Fyrrverandi prestur sakfelldur fyrir barnaníð í Tímor-Leste Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2021 11:59 Richard Daschbach, fyrrverandi prestur, var dæmdur fyrir barnaníð í Austur-Tímor í morgun. AP/Raimundos Oki Fyrrverandi prestur frá Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi í Tímor-Leste fyrir barnaníð. Hinn 84 ára gamli Richard Daschbach, sem hefur búið í Asíuríkinu í áratugi og unnið við trúboð var dæmdur fyrir barnaníð, barnaklám og heimilisofbeldi. Daschbach var vígður prestur árið 1964 og fór hann nokkrum árum síðar til Tímor-Leste. Þar stofnaði hann svo neyðarskýli á tíunda áratug síðustu aldar og var hann dæmdur fyrir að brjóta á munaðarlausum stúlkum og öðrum sem voru í hans umsjá þar. Presturinn er einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og var ákærður í Bandaríkjunum í sumar fyrir barnaníð í neyðarskýli hans. Ekki er ljóst hvort reynt verði að fá hann framseldan til Bandaríkjanna. Íbúar Tímor-Leste eru mjög kaþólskir, ef svo má að orði komast, en AP fréttaveitan segir að hlutfallslega búi hvergi fleiri kaþólikkar en í Austur-Tímor, að Vatíkaninu undanskildu. Þá segir fréttaveitan frá því að fórnarlömb Daschbach hafi kvartað yfir morðhótunum ógnunum á meðan á réttarhöldunum gegn prestinum stóð. Tugir stuðningsmanna Daschbachs biðu fyrir utan dómshúsið í morgun og grétu einhver þeirra þegar niðurstaðan varð ljós. Hundruð barna hafa búið í skýli Daschbachs í gegnum árinu og stigu margar fram í tengslum við réttarhöldin gegn honum. Níu þeirra báru vitni en þær sögðu prestinn hafa verið með lista yfir stúlkur festan á hurð svefnherbergis síns. Á hverju kvöldi hafi einn þeirra þurft að sitja í fangi hans meðan börn og starfsmenn skýlisins báðu og sungu sálma fyrir svefninn. Þær segja að stúlkurnar sem hafi setið í fangi hans hafi ávalt þurft að verja nóttinni í svefnherbergi hans þar sem hann hafi brotið á þeim og öðrum börnum. Lögmaður Daschachs segist ætla að áfrýja niðurstöðunni og gagnrýnir dómstólinn fyrir að hunsa vitnisburð starfsfólk skýlisins og fyrrverandi íbúa þar. Lögmenn fórnarlamba prestsins segjast einnig ætla að áfrýja þar sem þeim finnist refsingin ekki nægileg. Tímor-Leste Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Daschbach var vígður prestur árið 1964 og fór hann nokkrum árum síðar til Tímor-Leste. Þar stofnaði hann svo neyðarskýli á tíunda áratug síðustu aldar og var hann dæmdur fyrir að brjóta á munaðarlausum stúlkum og öðrum sem voru í hans umsjá þar. Presturinn er einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og var ákærður í Bandaríkjunum í sumar fyrir barnaníð í neyðarskýli hans. Ekki er ljóst hvort reynt verði að fá hann framseldan til Bandaríkjanna. Íbúar Tímor-Leste eru mjög kaþólskir, ef svo má að orði komast, en AP fréttaveitan segir að hlutfallslega búi hvergi fleiri kaþólikkar en í Austur-Tímor, að Vatíkaninu undanskildu. Þá segir fréttaveitan frá því að fórnarlömb Daschbach hafi kvartað yfir morðhótunum ógnunum á meðan á réttarhöldunum gegn prestinum stóð. Tugir stuðningsmanna Daschbachs biðu fyrir utan dómshúsið í morgun og grétu einhver þeirra þegar niðurstaðan varð ljós. Hundruð barna hafa búið í skýli Daschbachs í gegnum árinu og stigu margar fram í tengslum við réttarhöldin gegn honum. Níu þeirra báru vitni en þær sögðu prestinn hafa verið með lista yfir stúlkur festan á hurð svefnherbergis síns. Á hverju kvöldi hafi einn þeirra þurft að sitja í fangi hans meðan börn og starfsmenn skýlisins báðu og sungu sálma fyrir svefninn. Þær segja að stúlkurnar sem hafi setið í fangi hans hafi ávalt þurft að verja nóttinni í svefnherbergi hans þar sem hann hafi brotið á þeim og öðrum börnum. Lögmaður Daschachs segist ætla að áfrýja niðurstöðunni og gagnrýnir dómstólinn fyrir að hunsa vitnisburð starfsfólk skýlisins og fyrrverandi íbúa þar. Lögmenn fórnarlamba prestsins segjast einnig ætla að áfrýja þar sem þeim finnist refsingin ekki nægileg.
Tímor-Leste Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira