Jón Gunnlaugur: Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. desember 2021 20:15 Jón Gunnlaugur, þjálfari Víkings var sáttur með seinni hálfleikinn í dag Vísir:Hulda Margrét Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings í handbolta, var ósáttur með fyrri hálfleikinn en töluvert sáttari með þann seinni þegar að liðið tapaði á móti KA í 13. umferð Olís-deildar karla í kvöld. „Mér fannst bara eitt lið komið í jólafrí eftir fyrri hálfleik og eitt lið sem ætlaði sér að taka tvö stig. Það vantaði allt hjá okkur fyrstu 30 mínúturnar, vörn, markvörslu, sókn. Tölfræðiblaðið var bara tómt.“ Það var ekki sjón að sjá spilamennsku Víkinga í fyrri hálfleik og voru þeir 12 mörkum undir í hálfleik, 18-6. Þeir tóku hinsvegar við sér í seinni og var allt annað að sjá liðið. „Við erum búnir að vera með leikmenn sem eru tæpir og meiddir. Við erum búnir að spila leikkerfi og æfa okkur á keilur. Þegar við mætum loksins almennilegri vörn þá bökkum við og erum ragir. Við erum að skjóta illa á markið og erum ekki að klukka. Við fórum í 7 á 6 sem gekk frábærlega og seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Það vill oft verða þannig hjá liðunum í neðstu sætunum að það vill verða rússíbani. Við erum búnir að vera flottir upp á síðkastið en þetta var ákveðin skellur í dag.“ Hamza var ekki með í kvöld en hann meiddist á móti Stjörnunni. Nú er hinsvegar staða mála svoleiðis að Afturelding er búin að rifta samningnum við Hamza og hann víst á leiðinni til Katar án vitundar Víkings. „Hamza meiðist hérna eftir 14. mínútur á móti Stjörnunni og er ekki með í seinasta leik og ekki núna. Ég veit ekki betur en að Afturelding sé búin að rifta við hann og þeir eru ekki búnir að hafa samband við okkur varðandi það. Mér skilst að hann sé að fara til Katar að spila þar. Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin sem voru hinumegin við borðið. Þetta endurspeglar sér í mörgu.“ Nú er að koma jóla- og landsleikja hlé og ætla Víkingar að nýta tímann vel og mæta tvíelfdir til leiks í febrúar. „Það er búið að vera mikill stígandi hjá okkur. Liðið sem tók leiki 3-8 er allt annað en liðið sem er búið að spila hérna upp á síðkastið. Maður getur ekki verið annað en bjartsýnn en það er mikil vinna framundan og við þurfum að vinna í okkar málum í janúar. Mæta tvíelfdir til leiks í febrúar.“ Handbolti Íslenski handboltinn Víkingur Reykjavík Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. 17. desember 2021 20:57 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Sjá meira
„Mér fannst bara eitt lið komið í jólafrí eftir fyrri hálfleik og eitt lið sem ætlaði sér að taka tvö stig. Það vantaði allt hjá okkur fyrstu 30 mínúturnar, vörn, markvörslu, sókn. Tölfræðiblaðið var bara tómt.“ Það var ekki sjón að sjá spilamennsku Víkinga í fyrri hálfleik og voru þeir 12 mörkum undir í hálfleik, 18-6. Þeir tóku hinsvegar við sér í seinni og var allt annað að sjá liðið. „Við erum búnir að vera með leikmenn sem eru tæpir og meiddir. Við erum búnir að spila leikkerfi og æfa okkur á keilur. Þegar við mætum loksins almennilegri vörn þá bökkum við og erum ragir. Við erum að skjóta illa á markið og erum ekki að klukka. Við fórum í 7 á 6 sem gekk frábærlega og seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Það vill oft verða þannig hjá liðunum í neðstu sætunum að það vill verða rússíbani. Við erum búnir að vera flottir upp á síðkastið en þetta var ákveðin skellur í dag.“ Hamza var ekki með í kvöld en hann meiddist á móti Stjörnunni. Nú er hinsvegar staða mála svoleiðis að Afturelding er búin að rifta samningnum við Hamza og hann víst á leiðinni til Katar án vitundar Víkings. „Hamza meiðist hérna eftir 14. mínútur á móti Stjörnunni og er ekki með í seinasta leik og ekki núna. Ég veit ekki betur en að Afturelding sé búin að rifta við hann og þeir eru ekki búnir að hafa samband við okkur varðandi það. Mér skilst að hann sé að fara til Katar að spila þar. Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin sem voru hinumegin við borðið. Þetta endurspeglar sér í mörgu.“ Nú er að koma jóla- og landsleikja hlé og ætla Víkingar að nýta tímann vel og mæta tvíelfdir til leiks í febrúar. „Það er búið að vera mikill stígandi hjá okkur. Liðið sem tók leiki 3-8 er allt annað en liðið sem er búið að spila hérna upp á síðkastið. Maður getur ekki verið annað en bjartsýnn en það er mikil vinna framundan og við þurfum að vinna í okkar málum í janúar. Mæta tvíelfdir til leiks í febrúar.“
Handbolti Íslenski handboltinn Víkingur Reykjavík Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. 17. desember 2021 20:57 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. 17. desember 2021 20:57