Arnari varð ekki að ósk sinni: Ferðast 17.000 kílómetra á tveimur vikum Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 11:31 Arnar Þór Viðarsson verður á faraldsfæti í júní þegar keppni í Þjóðadeildinni hefst með fjórum leikjum á tveimur vikum. EPA-EFE/Friedemann Vogel Ef horft er til ferðakostnaðar og koltvísýringslosunar þá hefði niðurstaðan varðandi íslenska landsliðið vart getað orðið verri þegar dregið var í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í fótbolta í gær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hjálpar svo ekki til með leikjaniðurröðun sinni. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Ísrael, Rússlandi og Albaníu, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir fyrstu leikirnir verða á tveimur vikum í júní, til skiptis heima og að heiman. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi strax eftir dráttinn og kvaðst þá vonast til þess að Ísland fengi að spila tvo heimaleiki eða tvo útileiki í röð, til að draga aðeins úr ferðalögunum sem keppninni fylgja. Honum varð ekki að ósk sinni. UEFA hefur nú raðað niður leikjunum og svona er leikjadagskrá Íslands: Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45 Þetta þýðir að á fyrstu tveimur vikum júnímánaðar munu Arnar og hans nýi aðstoðarþjálfari, sem vonir standa til að verði ráðinn fyrir árslok, vera á miklu flakki ásamt leikmönnum íslenska landsliðsins til að spila fjóra leiki. Mikið ferðalag Miðað við ferðalag frá Íslandi til Ísraels í fyrsta leik, heim aftur fyrir leik tvö, ferð til Moskvu í þriðja leik og heim aftur fyrir heimaleikinn við Ísrael 13. júní, ferðast íslenski hópurinn um það bil 17.000 kílómetra, miðað við beint flug. Áður en leikjadagskráin lá fyrir sagði Arnar í gær: „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum, og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okkar batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ Efsta lið riðilsins í lok riðlakeppninnar í september vinnur sér sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar en neðsta liðið fellur í C-deild. UEFA hefur ekki gefið út hvaða áhrif Þjóðadeildin mun hafa á undankeppni EM 2024 en það á að vera orðið ljóst áður en keppni í Þjóðadeildinni hefst í júní. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Ísrael, Rússlandi og Albaníu, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir fyrstu leikirnir verða á tveimur vikum í júní, til skiptis heima og að heiman. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi strax eftir dráttinn og kvaðst þá vonast til þess að Ísland fengi að spila tvo heimaleiki eða tvo útileiki í röð, til að draga aðeins úr ferðalögunum sem keppninni fylgja. Honum varð ekki að ósk sinni. UEFA hefur nú raðað niður leikjunum og svona er leikjadagskrá Íslands: Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45 Þetta þýðir að á fyrstu tveimur vikum júnímánaðar munu Arnar og hans nýi aðstoðarþjálfari, sem vonir standa til að verði ráðinn fyrir árslok, vera á miklu flakki ásamt leikmönnum íslenska landsliðsins til að spila fjóra leiki. Mikið ferðalag Miðað við ferðalag frá Íslandi til Ísraels í fyrsta leik, heim aftur fyrir leik tvö, ferð til Moskvu í þriðja leik og heim aftur fyrir heimaleikinn við Ísrael 13. júní, ferðast íslenski hópurinn um það bil 17.000 kílómetra, miðað við beint flug. Áður en leikjadagskráin lá fyrir sagði Arnar í gær: „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum, og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okkar batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ Efsta lið riðilsins í lok riðlakeppninnar í september vinnur sér sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar en neðsta liðið fellur í C-deild. UEFA hefur ekki gefið út hvaða áhrif Þjóðadeildin mun hafa á undankeppni EM 2024 en það á að vera orðið ljóst áður en keppni í Þjóðadeildinni hefst í júní.
Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Sjá meira