Á annan tug umsagna vegna stækkunar áforma Ísteka Telma Tómasson skrifar 17. desember 2021 11:01 Arnþór Guðlaugsson er framkvæmdastjóri Ísteka. Hann hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna starfsemi fyrirtækisins undanfarnar vikur. Vísir/Elín Þrettán umsagnir hafa borist Umhverfisstofnun (UST) vegna tillögu að starfsleyfi fyrir stækkun Ísteka, fyrirtæki sem vinnur frjósemisaukandi hormón úr blóði hryssa (eCG) og rekur blóðmerabújarðir hér á landi. Fréttastofu er kunnugt um að fleiri umsagnir séu í vinnslu, en frestur til að skila inn athugasemdum rennur úr 22. desember. Í svari frá Umhverfisstofnun segir að farið verði yfir innkomnar athugasemdir eftir að auglýsingatímanum lýkur og afstaða tekin til þeirra. Ákvörðun um útgáfu starsleyfis verði síðan tekin innan fjögura vikna frá lok auglýsingatíma, eftir því sem segir í svari UST. Þar segir jafnframt að Ísteka sæki um starfsleyfi fyrir núverandi lyfjaverksmiðju fyrirtækisins við Grensásveg. Tillagan sem UST auglýsir gerir ráð fyrir „að heimilt verði að framleiða allt að 20 kg/ári af lyfjaefni (afurð) úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa.“ Þetta kemur einnig fram í greinargerð fyrirtækisins sem fylgir tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna framtíðar stækkunar eins og greint var frá í frétt í Kjarnanum í maí. Engin konkret plön Ísteka framleiðir sem stendur 10 kíló af frjósemislyfinu eCG og væri þetta því tvöföldun á starfseminni. Blóðmerar í stóðum á 119 búum á landinu, einkum á Suður – og Norðurlandi, eru rúmlega 5000 talsins og yrði að fjölga þeim verulega. Þegar fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis óskaði eftir staðfestingu á þessum fyrirætlunum frá Arnþóri Guðlaugssyni, framkvæmdastjóra Ísteka, þann 26. nóvember síðastliðinn var dregið heldur í land. „Ísteka hefur verið í hægum en jöfnum vaxtarfasa seinustu ár og tekið var tillit til þess að sú þróun kynni að halda áfram við vinnu við starfsleyfi þótt ekki liggi fyrir nein konkret plön um stækkun,“ segir í svari Arnþórs. Pósturinn var sendur í tilefni af spurningum fréttastofu eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB höfðu birt myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku og meint dýraníð sem Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar. „Útflutningstekjur sem eru til komnar af sölu á fullunninni vöru Ísteka eru tæpir tveir milljarðar króna á ársgrundvelli,“ kemur fram í tölvupóstinum frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Vöxtur Ísteka hefur verið stórfelldur síðustu ár og hefur afkoman ríflega sjöfaldast á fjórum árum, eins og segir í frétt Viðskiptablaðsins. Vísir fjallaði um það fyrir skemmstu að Ísteka ætti sjálft hundruð blóðmera og í frétt Bændablaðsins segir að fyrirtækið sé umfangsmesti hestaeigandi landsins. Tillaga um starfsleyfi til útvíkkunar starfseminnar ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar til og með 22. desember, eins og fyrr segir. Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47 „Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. 8. desember 2021 23:06 Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Í svari frá Umhverfisstofnun segir að farið verði yfir innkomnar athugasemdir eftir að auglýsingatímanum lýkur og afstaða tekin til þeirra. Ákvörðun um útgáfu starsleyfis verði síðan tekin innan fjögura vikna frá lok auglýsingatíma, eftir því sem segir í svari UST. Þar segir jafnframt að Ísteka sæki um starfsleyfi fyrir núverandi lyfjaverksmiðju fyrirtækisins við Grensásveg. Tillagan sem UST auglýsir gerir ráð fyrir „að heimilt verði að framleiða allt að 20 kg/ári af lyfjaefni (afurð) úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa.“ Þetta kemur einnig fram í greinargerð fyrirtækisins sem fylgir tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna framtíðar stækkunar eins og greint var frá í frétt í Kjarnanum í maí. Engin konkret plön Ísteka framleiðir sem stendur 10 kíló af frjósemislyfinu eCG og væri þetta því tvöföldun á starfseminni. Blóðmerar í stóðum á 119 búum á landinu, einkum á Suður – og Norðurlandi, eru rúmlega 5000 talsins og yrði að fjölga þeim verulega. Þegar fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis óskaði eftir staðfestingu á þessum fyrirætlunum frá Arnþóri Guðlaugssyni, framkvæmdastjóra Ísteka, þann 26. nóvember síðastliðinn var dregið heldur í land. „Ísteka hefur verið í hægum en jöfnum vaxtarfasa seinustu ár og tekið var tillit til þess að sú þróun kynni að halda áfram við vinnu við starfsleyfi þótt ekki liggi fyrir nein konkret plön um stækkun,“ segir í svari Arnþórs. Pósturinn var sendur í tilefni af spurningum fréttastofu eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB höfðu birt myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku og meint dýraníð sem Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar. „Útflutningstekjur sem eru til komnar af sölu á fullunninni vöru Ísteka eru tæpir tveir milljarðar króna á ársgrundvelli,“ kemur fram í tölvupóstinum frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Vöxtur Ísteka hefur verið stórfelldur síðustu ár og hefur afkoman ríflega sjöfaldast á fjórum árum, eins og segir í frétt Viðskiptablaðsins. Vísir fjallaði um það fyrir skemmstu að Ísteka ætti sjálft hundruð blóðmera og í frétt Bændablaðsins segir að fyrirtækið sé umfangsmesti hestaeigandi landsins. Tillaga um starfsleyfi til útvíkkunar starfseminnar ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar til og með 22. desember, eins og fyrr segir.
Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47 „Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. 8. desember 2021 23:06 Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
„Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47
„Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. 8. desember 2021 23:06
Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37