Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2021 15:44 James Webb sjónaukinn hefur tekið mörg ár í smíðum en Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur, hefur fylgst með smíði sjónaukans. NASA/Chris Gunn James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur, fylgdist um tíma með smíði sjónaukans en hann mun í kvöld halda smá upphitun á vegum Stjörnufræðivefsins fyrir geimskotið. Kári var í doktorsnámi í Bandaríkjunum þegar verið var að smíða sjónaukann og vann doktorsverkefni sitt hjá Goddard-geimflugsmiðstöð Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA). Það fólst í því að vinna úr gögnum úr öðrum geimsjónaukum eins og Hubble og Spitzer. Í næsta húsi við það sem Kári vann í var verið að smíða James Webb á þessum tíma en þá stóð til að skjóta sjónaukanum á loft árið 2014. Kári fór svo aftur árið 2018 og skoðaði sjónaukann. Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur Goddard-geimferðamiðstöðinni þar sem James Webb var smíðaður. „Þetta er ekki hvaða tæki sem er. Þetta er arftaki Hubble-sjónaukans og tekur við kyndlinum af honum,“ segir Kári í samtali við Vísi. „Þetta er eitt dýrasta og fullkomnasta rannsóknartæki sem skotið hefur verið út í geim.“ Telur sjónaukann gjörbylta rannsóknum Kári sagðist viss um að sjónaukinn muni gjörbylta geimrannsóknum á næstu tíu árum en hann á að vera starfræktur í um tíu ár. Kári segir að sumum gæti þótt það lítið en taka verði inn í myndina að hægt verði að nota sjónaukann mun oftar en til dæmis Hubble-geimsjónaukann. Hubble hefur dugað í þrjátíu ár en en JWST tekur sér aldrei pásu og sér mun lengra og betur en Hubble. JWST verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni en spegill hans er 6,5 metrar að þvermáli. Til samanburðar er spegill Hubble, sem JWST leysir af hólmi, 2,4 metra breiður. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum sem hann leysir af hólmi er JWST næmur fyrir innrauðu ljósi en ekki sýnilegu. Who s ready for @NASAWebb? Like with Hubble, Webb's launch (on Dec. 24!) will usher in a new era of astronomy. Just imagine what we ll see with Hubble & Webb working together Learn more about Hubble & Webb: https://t.co/auhywhaWHo pic.twitter.com/ZiItTdR4rv— Hubble (@NASAHubble) December 20, 2021 Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Honum verður skotið á loft frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana. Þróun og smíð James Webb hefur kostað um það bil tíu milljarða dala, sem lauslega reiknað samsvarar um 1,3 billjónum króna. Kári segir eðlilegt að menn séu stressaðir fyrir geimskotinu um jólin enda megi ekkert klikka. Bili eitthvað sé ekki mögulegt að laga sjónaukann eða neitt slíkt vegna þeirrar sporbrautar sem hann verður á. Hér má sjá myndband frá NASA þar sem meðal annars er farið yfir það að verkfræðingar telja minnst þrjú hundruð mismunandi hluti þurfa að heppnast í réttri röð til að ekkert fari úrskeiðis. Kældur nærri alkuli Ólíkt Hubble, sem er á braut um jörðina, verður JWST komið fyrir í svonefndum Lagrange-punkti 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinnar og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur. Hér má sjá tölvuteiknað myndband sem sýnir sporbraut JWST. Það er meðal annars vegna þess að sjónaukinn þarf að vera gífurlega kaldur til að virka. Það er svo sjónaukinn skynji ekki eigin innrauðu geislun. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. „Hjá Hubble er alltaf dagur,“ segir Kári. JWTS mun hins vegar vera lengra frá sólu og snúa alltaf bakinu og sólarskildi í sólina. Rýnt í fortíðina JWST mun nota þennan kulda til að greina innrauða geislun frá fjarlægustu svæðum alheimsins og er sjónaukanum meðal annars ætlað að reyna að sjá hvernig fyrstu stjörnur og vetrarbrautir alheimsins mynduðust skömmu eftir Miklahvell. „Eftir hamaganginn við Miklahvell, nokkur hundruð milljón árum síðar, mynduðust fyrstu stjörnurnar,“ segir Kári. Þessar stjörnur og vetrarbrautir sem þær mynduðu eru í svo mikilli fjarlægð frá jörðinni að það hefur tekið ljósið frá þeim svo langan tíma að berast hingað að við gætum séð hvernig þær litu út þegar alheimurinn var ungur. JWST er því ætlað að rýna aftur í tímann, bókstaflega, og varpa ljósi á uppruna alheimsins. Leita að reikistjörnum Annað verkefni sem til stendur að nota sjónaukann í er að finna og greina aðrar reikistjörnur í öðrum sólkerfum og jafnvel kanna hvort þar geti mögulega fundist aðstæður sem henta lífi, eins og við þekkjum það. Sjónaukinn verður einnig notaður til að kanna okkar eigin sólkerfi og jafnvel efni milli sólkerfa. Það mun taka tæpan mánuð að senda JWST á rétta sporbraut og opna sjónaukann. Í kjölfar þess tekur við lang tímabil sem notað verður til fínstillingar. Kári segir þó að ætlast sé til þess að sjónaukinn sýni mátt sinn með smá sýningu áður en rannsóknir hefjast. „Vísindin byrja ekki fyrr en um hálfu ári eftir geimskot,“ segir Kári. Hann segir þó að fyrstu myndirnar muni líklega berast nokkrum mánuðum eftir geimskot. Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig ferlið mun virka í kjölfar geimskotsins. Ekkert má fara úrskeiðis. Kári segir einnig að mikla eftirvæntingu megi finna meðal vísindamanna og að JWST eigi eftir að nýtast á nánast öllum sviðum geimvísinda. Hann hefur þegar skoðað hverjum hefur verið veittur tími á sjónaukanum og segir miklan fjölbreytileika meðal þeirra vísindamanna. Fara yfir sjónaukann og vísindin Kári og Sævar Helgi Bragason verða með upphitun fyrir geimskotið á aðfangadag á Facebooksíðu Stjörnufræðivefsins í kvöld. Upphitunin hefst klukkan átta en þar sýna þeir meðal annars alls konar skýringarmyndbönd um JWST. Auk þess munu þeir fara yfir hvernig hann er byggður, af hverju hann sé verkfræðilegt undur og svara spurningum áhorfenda. „Við munum líka eyða svolitlu púðri í vísindin. Líf í alheiminum, svarthol, fyrstu stjörnurnar og svo framvegis,“ segir Kári. Hann ítrekar þó að þeir Sævar muni í rauninni bara giska, því maður viti aldrei hvað sjónaukinn muni finna. Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. 25. nóvember 2021 09:44 Seinka skoti stærsta geimsjónauka heims Ákveðið hefur verið að seinka geimskoti James Webb-geimsjónaukans, þess stærsta í sögunni, um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning þess. Honum verður nú skotið á loft í fyrsta lagi tveimur dögum fyrir jól. 23. nóvember 2021 08:45 Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. 8. september 2021 22:50 Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur, fylgdist um tíma með smíði sjónaukans en hann mun í kvöld halda smá upphitun á vegum Stjörnufræðivefsins fyrir geimskotið. Kári var í doktorsnámi í Bandaríkjunum þegar verið var að smíða sjónaukann og vann doktorsverkefni sitt hjá Goddard-geimflugsmiðstöð Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA). Það fólst í því að vinna úr gögnum úr öðrum geimsjónaukum eins og Hubble og Spitzer. Í næsta húsi við það sem Kári vann í var verið að smíða James Webb á þessum tíma en þá stóð til að skjóta sjónaukanum á loft árið 2014. Kári fór svo aftur árið 2018 og skoðaði sjónaukann. Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur Goddard-geimferðamiðstöðinni þar sem James Webb var smíðaður. „Þetta er ekki hvaða tæki sem er. Þetta er arftaki Hubble-sjónaukans og tekur við kyndlinum af honum,“ segir Kári í samtali við Vísi. „Þetta er eitt dýrasta og fullkomnasta rannsóknartæki sem skotið hefur verið út í geim.“ Telur sjónaukann gjörbylta rannsóknum Kári sagðist viss um að sjónaukinn muni gjörbylta geimrannsóknum á næstu tíu árum en hann á að vera starfræktur í um tíu ár. Kári segir að sumum gæti þótt það lítið en taka verði inn í myndina að hægt verði að nota sjónaukann mun oftar en til dæmis Hubble-geimsjónaukann. Hubble hefur dugað í þrjátíu ár en en JWST tekur sér aldrei pásu og sér mun lengra og betur en Hubble. JWST verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni en spegill hans er 6,5 metrar að þvermáli. Til samanburðar er spegill Hubble, sem JWST leysir af hólmi, 2,4 metra breiður. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum sem hann leysir af hólmi er JWST næmur fyrir innrauðu ljósi en ekki sýnilegu. Who s ready for @NASAWebb? Like with Hubble, Webb's launch (on Dec. 24!) will usher in a new era of astronomy. Just imagine what we ll see with Hubble & Webb working together Learn more about Hubble & Webb: https://t.co/auhywhaWHo pic.twitter.com/ZiItTdR4rv— Hubble (@NASAHubble) December 20, 2021 Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Honum verður skotið á loft frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana. Þróun og smíð James Webb hefur kostað um það bil tíu milljarða dala, sem lauslega reiknað samsvarar um 1,3 billjónum króna. Kári segir eðlilegt að menn séu stressaðir fyrir geimskotinu um jólin enda megi ekkert klikka. Bili eitthvað sé ekki mögulegt að laga sjónaukann eða neitt slíkt vegna þeirrar sporbrautar sem hann verður á. Hér má sjá myndband frá NASA þar sem meðal annars er farið yfir það að verkfræðingar telja minnst þrjú hundruð mismunandi hluti þurfa að heppnast í réttri röð til að ekkert fari úrskeiðis. Kældur nærri alkuli Ólíkt Hubble, sem er á braut um jörðina, verður JWST komið fyrir í svonefndum Lagrange-punkti 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinnar og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur. Hér má sjá tölvuteiknað myndband sem sýnir sporbraut JWST. Það er meðal annars vegna þess að sjónaukinn þarf að vera gífurlega kaldur til að virka. Það er svo sjónaukinn skynji ekki eigin innrauðu geislun. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. „Hjá Hubble er alltaf dagur,“ segir Kári. JWTS mun hins vegar vera lengra frá sólu og snúa alltaf bakinu og sólarskildi í sólina. Rýnt í fortíðina JWST mun nota þennan kulda til að greina innrauða geislun frá fjarlægustu svæðum alheimsins og er sjónaukanum meðal annars ætlað að reyna að sjá hvernig fyrstu stjörnur og vetrarbrautir alheimsins mynduðust skömmu eftir Miklahvell. „Eftir hamaganginn við Miklahvell, nokkur hundruð milljón árum síðar, mynduðust fyrstu stjörnurnar,“ segir Kári. Þessar stjörnur og vetrarbrautir sem þær mynduðu eru í svo mikilli fjarlægð frá jörðinni að það hefur tekið ljósið frá þeim svo langan tíma að berast hingað að við gætum séð hvernig þær litu út þegar alheimurinn var ungur. JWST er því ætlað að rýna aftur í tímann, bókstaflega, og varpa ljósi á uppruna alheimsins. Leita að reikistjörnum Annað verkefni sem til stendur að nota sjónaukann í er að finna og greina aðrar reikistjörnur í öðrum sólkerfum og jafnvel kanna hvort þar geti mögulega fundist aðstæður sem henta lífi, eins og við þekkjum það. Sjónaukinn verður einnig notaður til að kanna okkar eigin sólkerfi og jafnvel efni milli sólkerfa. Það mun taka tæpan mánuð að senda JWST á rétta sporbraut og opna sjónaukann. Í kjölfar þess tekur við lang tímabil sem notað verður til fínstillingar. Kári segir þó að ætlast sé til þess að sjónaukinn sýni mátt sinn með smá sýningu áður en rannsóknir hefjast. „Vísindin byrja ekki fyrr en um hálfu ári eftir geimskot,“ segir Kári. Hann segir þó að fyrstu myndirnar muni líklega berast nokkrum mánuðum eftir geimskot. Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig ferlið mun virka í kjölfar geimskotsins. Ekkert má fara úrskeiðis. Kári segir einnig að mikla eftirvæntingu megi finna meðal vísindamanna og að JWST eigi eftir að nýtast á nánast öllum sviðum geimvísinda. Hann hefur þegar skoðað hverjum hefur verið veittur tími á sjónaukanum og segir miklan fjölbreytileika meðal þeirra vísindamanna. Fara yfir sjónaukann og vísindin Kári og Sævar Helgi Bragason verða með upphitun fyrir geimskotið á aðfangadag á Facebooksíðu Stjörnufræðivefsins í kvöld. Upphitunin hefst klukkan átta en þar sýna þeir meðal annars alls konar skýringarmyndbönd um JWST. Auk þess munu þeir fara yfir hvernig hann er byggður, af hverju hann sé verkfræðilegt undur og svara spurningum áhorfenda. „Við munum líka eyða svolitlu púðri í vísindin. Líf í alheiminum, svarthol, fyrstu stjörnurnar og svo framvegis,“ segir Kári. Hann ítrekar þó að þeir Sævar muni í rauninni bara giska, því maður viti aldrei hvað sjónaukinn muni finna.
Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. 25. nóvember 2021 09:44 Seinka skoti stærsta geimsjónauka heims Ákveðið hefur verið að seinka geimskoti James Webb-geimsjónaukans, þess stærsta í sögunni, um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning þess. Honum verður nú skotið á loft í fyrsta lagi tveimur dögum fyrir jól. 23. nóvember 2021 08:45 Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. 8. september 2021 22:50 Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. 25. nóvember 2021 09:44
Seinka skoti stærsta geimsjónauka heims Ákveðið hefur verið að seinka geimskoti James Webb-geimsjónaukans, þess stærsta í sögunni, um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning þess. Honum verður nú skotið á loft í fyrsta lagi tveimur dögum fyrir jól. 23. nóvember 2021 08:45
Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. 8. september 2021 22:50
Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02