Vindlarnir snúa aftur í Björkina: „Gömul hefð sem fólk vill geta gengið að“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 17:42 Björkin hefur verið að stafla sig upp á síðkastið fyrir komandi hátíðir. vísir/vilhelm Tóbaksverslunin Björkin er aftur farin að selja vindla eftir rúmlega hálfs árs hlé. Margir hafa velt fyrir sér hvort verslunin sé að loka dyrum sínum endanlega eftir 94 ára rekstur en eigandinn segir að svo sé ekki þó breytingar á rekstrinum séu væntanlegar á næsta ári. Hann vill ekki fara nákvæmlega út í hverjar þær breytingar verða en segir að þær verði kynntar snemma næsta árs. En þangað til verður Björkin áfram gamla góða vindlaverslunin. Búðin hefur verið tóm og var lokað í stutta stund í síðustu viku. Hún hefur nú opnað á ný og mun þar allt fyllast af vindlum á næstu dögum. Þetta skilti blasti við þeim sem ætluðu að kaupa sér vindla í Björkinni í lok vikunnar. vísir/vilhelm „Ég þurfti að tæma búðina af öllum vörunum til að rýmka um fyrir vindlunum nú í desember. Og það er bara gert til að viðhalda gömlu góðu þjónustunni. Þetta er gömul hefð sem fólk vill geta gengið að og ég ætla nú ekki að vera hataðasti maður jólanna,“ segir Jóhann Thulin Johansen eigandi verslunarinnar, sem flestir þekkja einfaldlega sem Túlla, léttur í bragði. Tæmdu búðina til að rýmka til fyrir vindlum Það hefur líklega ekki farið fram hjá föstum viðskiptavinum Bjarkarinnar að búðin var farin að færa sig í túristalegri átt, með sölu á ýmsum túristavörum þó áfram væri þar tenging við tóbaksvörur. Í vor hætti hún síðan að bjóða upp á vindla. „Þetta er bara búin að vera smá pása síðan í vor, svona endurskipulagning á fyrirkomulagi búðarinnar. Þannig ég er búinn að vera tóbakslaus síðan í apríl eða maí. En sem betur fer tókst að snúa málinu þannig að það verður hægt að ganga að vindlum hjá okkur allavega út desember,“ segir Túlli Á meðan ekki var hægt að fá vindla í tóbaksversluninni var dyggum viðskiptavinum Bjarkarinnar beint að annarri verslun í Skútuvogi. Túlli vill ekki gefa upp hvaða breytingar séu í vændum á rekstrinum en lofar því að hægt verði að ganga að gömlu góðu Björkinni með sínum vindlum fram yfir hátíðirnar. Áfengi og tóbak Reykjavík Jól Verslun Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Hann vill ekki fara nákvæmlega út í hverjar þær breytingar verða en segir að þær verði kynntar snemma næsta árs. En þangað til verður Björkin áfram gamla góða vindlaverslunin. Búðin hefur verið tóm og var lokað í stutta stund í síðustu viku. Hún hefur nú opnað á ný og mun þar allt fyllast af vindlum á næstu dögum. Þetta skilti blasti við þeim sem ætluðu að kaupa sér vindla í Björkinni í lok vikunnar. vísir/vilhelm „Ég þurfti að tæma búðina af öllum vörunum til að rýmka um fyrir vindlunum nú í desember. Og það er bara gert til að viðhalda gömlu góðu þjónustunni. Þetta er gömul hefð sem fólk vill geta gengið að og ég ætla nú ekki að vera hataðasti maður jólanna,“ segir Jóhann Thulin Johansen eigandi verslunarinnar, sem flestir þekkja einfaldlega sem Túlla, léttur í bragði. Tæmdu búðina til að rýmka til fyrir vindlum Það hefur líklega ekki farið fram hjá föstum viðskiptavinum Bjarkarinnar að búðin var farin að færa sig í túristalegri átt, með sölu á ýmsum túristavörum þó áfram væri þar tenging við tóbaksvörur. Í vor hætti hún síðan að bjóða upp á vindla. „Þetta er bara búin að vera smá pása síðan í vor, svona endurskipulagning á fyrirkomulagi búðarinnar. Þannig ég er búinn að vera tóbakslaus síðan í apríl eða maí. En sem betur fer tókst að snúa málinu þannig að það verður hægt að ganga að vindlum hjá okkur allavega út desember,“ segir Túlli Á meðan ekki var hægt að fá vindla í tóbaksversluninni var dyggum viðskiptavinum Bjarkarinnar beint að annarri verslun í Skútuvogi. Túlli vill ekki gefa upp hvaða breytingar séu í vændum á rekstrinum en lofar því að hægt verði að ganga að gömlu góðu Björkinni með sínum vindlum fram yfir hátíðirnar.
Áfengi og tóbak Reykjavík Jól Verslun Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira