Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 23:09 Delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í dreifingu í Bandaríkjunum. AP/Steven Senne Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að ástandið vestanhafs sé slæmt. Delta-afbrigðið sé enn í uppsveiflu og því sé í raun tvöföld bylgja að skella á Bandaríkjunum. „Það er áhyggjuefni, því sjúkrahús eru full fyrir. Starfsfólk er þreytt,“ sagði Dr. Jacob Lemieux við fréttaveituna. Hann sagði ómíkron-afbrigðið geta gert slæmt slæmt ástand verra. Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum er kominn yfir átta hundrað þúsund og er hvergi hærri. Stór bylgja virðist vera að hefjast í Bandaríkjunum og víða um heim vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjá einnig: Átta hundruð þúsund látnir í Bandaríkjunum Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 50.341.524 smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé. Af þeim hafa 802.014 dáið. Í frétt New York Times segir að nýsmituðum fari hratt fjölgandi víða í Bandaríkjunum og heilbrigðiskerfi séu undir miklu álagi. Um 1.200 manns deyi á dag vegna Covid-19 og þeim hafi farið fjölgandi. Enn er óljóst hvaða áhrif ómíkron-afbrigðið mun hafa á fólk, heilt yfir, en vísbendingar eru uppi um að afbrigðið valdi mildari einkennum en delta-afbrigðið, sem er ráðandi víðast hvar um heiminn. Chris Whitty, landlæknir Bretlands.AP/Tolga Akmen Bretar áhyggjufullir Chris Whitty, landlæknir Englands, sagði í dag að innlögnum á sjúkrahús myndi fjölga mjög í Bretlandi á komandi vikum. Það væri óhjákvæmilegt vegna undraverðar dreifingu ómíkron-afbrigðisins þar. Bretar tilkynntu í dag að 78.610 hefðu greinst smitaðir þar á undanförnum sólarhring en sú tala hefur aldrei verið hærri. Whitty sagði að þetta met yrði líklegast slegið ítrekað á næstu vikum og það fæli í sér að innlögnum myndi fjölga einnig, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði Breta standa frammi fyrir alvarlegri ógn. Bandaríkin England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mary prinsessa greindist með COVID-19 Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag. 15. desember 2021 14:23 Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13. desember 2021 21:18 Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13. desember 2021 14:02 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að ástandið vestanhafs sé slæmt. Delta-afbrigðið sé enn í uppsveiflu og því sé í raun tvöföld bylgja að skella á Bandaríkjunum. „Það er áhyggjuefni, því sjúkrahús eru full fyrir. Starfsfólk er þreytt,“ sagði Dr. Jacob Lemieux við fréttaveituna. Hann sagði ómíkron-afbrigðið geta gert slæmt slæmt ástand verra. Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum er kominn yfir átta hundrað þúsund og er hvergi hærri. Stór bylgja virðist vera að hefjast í Bandaríkjunum og víða um heim vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjá einnig: Átta hundruð þúsund látnir í Bandaríkjunum Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 50.341.524 smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé. Af þeim hafa 802.014 dáið. Í frétt New York Times segir að nýsmituðum fari hratt fjölgandi víða í Bandaríkjunum og heilbrigðiskerfi séu undir miklu álagi. Um 1.200 manns deyi á dag vegna Covid-19 og þeim hafi farið fjölgandi. Enn er óljóst hvaða áhrif ómíkron-afbrigðið mun hafa á fólk, heilt yfir, en vísbendingar eru uppi um að afbrigðið valdi mildari einkennum en delta-afbrigðið, sem er ráðandi víðast hvar um heiminn. Chris Whitty, landlæknir Bretlands.AP/Tolga Akmen Bretar áhyggjufullir Chris Whitty, landlæknir Englands, sagði í dag að innlögnum á sjúkrahús myndi fjölga mjög í Bretlandi á komandi vikum. Það væri óhjákvæmilegt vegna undraverðar dreifingu ómíkron-afbrigðisins þar. Bretar tilkynntu í dag að 78.610 hefðu greinst smitaðir þar á undanförnum sólarhring en sú tala hefur aldrei verið hærri. Whitty sagði að þetta met yrði líklegast slegið ítrekað á næstu vikum og það fæli í sér að innlögnum myndi fjölga einnig, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði Breta standa frammi fyrir alvarlegri ógn.
Bandaríkin England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mary prinsessa greindist með COVID-19 Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag. 15. desember 2021 14:23 Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13. desember 2021 21:18 Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13. desember 2021 14:02 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Mary prinsessa greindist með COVID-19 Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag. 15. desember 2021 14:23
Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13. desember 2021 21:18
Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13. desember 2021 14:02
Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21