Segir samband Kim Kardashian og Pete Davidson loksins opinbert Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. desember 2021 14:01 Allra augu hafa verið á sambandi þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson síðustu mánuði. „Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson. Birta Líf fer yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins í Brennslutei vikunnar á þriðjudagsmorgnum á FM957. Í þessari viku var það helst að frétta að heitasta par Hollywood hafi mætt saman í bíó á dögunum en Birta segir það til marks um það að sambandið sé nú loks orðið opinbert. „Þau eru official, það er bara þannig ef þið mætið og farið saman í bíó á Staten Island. Þau voru bara þar saman á Spiderman. Það er rosalegt,“ segir Birta. Hér er því um afar stórt skref að ræða að mati Birtu en undanfarnar vikur hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort sambandinu væri lokið þar sem Kardashian hefur verið að verja meiri tíma með sínum fyrrverandi, Kanye West, og sást meðal annars glitta í jólasokk með nafni hans á heimili hennar. Voru ekki ein á ferð Það sem vekur þó athygli er að Kardashian og Davidson voru ekki ein á ferð á Spiderman, heldur var enginn annar en Scott Disick með í för. En eins og margir vita er Disick fyrrverandi kærasti og barnsfaðir Kourtney Kardashian. Sjá einnig: Hefur áhyggjur af viðbrögðum barnsföður Kourtney við trúlofuninni „Það velta því ýmsir fyrir sér hvað þeir Pete Davidson og Scott Disick hafi haft að tala um. Þá eru margir sem telja að þeir eigi það sameiginlegt að fíla ekki Travis Barker. Pete er örugglega afbrýðisamur hvað Travis og Machine Gun Kelly eiga gott samband og Scott er eflaust afbrýðisamur út í Travis og Kourtney. Þannig þetta er skemmtileg pæling.“ Ekki nóg með það að parið hafi skellt sér í bíó, heldur er Kardashian einnig sögð hafa farið og hitt móður Davidson, sem gefur til kynna að sambandið sé alvöru. Heimildamaður People tímaritsins segir Davidson vera nákvæmlega það sem Kardashian þurfti á að halda eftir skilnaðinn við Kanye West. Skilnaðurinn hafi verið þungur tími en Davidson hafi fengið hana til þess að hlægja á ný. Væri ennþá að drekka ef hann hefði ekki skilið við Garner Í Brennslutei vikunnar útskýrir Birta Líf einnig hvers vegna nafn stórleikarans Ben Affleck hefur prýtt fyrirsagnir vestanhafs síðustu daga. „Hann er svolítið út um allt því hann er að prómóta nýja mynd sem hann var að leika í. Hann er að fara í alls konar viðtöl og fór meðal annars í 2,5 klukkutíma viðtal hjá Howard Stern. Þar talar hann um skilnaðinn við Jennifer Garner árið 2015.“ „Ég væri örugglega ennþá að drekka ef ég væri í því hjónabandi. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að drekka ... Mér leið eins og ég væri fastur,“ sagði Affleck í viðtalinu. Hann hefur talað opinskátt um áfengisfíkn sína og hefur farið nokkrum sinnum í meðferð. Orð Afflecks hafa vakið hörð viðbrögð enda hljómar eins og hann sé að kenna hjónabandinu um áfengisvandamál sitt. Birta útskýrir hins vegar að þó svo að þessi orð séu ósanngjörn, þá þurfi maður að hlusta á allt viðtalið í heild sinni til þess að skilja samhengið. „Hann talaði líka um hvað hún væri góð mamma og fleira, en hann hefði bara mátt gefa henni aðeins meira hrós. Eru ekki til myndir af henni vera að skutla honum í meðferð þar sem hann er ælandi aftan í bílnum hennar?“ Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar. Þar ræðir Birta einnig um TikTok-notkun Kardashian barnanna, steypiboð Kylie Jenner og stærsta jólaboðið í Hollywood sem haldið verður í vikunni. Brennslan Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Yeezy-klædd Kim Kardashian leiðir nýja kærastann Síðustu vikur hafa allra augu verið á raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian og grínistanum Pete Davidson sem eru sögð eiga í ástarsambandi. Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. 23. nóvember 2021 13:31 Kim Kardashian og Pete Davidson saman á Staten Island Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er í New York þessa stundina og dvelur á RItz-Carlton hótelinu á Manhattan. Í gær fór hún út að borða á Staten Island með Pete Davidson. 4. nóvember 2021 08:38 Kim Kardashian orðuð við „Good Luck Chuck“ Hollywood „Það voru svo margar sögur í vikunni, ég þurfti alveg að sleppa helling en ég sleppi ekki Kim Kardashian og Pete Davidson. Það fór bara eins og eldur í sinu. Þetta var crazy,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir, sem fór yfir allt það heitasta úr heimi fræga fólksins vestanhafs í Brennslutei vikunnar í morgun. 2. nóvember 2021 15:40 Hefur áhyggjur af viðbrögðum barnsföður Kourtney við trúlofuninni Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir trúlofun Kourtney Kardashian og Travis Barker, nýja þætti Kardashian fjölskyldunnar og fréttir af Vanessu Bryant. 19. október 2021 11:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Birta Líf fer yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins í Brennslutei vikunnar á þriðjudagsmorgnum á FM957. Í þessari viku var það helst að frétta að heitasta par Hollywood hafi mætt saman í bíó á dögunum en Birta segir það til marks um það að sambandið sé nú loks orðið opinbert. „Þau eru official, það er bara þannig ef þið mætið og farið saman í bíó á Staten Island. Þau voru bara þar saman á Spiderman. Það er rosalegt,“ segir Birta. Hér er því um afar stórt skref að ræða að mati Birtu en undanfarnar vikur hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort sambandinu væri lokið þar sem Kardashian hefur verið að verja meiri tíma með sínum fyrrverandi, Kanye West, og sást meðal annars glitta í jólasokk með nafni hans á heimili hennar. Voru ekki ein á ferð Það sem vekur þó athygli er að Kardashian og Davidson voru ekki ein á ferð á Spiderman, heldur var enginn annar en Scott Disick með í för. En eins og margir vita er Disick fyrrverandi kærasti og barnsfaðir Kourtney Kardashian. Sjá einnig: Hefur áhyggjur af viðbrögðum barnsföður Kourtney við trúlofuninni „Það velta því ýmsir fyrir sér hvað þeir Pete Davidson og Scott Disick hafi haft að tala um. Þá eru margir sem telja að þeir eigi það sameiginlegt að fíla ekki Travis Barker. Pete er örugglega afbrýðisamur hvað Travis og Machine Gun Kelly eiga gott samband og Scott er eflaust afbrýðisamur út í Travis og Kourtney. Þannig þetta er skemmtileg pæling.“ Ekki nóg með það að parið hafi skellt sér í bíó, heldur er Kardashian einnig sögð hafa farið og hitt móður Davidson, sem gefur til kynna að sambandið sé alvöru. Heimildamaður People tímaritsins segir Davidson vera nákvæmlega það sem Kardashian þurfti á að halda eftir skilnaðinn við Kanye West. Skilnaðurinn hafi verið þungur tími en Davidson hafi fengið hana til þess að hlægja á ný. Væri ennþá að drekka ef hann hefði ekki skilið við Garner Í Brennslutei vikunnar útskýrir Birta Líf einnig hvers vegna nafn stórleikarans Ben Affleck hefur prýtt fyrirsagnir vestanhafs síðustu daga. „Hann er svolítið út um allt því hann er að prómóta nýja mynd sem hann var að leika í. Hann er að fara í alls konar viðtöl og fór meðal annars í 2,5 klukkutíma viðtal hjá Howard Stern. Þar talar hann um skilnaðinn við Jennifer Garner árið 2015.“ „Ég væri örugglega ennþá að drekka ef ég væri í því hjónabandi. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að drekka ... Mér leið eins og ég væri fastur,“ sagði Affleck í viðtalinu. Hann hefur talað opinskátt um áfengisfíkn sína og hefur farið nokkrum sinnum í meðferð. Orð Afflecks hafa vakið hörð viðbrögð enda hljómar eins og hann sé að kenna hjónabandinu um áfengisvandamál sitt. Birta útskýrir hins vegar að þó svo að þessi orð séu ósanngjörn, þá þurfi maður að hlusta á allt viðtalið í heild sinni til þess að skilja samhengið. „Hann talaði líka um hvað hún væri góð mamma og fleira, en hann hefði bara mátt gefa henni aðeins meira hrós. Eru ekki til myndir af henni vera að skutla honum í meðferð þar sem hann er ælandi aftan í bílnum hennar?“ Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar. Þar ræðir Birta einnig um TikTok-notkun Kardashian barnanna, steypiboð Kylie Jenner og stærsta jólaboðið í Hollywood sem haldið verður í vikunni.
Brennslan Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Yeezy-klædd Kim Kardashian leiðir nýja kærastann Síðustu vikur hafa allra augu verið á raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian og grínistanum Pete Davidson sem eru sögð eiga í ástarsambandi. Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. 23. nóvember 2021 13:31 Kim Kardashian og Pete Davidson saman á Staten Island Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er í New York þessa stundina og dvelur á RItz-Carlton hótelinu á Manhattan. Í gær fór hún út að borða á Staten Island með Pete Davidson. 4. nóvember 2021 08:38 Kim Kardashian orðuð við „Good Luck Chuck“ Hollywood „Það voru svo margar sögur í vikunni, ég þurfti alveg að sleppa helling en ég sleppi ekki Kim Kardashian og Pete Davidson. Það fór bara eins og eldur í sinu. Þetta var crazy,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir, sem fór yfir allt það heitasta úr heimi fræga fólksins vestanhafs í Brennslutei vikunnar í morgun. 2. nóvember 2021 15:40 Hefur áhyggjur af viðbrögðum barnsföður Kourtney við trúlofuninni Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir trúlofun Kourtney Kardashian og Travis Barker, nýja þætti Kardashian fjölskyldunnar og fréttir af Vanessu Bryant. 19. október 2021 11:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Yeezy-klædd Kim Kardashian leiðir nýja kærastann Síðustu vikur hafa allra augu verið á raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian og grínistanum Pete Davidson sem eru sögð eiga í ástarsambandi. Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. 23. nóvember 2021 13:31
Kim Kardashian og Pete Davidson saman á Staten Island Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er í New York þessa stundina og dvelur á RItz-Carlton hótelinu á Manhattan. Í gær fór hún út að borða á Staten Island með Pete Davidson. 4. nóvember 2021 08:38
Kim Kardashian orðuð við „Good Luck Chuck“ Hollywood „Það voru svo margar sögur í vikunni, ég þurfti alveg að sleppa helling en ég sleppi ekki Kim Kardashian og Pete Davidson. Það fór bara eins og eldur í sinu. Þetta var crazy,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir, sem fór yfir allt það heitasta úr heimi fræga fólksins vestanhafs í Brennslutei vikunnar í morgun. 2. nóvember 2021 15:40
Hefur áhyggjur af viðbrögðum barnsföður Kourtney við trúlofuninni Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir trúlofun Kourtney Kardashian og Travis Barker, nýja þætti Kardashian fjölskyldunnar og fréttir af Vanessu Bryant. 19. október 2021 11:30