Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 23:09 Delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í dreifingu í Bandaríkjunum. AP/Steven Senne Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að ástandið vestanhafs sé slæmt. Delta-afbrigðið sé enn í uppsveiflu og því sé í raun tvöföld bylgja að skella á Bandaríkjunum. „Það er áhyggjuefni, því sjúkrahús eru full fyrir. Starfsfólk er þreytt,“ sagði Dr. Jacob Lemieux við fréttaveituna. Hann sagði ómíkron-afbrigðið geta gert slæmt slæmt ástand verra. Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum er kominn yfir átta hundrað þúsund og er hvergi hærri. Stór bylgja virðist vera að hefjast í Bandaríkjunum og víða um heim vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjá einnig: Átta hundruð þúsund látnir í Bandaríkjunum Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 50.341.524 smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé. Af þeim hafa 802.014 dáið. Í frétt New York Times segir að nýsmituðum fari hratt fjölgandi víða í Bandaríkjunum og heilbrigðiskerfi séu undir miklu álagi. Um 1.200 manns deyi á dag vegna Covid-19 og þeim hafi farið fjölgandi. Enn er óljóst hvaða áhrif ómíkron-afbrigðið mun hafa á fólk, heilt yfir, en vísbendingar eru uppi um að afbrigðið valdi mildari einkennum en delta-afbrigðið, sem er ráðandi víðast hvar um heiminn. Chris Whitty, landlæknir Bretlands.AP/Tolga Akmen Bretar áhyggjufullir Chris Whitty, landlæknir Englands, sagði í dag að innlögnum á sjúkrahús myndi fjölga mjög í Bretlandi á komandi vikum. Það væri óhjákvæmilegt vegna undraverðar dreifingu ómíkron-afbrigðisins þar. Bretar tilkynntu í dag að 78.610 hefðu greinst smitaðir þar á undanförnum sólarhring en sú tala hefur aldrei verið hærri. Whitty sagði að þetta met yrði líklegast slegið ítrekað á næstu vikum og það fæli í sér að innlögnum myndi fjölga einnig, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði Breta standa frammi fyrir alvarlegri ógn. Bandaríkin England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mary prinsessa greindist með COVID-19 Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag. 15. desember 2021 14:23 Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13. desember 2021 21:18 Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13. desember 2021 14:02 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að ástandið vestanhafs sé slæmt. Delta-afbrigðið sé enn í uppsveiflu og því sé í raun tvöföld bylgja að skella á Bandaríkjunum. „Það er áhyggjuefni, því sjúkrahús eru full fyrir. Starfsfólk er þreytt,“ sagði Dr. Jacob Lemieux við fréttaveituna. Hann sagði ómíkron-afbrigðið geta gert slæmt slæmt ástand verra. Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum er kominn yfir átta hundrað þúsund og er hvergi hærri. Stór bylgja virðist vera að hefjast í Bandaríkjunum og víða um heim vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjá einnig: Átta hundruð þúsund látnir í Bandaríkjunum Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 50.341.524 smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé. Af þeim hafa 802.014 dáið. Í frétt New York Times segir að nýsmituðum fari hratt fjölgandi víða í Bandaríkjunum og heilbrigðiskerfi séu undir miklu álagi. Um 1.200 manns deyi á dag vegna Covid-19 og þeim hafi farið fjölgandi. Enn er óljóst hvaða áhrif ómíkron-afbrigðið mun hafa á fólk, heilt yfir, en vísbendingar eru uppi um að afbrigðið valdi mildari einkennum en delta-afbrigðið, sem er ráðandi víðast hvar um heiminn. Chris Whitty, landlæknir Bretlands.AP/Tolga Akmen Bretar áhyggjufullir Chris Whitty, landlæknir Englands, sagði í dag að innlögnum á sjúkrahús myndi fjölga mjög í Bretlandi á komandi vikum. Það væri óhjákvæmilegt vegna undraverðar dreifingu ómíkron-afbrigðisins þar. Bretar tilkynntu í dag að 78.610 hefðu greinst smitaðir þar á undanförnum sólarhring en sú tala hefur aldrei verið hærri. Whitty sagði að þetta met yrði líklegast slegið ítrekað á næstu vikum og það fæli í sér að innlögnum myndi fjölga einnig, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði Breta standa frammi fyrir alvarlegri ógn.
Bandaríkin England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mary prinsessa greindist með COVID-19 Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag. 15. desember 2021 14:23 Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13. desember 2021 21:18 Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13. desember 2021 14:02 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Mary prinsessa greindist með COVID-19 Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag. 15. desember 2021 14:23
Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13. desember 2021 21:18
Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13. desember 2021 14:02
Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21