Hér fyrir neðan má finna uppskriftirnar úr Ísland í dag innslagi kvöldsins.
Hátíðar marengshringur með súkkulaðirjóma og ljúffengri súkkulaðisósu
Marengs hráefni:
- 6 stk Stk eggjahvítur
- 300 g sykur
- 1 ½ tsk mataredik
- 1 tsk vanilludropar
- Salt á hnífsoddi
Aðferð:
- Forhitið ofninn í 100°C.
- Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli.
- Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marengsinn er orðinn stífur.
- Búið til nokkra marengshringi á pappírsklæddri ofnplötu sem mynda einn hring.
- Bakið marensinn við 100° C í 90 mín.
- Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marengsinn kólna í ofninum eða yfir nótt eins og ég geri gjarnan.
Súkkulaðirjómi:
- 120 g hvítt súkkulaði, smátt saxað
- 100 ml rjómi
- 500 ml rjómi
- Fersk ber, magn eftir smekk
Aðferð:
- Hitið 100 ml rjóma að suðu og hellið yfir hvítt súkkulaði. Leyfið að standa í 2 – 3 mínútur og hrærið upp í þar til silkimjúkt. Kælið vel.
- Þegar blandan er orðin köld setjið hana í hrærivélaskál og bætið 500 ml af rjóma saman við, stífþeytið rjómann.
- Setjið rjómann yfir marengskökuna. Skreytið með ferskum berjum og ljúffengri súkkulaðisósu.
After Eight súkkulaðisósa
- 100 g suðusúkkulaði
- 70 g After Eight súkkulaði
- 2 dl rjómi
Aðferð:
- Bræðið súkkulaði í rjómanum við vægan hita, ef ykkur finnst sósan of þunn þá bætið þið meira súkkulaði saman við.
- Kælið sósuna alveg áður en þið berið hana fram með kökuni.

Einfalt jólakonfekt:
- 150 g dökkt súkkulaði
- 150 g hvítt súkkulaði
- Bismark brjóstykur
Aðferð:
- Byrjum á dökka súkkulaðinu, bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði dreifið því á bökunarpappír og kælið.
- Því næst bræðum við hvíta súkkulaðið ofan á dökka súkkulaðið og saxið niður bismark brjóstsykur og dreifið yfir. Kælið mjög vel og brjótið síðan niður í litla bita.
Tilvalið í jólapakkann!
