér á landi, heldur í Evrópu og víðar,“ segir Rúnar Freyr og bendir þar sérstaklega á vinsældir Hatara og Daða Freys. „Eurovision-lögin hans Daða hafa t.d. verið leikin um 127 milljón sinnum á Spotify, það er ekkert smáræði.“ Leikstjórar og danshöfundar keppninnar í ár eru þau Lee Proud og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Lee hefur leikstýrt síðustu tveimur keppnum en Unnur Elísabet er með í fyrsta sinn. Bæði hafa þau mikla reynslu á þessu sviði. Stjórnandi útsendingar er Salóme Þorkelsdóttir, pródúsent hjá RÚV. Hún hefur bæði stjórnað og unnið við útsendingar á keppninni um árabil. Hljóðhönnuður og tónlistargæðastjóri er Gísli Kjaran Kristjánsson hljóðmaður á RÚV. Söngþjálfari er Kristjana Stefánsdóttir söngkona. Hún þjálfaði einnig keppendur í síðustu keppni. Stílisti er Ellen Lofts. Hún hefur unnið við ótal verkefni tengd sjónvarpi, tísku og tónlist undanfarin ár. Sviðs- og ljósahönnun er í höndum Luxor. Eins og áður sagði verða lögin tíu sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár kynnt þann 29. janúar.
Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Staðfesta þátttöku í Eurovision 2022 og leita að næsta framlagi Íslands RÚV hefur nú staðfest þátttöku í Eurovision-keppninni sem haldin verður á Ítalíu í maí á næsta ári. Samkvæmt tilkynningu frá RÚV verður aftur leitað til vinsælla og reyndra höfunda en allir geta sótt um. 3. september 2021 10:18 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Staðfesta þátttöku í Eurovision 2022 og leita að næsta framlagi Íslands RÚV hefur nú staðfest þátttöku í Eurovision-keppninni sem haldin verður á Ítalíu í maí á næsta ári. Samkvæmt tilkynningu frá RÚV verður aftur leitað til vinsælla og reyndra höfunda en allir geta sótt um. 3. september 2021 10:18