Sá besti mætti allur krambúleraður í framan eftir slys í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 12:00 Hafþór Már Vignisson mætti í viðtalið en sýndi slæmu hliðina eftir slysið í Vestmannaeyjum. S2 Sport. Seinni bylgjan valdi Stjörnumanninn Hafþór Már Vignisson besta leikmann fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta og hann mætti í viðtal í jólaþættinum. „Besti leikmaður fyrri hlutans er Hafþór Már Vignisson. Hann er mættur til Naflans. Hann er allur í hakki,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, þegar hann kynnti inn viðtalið. Andri Már Eggertsson, betur þekktur sem Naflinn, tók viðtalið fyrir Seinni bylgjuna. Komu verðlaunin Hafþór á óvart? „Bara svona bæði og. Ég veit það ekki, erfið spurning,“ sagði Hafþór Már Vignisson. Kom sterkur til baka Naflinn afhenti verðlaunin og tók viðtalið við Hafþór.S2 Sport Hafþór missti mikið úr á síðasta tímabili vegna meiðsla en hefur komið mjög sterkur til baka í ár. „Þegar maður fer í svona nýtt lið. Ég var nýkominn í Stjörnuna og svo missti ég úr helminginn af leikjunum. Þá fer maður í næsta tímabil staðráðinn að nýta undirbúningstímabilið og koma sér á gott ról á því. Reyna að spila sem best þá og koma á góðu skriði inn í tímabilið,“ sagði Hafþór Már. „Það er búið að virka vel. Ég er búinn að spila vel og spila mikið. Svo er maður búinn að vera að standa sig í þokkabót,“ sagði Hafþór. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafþór Má Vignisson Gerir voða mikið af fjölbreyttum hlutum „Ég myndi segja að ég væri að gera voða mikið af fjölbreyttum hlutum. Ég er ekki endilega alltaf markahæstur en ég er að spila sextíu mínútur í vörn og sókn. Ég er að leysa af miðjuna, skyttuna og tek stundum þristinn í vörninni. Ég bara fer í þau hlutverk sem ég er settur í. Svo er maður með stoðsendingar og eitthvað svona,“ sagði Hafþór. „Það má ekki gleyma því að við erum með mjög gott lið og ég er að njóta góðs af því að geta sent hann niður í horn og að við séum með níutíu prósent nýtingu þar. Svo klikkuðum við lítið á línunni og ég nýt því líka góðs af því að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Hafþór. Hafþór Már Vignisson skorar hér fyrir Stjörnuna í Olís deild karla í vetur.Vísir/Hulda Margrét Engin ástæða til að horfa niður En hvað getur Stjörnuliðið gert á þessu tímabili? „Núna erum við tveimur stigum frá toppnum í jólafríinu. Það segir okkur það að það er ekkert sem á að geta stoppað okkur. Við eigum ekkert að þurfa að vera eitthvað litla liðið í neinum leikjum. Við förum í restina af tímabilinu til að gera okkar besta og það er engin ástæða til að horfa niður þegar þú ert bara tveimur stigum frá toppnum. Við getum bara horft upp, það er styttra þangað,“ sagði Hafþór. Stjörnumenn náðu að klára síðustu vikuna fyrir jólafrí með góðum úrslitum en sá besti komst ekki alveg eins vel frá þessu. Hann mætti í viðtalið allur krambúleraður i framan og sagði söguna af því. Dýr ferð til Vestmanneyja „Það var gaman að fara í jólafrí með öll úrslitin en þetta var heldur betur dýr ferð fyrir mig til Vestmannaeyja. Það er búið að sminka svolítið yfir þetta,“ sagði Hafþór og sýndi andlitið sitt. „Við fórum til Vestmannaeyja á fimmtudaginn með Herjólfi og fórum deginum fyrr. Ég tek upp á því að fara á Hopp hlaupahjóli upp á hótel. Ég er á leiðinni niður brekku og sé hótelið en svo fer ég bara heljarstökk og lendi með andlitið á stéttinni,“ sagði Hafþór. „Þetta var pínu dýr ferð fyrir mig og svo fékk ég aðeins í hnéð í leiknum og svona. Jólafríið er til að slaka á held ég og hvíla sig,“ sagði Hafþór en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan úrvalsliðið sem Seinni bylgjan valdi. S2 Sport Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Besti leikmaður fyrri hlutans er Hafþór Már Vignisson. Hann er mættur til Naflans. Hann er allur í hakki,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, þegar hann kynnti inn viðtalið. Andri Már Eggertsson, betur þekktur sem Naflinn, tók viðtalið fyrir Seinni bylgjuna. Komu verðlaunin Hafþór á óvart? „Bara svona bæði og. Ég veit það ekki, erfið spurning,“ sagði Hafþór Már Vignisson. Kom sterkur til baka Naflinn afhenti verðlaunin og tók viðtalið við Hafþór.S2 Sport Hafþór missti mikið úr á síðasta tímabili vegna meiðsla en hefur komið mjög sterkur til baka í ár. „Þegar maður fer í svona nýtt lið. Ég var nýkominn í Stjörnuna og svo missti ég úr helminginn af leikjunum. Þá fer maður í næsta tímabil staðráðinn að nýta undirbúningstímabilið og koma sér á gott ról á því. Reyna að spila sem best þá og koma á góðu skriði inn í tímabilið,“ sagði Hafþór Már. „Það er búið að virka vel. Ég er búinn að spila vel og spila mikið. Svo er maður búinn að vera að standa sig í þokkabót,“ sagði Hafþór. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafþór Má Vignisson Gerir voða mikið af fjölbreyttum hlutum „Ég myndi segja að ég væri að gera voða mikið af fjölbreyttum hlutum. Ég er ekki endilega alltaf markahæstur en ég er að spila sextíu mínútur í vörn og sókn. Ég er að leysa af miðjuna, skyttuna og tek stundum þristinn í vörninni. Ég bara fer í þau hlutverk sem ég er settur í. Svo er maður með stoðsendingar og eitthvað svona,“ sagði Hafþór. „Það má ekki gleyma því að við erum með mjög gott lið og ég er að njóta góðs af því að geta sent hann niður í horn og að við séum með níutíu prósent nýtingu þar. Svo klikkuðum við lítið á línunni og ég nýt því líka góðs af því að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Hafþór. Hafþór Már Vignisson skorar hér fyrir Stjörnuna í Olís deild karla í vetur.Vísir/Hulda Margrét Engin ástæða til að horfa niður En hvað getur Stjörnuliðið gert á þessu tímabili? „Núna erum við tveimur stigum frá toppnum í jólafríinu. Það segir okkur það að það er ekkert sem á að geta stoppað okkur. Við eigum ekkert að þurfa að vera eitthvað litla liðið í neinum leikjum. Við förum í restina af tímabilinu til að gera okkar besta og það er engin ástæða til að horfa niður þegar þú ert bara tveimur stigum frá toppnum. Við getum bara horft upp, það er styttra þangað,“ sagði Hafþór. Stjörnumenn náðu að klára síðustu vikuna fyrir jólafrí með góðum úrslitum en sá besti komst ekki alveg eins vel frá þessu. Hann mætti í viðtalið allur krambúleraður i framan og sagði söguna af því. Dýr ferð til Vestmanneyja „Það var gaman að fara í jólafrí með öll úrslitin en þetta var heldur betur dýr ferð fyrir mig til Vestmannaeyja. Það er búið að sminka svolítið yfir þetta,“ sagði Hafþór og sýndi andlitið sitt. „Við fórum til Vestmannaeyja á fimmtudaginn með Herjólfi og fórum deginum fyrr. Ég tek upp á því að fara á Hopp hlaupahjóli upp á hótel. Ég er á leiðinni niður brekku og sé hótelið en svo fer ég bara heljarstökk og lendi með andlitið á stéttinni,“ sagði Hafþór. „Þetta var pínu dýr ferð fyrir mig og svo fékk ég aðeins í hnéð í leiknum og svona. Jólafríið er til að slaka á held ég og hvíla sig,“ sagði Hafþór en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan úrvalsliðið sem Seinni bylgjan valdi. S2 Sport
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira