Klopp ekki með það á hreinu hvenær hann missir Salah, Mane og Keita Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 15:31 Jürgen Klopp ræðir við þá Sadio Mane og Mohamed Salah fyrir leik á Anfield. Getty/Peter Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er í þeirri stöðu að hann missir þrjá öfluga leikmenn liðsins í næsta mánuði. Þeir Mohamed Salah, Sadio Mane og Naby Keita munu þá allir yfirgefa Liverpool og fara til móts við landsliðin sín sem eru að fara að keppa í Afríkukeppninni í Kamerún. Salah spilar með Egyptalandi, Mane með Senegal og Keita með Gíneu. Jurgen Klopp still unsure when Mohamed Salah, Sadio Mane, Naby Keita will leave for Africa Cup of Nations https://t.co/VaJJOSanhD— Mark Ogden (@MarkOgden_) December 15, 2021 Margir eru að velta því fyrir sér hversu lengi þeir verða í burtu og hversu mörgum leikjum þeir muni missa af. Klopp var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool á móti Newcastle annað kvöld. Einhverjir hafa líka verið að velta því fyrir sér hvort að það þyrfti að fresta Afríkukeppninni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en afríska knattspyrnusambandið segir ekkert il í slíkum vangaveltum. Klopp var spurður hvort hann teldi rétt að fresta mótinu. „Ég hef ekkert um það að segja. Þeir sem ráða þessu taka þessar ákvarðanir. Ég hef enga hugmynd um hversu slæmt ástandið er út í heimi. Svoleiðis er það bara,“ sagði Jürgen Klopp. ESPN hefur þær heimildir að þeir Salah, Mane og Keita verði að vera komnir til landsliða sinna 27. desember næstkomandi en félög eins og Liverpool hafa verið í viðræðum um að fá að halda leikmönnum lengur. Liverpool er að gera allt sem félagið getur til að fá að nota þá í leik á móti Chelsea á Stamford Bridge 2. janúar. En hvenær missri Klopp þá Salah, Mane og Keita? „Ég veit það ekki,“ sagði Klopp en bætti við: „Við vitum það ekki nákvæmlega. Það mun kom sá tími að landsliðsþjálfararnir gefa upp sín plön og við munum reyna að vera í viðræðum við þá um þetta. Þetta er samt ákvörðun sem er tekin annars staðar og við verðum að bíða eftir þeirri niðurstöðu,“ sagði Klopp. Hann staðfesti hins vegar það að Joel Matip muni ekki taka landsliðsskóna sína af hillunni og spila með Kamerún þótt að einhverjar sögusagnir séu um slíkt. Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Þeir Mohamed Salah, Sadio Mane og Naby Keita munu þá allir yfirgefa Liverpool og fara til móts við landsliðin sín sem eru að fara að keppa í Afríkukeppninni í Kamerún. Salah spilar með Egyptalandi, Mane með Senegal og Keita með Gíneu. Jurgen Klopp still unsure when Mohamed Salah, Sadio Mane, Naby Keita will leave for Africa Cup of Nations https://t.co/VaJJOSanhD— Mark Ogden (@MarkOgden_) December 15, 2021 Margir eru að velta því fyrir sér hversu lengi þeir verða í burtu og hversu mörgum leikjum þeir muni missa af. Klopp var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool á móti Newcastle annað kvöld. Einhverjir hafa líka verið að velta því fyrir sér hvort að það þyrfti að fresta Afríkukeppninni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en afríska knattspyrnusambandið segir ekkert il í slíkum vangaveltum. Klopp var spurður hvort hann teldi rétt að fresta mótinu. „Ég hef ekkert um það að segja. Þeir sem ráða þessu taka þessar ákvarðanir. Ég hef enga hugmynd um hversu slæmt ástandið er út í heimi. Svoleiðis er það bara,“ sagði Jürgen Klopp. ESPN hefur þær heimildir að þeir Salah, Mane og Keita verði að vera komnir til landsliða sinna 27. desember næstkomandi en félög eins og Liverpool hafa verið í viðræðum um að fá að halda leikmönnum lengur. Liverpool er að gera allt sem félagið getur til að fá að nota þá í leik á móti Chelsea á Stamford Bridge 2. janúar. En hvenær missri Klopp þá Salah, Mane og Keita? „Ég veit það ekki,“ sagði Klopp en bætti við: „Við vitum það ekki nákvæmlega. Það mun kom sá tími að landsliðsþjálfararnir gefa upp sín plön og við munum reyna að vera í viðræðum við þá um þetta. Þetta er samt ákvörðun sem er tekin annars staðar og við verðum að bíða eftir þeirri niðurstöðu,“ sagði Klopp. Hann staðfesti hins vegar það að Joel Matip muni ekki taka landsliðsskóna sína af hillunni og spila með Kamerún þótt að einhverjar sögusagnir séu um slíkt.
Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira