Konur sem hata karla Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 20. desember 2021 10:30 Til eru hópur af konum, smáir hópar ef til vill, sem grípa hver einustu ummæli kvenna á samfélagsmiðlum eða frétt á fréttamiðli sem snertir meintan ofbeldismann ef fyrirsögnin er þannig og hengja einstaklinginn félagslega með ærumeiðingum og mannorðsmorði. Þær taka hann af lífi í samfélaginu og netinu. Þetta eru hópar eða hópur á Facebook eða Twitter sem berjast gegn ofbeldi með pennanum sínum og horfa aldrei hlutlaust á málið. Allir karlmenn eru sekir í þeirra augum og þær hópa sig saman, peppa hvor aðra upp og hugsa ekkert um afleiðingar orða sinna eða gjörða. Þær horfa aldrei á tvær hliðar málsins og taka það ekki til umhugsunar að konur eða kona beiti karlmenn andlegu og líkamlegu ofbeldi líka. Margar konur kunna á kerfið okkar og vita nákvæmlega hvað þær eiga að gera, hegða sér og segja til að láta sig líta á sig sem einungis fórnarlamb en ekki geranda. Konur beita karlmenn jafn miklu ofbeldi og karlmenn en svo virðist sem vera að einblítt er á ofbeldi karlmanna í fréttamiðlum og samfélaginu hvort sem hann er sekur eða ekki. Í þeirra augum er hann sekur og horfa ekki til þess að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð. Það er engin leið að rökræða við þær því karlmenn eru allir sekir í þeirra augum og þær eru fórnarlömb. Að auki vil ég benda á það að ef einhver er sekur þá á hann bara að gjalda fyrir það einu sinni, ekki fyrir lífstíð. Annað er óréttlæti og siðferðilega rangt hvort sem það á við um konu eða karlmann. Ég vil vitna í grein Lindu Sigríðar Baldvinsdóttur: https://www.mbl.is/smartland/pistlar/lindabald/2244815/ „Tilkynningar til ofbeldisdeildar Breska innanríkisráðuneytisins sýndu að karlar verða svo sannarlega fyrir heimilisofbeldi og tilkynntu „6% kvenna og 4% karla heimilisofbeldi í Bretlandi á einu ári sem jafngildir u.þ.b einni milljón kvenna og 600.000 karla.“ „Merkilegt þótti mér að þegar ég googlaði til að finna upplýsingar fyrir þessa grein og vildi fá upplýsingar um ofbeldi gegn karlmönnum þá komu nánast eingöngu upp greinar um ofbeldi gegn konum sem kannski segir okkur svolítið um það hversu falið þetta ofbeldi gegn körlum er í raun.“ Hér er ein af 6 tegundum ofbeldis kvenna sem hún nefnir en ekki má gleyma líkamlegu ofbeldi kvenna gegn körlum og gasljóstrun sem er mjög alvarlegt andlegt ofbeldi sem lætur einstaklinginn efast um sína eigin geðheilsu. „Tilfinningalegt ofbeldi eða stjórnun. Öllu ofbeldi fylgir líklega andlegt ofbeldi af einhverjum toga sama hvort við erum að tala um ofurstjórnun, líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Og merkilegt nokk þá er oft erfiðara að eiga við andlegt ofbeldi en líkamlegt þar sem fjölbreytileikinn í aðferðafræðinni er ótrúlega fjölbreyttur þar.“ Já konur beita ofbeldi í sama magni og karlmenn og nú gera þær það á netinu og brjóta persónuvernd og friðhelgi einstaklingsinsins. Eyðileggja líf hans og jafnvel feril og mannorð í samfélaginu. Ein frásögn í miðli eða frá konu er nóg til þess að þessar konur fái athygli sem fórnarlamb og ekki er hugsað um eða hlustað á meintan geranda og áhrifin sem svona hegðun hefur áhrif á fjölskyldu karlmannsins og vini. Margar konur verða fyrir mjög alvarlegu ofbeldi en karlmenn líka. En ekki má gleyma konum sem vilja athygli, vorkunn og lifa í fórnarlambs hlutverki og sem gætu verið með geðræn vandamál og eyðileggja líf manna með frásögnum sem ekki er hægt að styðja við eða hafa verið búnar til. Ég skrifa þennan pistil til að vekja athygli á stafrænu ofbeldi kvenna á netinu gegn karlmönnum. Það er komin tími til að hver og einn líti í eigin barm, hætti að vera dómari og láta réttarkerfið sjá um þessi mál ef þau fara svo langt. Tökum okkur öll saman í andlitinu og virkilega hugsum áður en við tölum. Það eru til konur sem hata karla og beita ofbeldi sem verður að hætta. Ég vona að þessi pistill veki fólk til umhugsunar að ekki er allt sem sýnist í svona málum og þá sérstaklega ekki á samfélagsmiðlum. Við erum með réttarkerfi og notum það á réttmætan hátt fyrir alla. Takk fyrir að lesa og vinnum saman í því að minnka ofbeldi á netinu og leysa upp dómstól götunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Til eru hópur af konum, smáir hópar ef til vill, sem grípa hver einustu ummæli kvenna á samfélagsmiðlum eða frétt á fréttamiðli sem snertir meintan ofbeldismann ef fyrirsögnin er þannig og hengja einstaklinginn félagslega með ærumeiðingum og mannorðsmorði. Þær taka hann af lífi í samfélaginu og netinu. Þetta eru hópar eða hópur á Facebook eða Twitter sem berjast gegn ofbeldi með pennanum sínum og horfa aldrei hlutlaust á málið. Allir karlmenn eru sekir í þeirra augum og þær hópa sig saman, peppa hvor aðra upp og hugsa ekkert um afleiðingar orða sinna eða gjörða. Þær horfa aldrei á tvær hliðar málsins og taka það ekki til umhugsunar að konur eða kona beiti karlmenn andlegu og líkamlegu ofbeldi líka. Margar konur kunna á kerfið okkar og vita nákvæmlega hvað þær eiga að gera, hegða sér og segja til að láta sig líta á sig sem einungis fórnarlamb en ekki geranda. Konur beita karlmenn jafn miklu ofbeldi og karlmenn en svo virðist sem vera að einblítt er á ofbeldi karlmanna í fréttamiðlum og samfélaginu hvort sem hann er sekur eða ekki. Í þeirra augum er hann sekur og horfa ekki til þess að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð. Það er engin leið að rökræða við þær því karlmenn eru allir sekir í þeirra augum og þær eru fórnarlömb. Að auki vil ég benda á það að ef einhver er sekur þá á hann bara að gjalda fyrir það einu sinni, ekki fyrir lífstíð. Annað er óréttlæti og siðferðilega rangt hvort sem það á við um konu eða karlmann. Ég vil vitna í grein Lindu Sigríðar Baldvinsdóttur: https://www.mbl.is/smartland/pistlar/lindabald/2244815/ „Tilkynningar til ofbeldisdeildar Breska innanríkisráðuneytisins sýndu að karlar verða svo sannarlega fyrir heimilisofbeldi og tilkynntu „6% kvenna og 4% karla heimilisofbeldi í Bretlandi á einu ári sem jafngildir u.þ.b einni milljón kvenna og 600.000 karla.“ „Merkilegt þótti mér að þegar ég googlaði til að finna upplýsingar fyrir þessa grein og vildi fá upplýsingar um ofbeldi gegn karlmönnum þá komu nánast eingöngu upp greinar um ofbeldi gegn konum sem kannski segir okkur svolítið um það hversu falið þetta ofbeldi gegn körlum er í raun.“ Hér er ein af 6 tegundum ofbeldis kvenna sem hún nefnir en ekki má gleyma líkamlegu ofbeldi kvenna gegn körlum og gasljóstrun sem er mjög alvarlegt andlegt ofbeldi sem lætur einstaklinginn efast um sína eigin geðheilsu. „Tilfinningalegt ofbeldi eða stjórnun. Öllu ofbeldi fylgir líklega andlegt ofbeldi af einhverjum toga sama hvort við erum að tala um ofurstjórnun, líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Og merkilegt nokk þá er oft erfiðara að eiga við andlegt ofbeldi en líkamlegt þar sem fjölbreytileikinn í aðferðafræðinni er ótrúlega fjölbreyttur þar.“ Já konur beita ofbeldi í sama magni og karlmenn og nú gera þær það á netinu og brjóta persónuvernd og friðhelgi einstaklingsinsins. Eyðileggja líf hans og jafnvel feril og mannorð í samfélaginu. Ein frásögn í miðli eða frá konu er nóg til þess að þessar konur fái athygli sem fórnarlamb og ekki er hugsað um eða hlustað á meintan geranda og áhrifin sem svona hegðun hefur áhrif á fjölskyldu karlmannsins og vini. Margar konur verða fyrir mjög alvarlegu ofbeldi en karlmenn líka. En ekki má gleyma konum sem vilja athygli, vorkunn og lifa í fórnarlambs hlutverki og sem gætu verið með geðræn vandamál og eyðileggja líf manna með frásögnum sem ekki er hægt að styðja við eða hafa verið búnar til. Ég skrifa þennan pistil til að vekja athygli á stafrænu ofbeldi kvenna á netinu gegn karlmönnum. Það er komin tími til að hver og einn líti í eigin barm, hætti að vera dómari og láta réttarkerfið sjá um þessi mál ef þau fara svo langt. Tökum okkur öll saman í andlitinu og virkilega hugsum áður en við tölum. Það eru til konur sem hata karla og beita ofbeldi sem verður að hætta. Ég vona að þessi pistill veki fólk til umhugsunar að ekki er allt sem sýnist í svona málum og þá sérstaklega ekki á samfélagsmiðlum. Við erum með réttarkerfi og notum það á réttmætan hátt fyrir alla. Takk fyrir að lesa og vinnum saman í því að minnka ofbeldi á netinu og leysa upp dómstól götunnar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar