Krakkar í Grundarfirði brjóta upp á kófið og gefa út jólalag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2021 16:30 Krakkarnir í kórnum eru um tuttugu. Aðsend „Jæja kæru vinir nú er jólafrí, skundum heim í fílinginn og treystum því að allt fari vel og amma fái að kíkja í heimsókn. Sóttkví, grímur, skólabækur, fjas og fár, skelltu þér í Covid-test og vertu klár fyrir jólaboð, áramótapartý og gleði.“ Svona hefst jólakveðja kennara og nemenda Grunnskóla Grundarfjarðar sem var gefin út á föstudag. Kveðjan er sungin af nýstofnuðum skólakór grunnskólans við lagið Islands in the Stream, sem hefur skapað sér sess sem jólalag hér á landi eftir að Baggalútur tók lagið og breytti í Kósíheit par exelans. Gréta Sigurðardóttir, grunnskólakennari og stjórnandi skólakórsins í Grundarfirði.Aðsend „Í fyrra gerðum við kennararnir svona jólakveðjulag, sungum inn og bjuggum til vídeó. Í ár ákváðum við að gera þetta aftur en að leyfa nemendum að vera í aðalhlutverki,“ segir Gréta Sigurðardóttir, kennari við skólann og stjórnandi skólakórsins. Lilja Magnúsdóttir, bókasafnsvörður við skólann, samdi textann við lagið. „Ég valdi nokkra til að syngja og við fórum í upptökur. Við erum mjög heppin að hafa Þorkel Mána Þorkelsson, hljóðmeistara, þannig að við erum með alvöru stúdíó hérna í Grundarfirði,“ segir Gréta. Hún segir upptökurnar hafa verið velkomna tilbreytingu fyrir krakkana, sem voru margir svo óheppnir að annað hvort smitast af kórónuveirunni eða fara í sóttkví í nóvember og lá skólastarf alveg niðri í nokkurn tíma vegna faraldursins. Mikill áhugi er á söngstarfi meðal nemenda í Grunnskóla Grundarfjarðar.Aðsend „Sem betur fer veiktist ekkert barn alvarlega, það sluppu allir rosalega vel. En það var allt dautt í bænum og lítið líf en sem betur fer náðum við að rétta þetta af og í rauninni sluppum við. Það hefur ekkert komið meira. Maður fann alveg hvað allir voru glaðir að komast aftur í skólann af því að desember er alltaf svo annríkur og gaman að geta haldið uppi jólahefðum og stemningu í skólanum. Við erum mjög fegin því að geta gert gott úr öllu þrátt fyrir sóttvarnalög.“ „Við gátum ekki haldið tónleika fyrir foreldra út af Covid og svo er búið að vera bara svo lítið um nokkuð sem tengist foreldrum, sýningar eða slíkt. Þannig að okkur fannst bara tilvalið að gera svona aftur og leyfa nemendunum að vera í aðalhlutverki,“ segir Gréta. Tuttugu krakkar í 1. til 7. bekk eru skráðir í skólakórinn, sem er talsvert stór hluti nemenda við skólann, sem samtals eru 104, að meðtalinni fimm ára deild. „Það er bara svo merkilegt hvað það brýtur upp starfið og lífgar upp á að gera eitthvað svona. Það er rosalega mikill söngáhugi, margir krakkar, það var alveg erfitt að velja úr og margir efnilegir söngvarar.“ Gréta segir að upptaka lagsins hafi brotið vel upp á skólastarfið.Aðsend Jól Grundarfjörður Krakkar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Svona hefst jólakveðja kennara og nemenda Grunnskóla Grundarfjarðar sem var gefin út á föstudag. Kveðjan er sungin af nýstofnuðum skólakór grunnskólans við lagið Islands in the Stream, sem hefur skapað sér sess sem jólalag hér á landi eftir að Baggalútur tók lagið og breytti í Kósíheit par exelans. Gréta Sigurðardóttir, grunnskólakennari og stjórnandi skólakórsins í Grundarfirði.Aðsend „Í fyrra gerðum við kennararnir svona jólakveðjulag, sungum inn og bjuggum til vídeó. Í ár ákváðum við að gera þetta aftur en að leyfa nemendum að vera í aðalhlutverki,“ segir Gréta Sigurðardóttir, kennari við skólann og stjórnandi skólakórsins. Lilja Magnúsdóttir, bókasafnsvörður við skólann, samdi textann við lagið. „Ég valdi nokkra til að syngja og við fórum í upptökur. Við erum mjög heppin að hafa Þorkel Mána Þorkelsson, hljóðmeistara, þannig að við erum með alvöru stúdíó hérna í Grundarfirði,“ segir Gréta. Hún segir upptökurnar hafa verið velkomna tilbreytingu fyrir krakkana, sem voru margir svo óheppnir að annað hvort smitast af kórónuveirunni eða fara í sóttkví í nóvember og lá skólastarf alveg niðri í nokkurn tíma vegna faraldursins. Mikill áhugi er á söngstarfi meðal nemenda í Grunnskóla Grundarfjarðar.Aðsend „Sem betur fer veiktist ekkert barn alvarlega, það sluppu allir rosalega vel. En það var allt dautt í bænum og lítið líf en sem betur fer náðum við að rétta þetta af og í rauninni sluppum við. Það hefur ekkert komið meira. Maður fann alveg hvað allir voru glaðir að komast aftur í skólann af því að desember er alltaf svo annríkur og gaman að geta haldið uppi jólahefðum og stemningu í skólanum. Við erum mjög fegin því að geta gert gott úr öllu þrátt fyrir sóttvarnalög.“ „Við gátum ekki haldið tónleika fyrir foreldra út af Covid og svo er búið að vera bara svo lítið um nokkuð sem tengist foreldrum, sýningar eða slíkt. Þannig að okkur fannst bara tilvalið að gera svona aftur og leyfa nemendunum að vera í aðalhlutverki,“ segir Gréta. Tuttugu krakkar í 1. til 7. bekk eru skráðir í skólakórinn, sem er talsvert stór hluti nemenda við skólann, sem samtals eru 104, að meðtalinni fimm ára deild. „Það er bara svo merkilegt hvað það brýtur upp starfið og lífgar upp á að gera eitthvað svona. Það er rosalega mikill söngáhugi, margir krakkar, það var alveg erfitt að velja úr og margir efnilegir söngvarar.“ Gréta segir að upptaka lagsins hafi brotið vel upp á skólastarfið.Aðsend
Jól Grundarfjörður Krakkar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira