Vonast til að Ísland eigi keppendur á snjóbrettum á ÓL í febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 16:00 Freydis Halla Einarsdóttir á ferðinni á síðustu Vetrarólympíuleikum. EPA-EFE/VASSIL DONEV Það styttist óðum í Vetrarólympíuleikanaa í Peking í Kína sem fara fram 4. til 20. febrúar. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samvinnu við Skíðasamband Íslands hefur sett saman Ólympíuhóp íslenskra keppenda vegna leikanna. Í þessum Ólympíuhóp eru það íþróttafólk sem stefnir að þátttöku á leikunum. Þau eru að vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana. Þetta lemur fram í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og þar kemur einnig fram hvað sé að skila þeim í þennan hóp. Þetta íþróttafólk stendur fremst í sínum greinum og eru þau sem Skíðasamband Íslands telur að eigi möguleika á þátttöku á leiknum meðal annars með því að vinna sér þátttökurétt í gegnum úrtökumót. Íslenski hópurinn sem keppir á leikunum í febrúar verður svo tilkynntur formlega þegar nær dregur leikum. Á síðustu leikum átti Ísland einn keppanda af hvoru kyni í alpagreinum og í skíðagöngu voru tveir karlar og ein kona. Miðað við núverandi stöðu á heimslistum má búast við því að fjöldi keppenda með keppnisrétt verði svipaður, auk þess sem vonir eru bundnar við keppendur í snjóbrettum. Kvótar eru á keppnisréttum og eru þeir misjafnir eftir greinum. Erfiðara er að vinna sér inn keppnisrétt nú en áður vegna breytinga á lágmörkum. Einnig hefur verið erfiðara að ferðast og sækja mót erlendis sökum heimsfaraldurs. Líkt og Sumarólympíuleikarnir í Tókýó, verða þessir Vetrarólympíuleikar í Peking um margt sérstakir vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgangur erlendra gesta verður mjög takmarkaður og umtalsverðar takmarkanir verða vegna sóttvarna. Þau sem skipa Ólympíuhóp ÍSÍ á þessari stundu eru: Alpagreinar Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir Katla Björg Dagbjartsdóttir María Finnbogadóttir Sturla Snær Snorrason Skíðaganga Albert Jónsson Dagur Benediktsson Isak Stiansson Pedersen Kristrún Guðnadóttir Snorri Einarsson Snjóbretti Baldur Vilhelmsson Benedikt Friðbjörnsson Marinó Kristjánsson Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Í þessum Ólympíuhóp eru það íþróttafólk sem stefnir að þátttöku á leikunum. Þau eru að vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana. Þetta lemur fram í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og þar kemur einnig fram hvað sé að skila þeim í þennan hóp. Þetta íþróttafólk stendur fremst í sínum greinum og eru þau sem Skíðasamband Íslands telur að eigi möguleika á þátttöku á leiknum meðal annars með því að vinna sér þátttökurétt í gegnum úrtökumót. Íslenski hópurinn sem keppir á leikunum í febrúar verður svo tilkynntur formlega þegar nær dregur leikum. Á síðustu leikum átti Ísland einn keppanda af hvoru kyni í alpagreinum og í skíðagöngu voru tveir karlar og ein kona. Miðað við núverandi stöðu á heimslistum má búast við því að fjöldi keppenda með keppnisrétt verði svipaður, auk þess sem vonir eru bundnar við keppendur í snjóbrettum. Kvótar eru á keppnisréttum og eru þeir misjafnir eftir greinum. Erfiðara er að vinna sér inn keppnisrétt nú en áður vegna breytinga á lágmörkum. Einnig hefur verið erfiðara að ferðast og sækja mót erlendis sökum heimsfaraldurs. Líkt og Sumarólympíuleikarnir í Tókýó, verða þessir Vetrarólympíuleikar í Peking um margt sérstakir vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgangur erlendra gesta verður mjög takmarkaður og umtalsverðar takmarkanir verða vegna sóttvarna. Þau sem skipa Ólympíuhóp ÍSÍ á þessari stundu eru: Alpagreinar Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir Katla Björg Dagbjartsdóttir María Finnbogadóttir Sturla Snær Snorrason Skíðaganga Albert Jónsson Dagur Benediktsson Isak Stiansson Pedersen Kristrún Guðnadóttir Snorri Einarsson Snjóbretti Baldur Vilhelmsson Benedikt Friðbjörnsson Marinó Kristjánsson
Þau sem skipa Ólympíuhóp ÍSÍ á þessari stundu eru: Alpagreinar Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir Katla Björg Dagbjartsdóttir María Finnbogadóttir Sturla Snær Snorrason Skíðaganga Albert Jónsson Dagur Benediktsson Isak Stiansson Pedersen Kristrún Guðnadóttir Snorri Einarsson Snjóbretti Baldur Vilhelmsson Benedikt Friðbjörnsson Marinó Kristjánsson
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira