Á annan tug umsagna vegna stækkunar áforma Ísteka Telma Tómasson skrifar 17. desember 2021 11:01 Arnþór Guðlaugsson er framkvæmdastjóri Ísteka. Hann hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna starfsemi fyrirtækisins undanfarnar vikur. Vísir/Elín Þrettán umsagnir hafa borist Umhverfisstofnun (UST) vegna tillögu að starfsleyfi fyrir stækkun Ísteka, fyrirtæki sem vinnur frjósemisaukandi hormón úr blóði hryssa (eCG) og rekur blóðmerabújarðir hér á landi. Fréttastofu er kunnugt um að fleiri umsagnir séu í vinnslu, en frestur til að skila inn athugasemdum rennur úr 22. desember. Í svari frá Umhverfisstofnun segir að farið verði yfir innkomnar athugasemdir eftir að auglýsingatímanum lýkur og afstaða tekin til þeirra. Ákvörðun um útgáfu starsleyfis verði síðan tekin innan fjögura vikna frá lok auglýsingatíma, eftir því sem segir í svari UST. Þar segir jafnframt að Ísteka sæki um starfsleyfi fyrir núverandi lyfjaverksmiðju fyrirtækisins við Grensásveg. Tillagan sem UST auglýsir gerir ráð fyrir „að heimilt verði að framleiða allt að 20 kg/ári af lyfjaefni (afurð) úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa.“ Þetta kemur einnig fram í greinargerð fyrirtækisins sem fylgir tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna framtíðar stækkunar eins og greint var frá í frétt í Kjarnanum í maí. Engin konkret plön Ísteka framleiðir sem stendur 10 kíló af frjósemislyfinu eCG og væri þetta því tvöföldun á starfseminni. Blóðmerar í stóðum á 119 búum á landinu, einkum á Suður – og Norðurlandi, eru rúmlega 5000 talsins og yrði að fjölga þeim verulega. Þegar fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis óskaði eftir staðfestingu á þessum fyrirætlunum frá Arnþóri Guðlaugssyni, framkvæmdastjóra Ísteka, þann 26. nóvember síðastliðinn var dregið heldur í land. „Ísteka hefur verið í hægum en jöfnum vaxtarfasa seinustu ár og tekið var tillit til þess að sú þróun kynni að halda áfram við vinnu við starfsleyfi þótt ekki liggi fyrir nein konkret plön um stækkun,“ segir í svari Arnþórs. Pósturinn var sendur í tilefni af spurningum fréttastofu eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB höfðu birt myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku og meint dýraníð sem Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar. „Útflutningstekjur sem eru til komnar af sölu á fullunninni vöru Ísteka eru tæpir tveir milljarðar króna á ársgrundvelli,“ kemur fram í tölvupóstinum frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Vöxtur Ísteka hefur verið stórfelldur síðustu ár og hefur afkoman ríflega sjöfaldast á fjórum árum, eins og segir í frétt Viðskiptablaðsins. Vísir fjallaði um það fyrir skemmstu að Ísteka ætti sjálft hundruð blóðmera og í frétt Bændablaðsins segir að fyrirtækið sé umfangsmesti hestaeigandi landsins. Tillaga um starfsleyfi til útvíkkunar starfseminnar ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar til og með 22. desember, eins og fyrr segir. Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47 „Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. 8. desember 2021 23:06 Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Í svari frá Umhverfisstofnun segir að farið verði yfir innkomnar athugasemdir eftir að auglýsingatímanum lýkur og afstaða tekin til þeirra. Ákvörðun um útgáfu starsleyfis verði síðan tekin innan fjögura vikna frá lok auglýsingatíma, eftir því sem segir í svari UST. Þar segir jafnframt að Ísteka sæki um starfsleyfi fyrir núverandi lyfjaverksmiðju fyrirtækisins við Grensásveg. Tillagan sem UST auglýsir gerir ráð fyrir „að heimilt verði að framleiða allt að 20 kg/ári af lyfjaefni (afurð) úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa.“ Þetta kemur einnig fram í greinargerð fyrirtækisins sem fylgir tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna framtíðar stækkunar eins og greint var frá í frétt í Kjarnanum í maí. Engin konkret plön Ísteka framleiðir sem stendur 10 kíló af frjósemislyfinu eCG og væri þetta því tvöföldun á starfseminni. Blóðmerar í stóðum á 119 búum á landinu, einkum á Suður – og Norðurlandi, eru rúmlega 5000 talsins og yrði að fjölga þeim verulega. Þegar fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis óskaði eftir staðfestingu á þessum fyrirætlunum frá Arnþóri Guðlaugssyni, framkvæmdastjóra Ísteka, þann 26. nóvember síðastliðinn var dregið heldur í land. „Ísteka hefur verið í hægum en jöfnum vaxtarfasa seinustu ár og tekið var tillit til þess að sú þróun kynni að halda áfram við vinnu við starfsleyfi þótt ekki liggi fyrir nein konkret plön um stækkun,“ segir í svari Arnþórs. Pósturinn var sendur í tilefni af spurningum fréttastofu eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB höfðu birt myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku og meint dýraníð sem Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar. „Útflutningstekjur sem eru til komnar af sölu á fullunninni vöru Ísteka eru tæpir tveir milljarðar króna á ársgrundvelli,“ kemur fram í tölvupóstinum frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Vöxtur Ísteka hefur verið stórfelldur síðustu ár og hefur afkoman ríflega sjöfaldast á fjórum árum, eins og segir í frétt Viðskiptablaðsins. Vísir fjallaði um það fyrir skemmstu að Ísteka ætti sjálft hundruð blóðmera og í frétt Bændablaðsins segir að fyrirtækið sé umfangsmesti hestaeigandi landsins. Tillaga um starfsleyfi til útvíkkunar starfseminnar ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar til og með 22. desember, eins og fyrr segir.
Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47 „Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. 8. desember 2021 23:06 Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47
„Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. 8. desember 2021 23:06
Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37