Fótbolti

Bayern München jók forskot sitt á toppnum með stórsigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bayern München er með níu stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.
Bayern München er með níu stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Joosep Martinson/Getty Images

Bayern München er nú með níu stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-0 sigur gegn Wolfsburg í kvöld.

Thomas Müller kom heimamönnum í Bayern yfir strax á sjöundu mínútu, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.

Müller lagði svo upp annað mark liðsins fyrir Dayot Upamecano á 57. mínútu áður en Leroy Sane kom heimamönnum í 3-0 tveimur mínútum síðar.

Pólska markamaskínan Robert Lewandowski gulltryggði síðan 4-0 sigur heimamanna tveimur mínútum fyrir leikslok.

Lík og áður segir Bayern á toppi þýsku deildarinnar með níu stiga forskot á Borussia Dortmund sem situr í öðru sæti, en Bayern hefur leikið einum leik meira. Liðið er með 43 stig eftir 17 leiki. 

Wolfsburg situr hins vegar í 12. sæti deildarinnar með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×