Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2021 13:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill herða aðgerðir á landamærum vegna útbreiðslu ómíkronafbrigðisins. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Þórólfur sendi heilbrigðisráðherra, en núverandi reglur á landamærum renna út 15. janúar næstkomandi. Heilbrigðiráðherra tilkynnti um hertar innanlandsaðgerðir í hádeginu. Þórólfur segir í minnisblaðinu að síðustu vikur hafi íslenskir ríkisborgarar verið undanþegnir þeirri skyldu að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningaprófi við byrðingu en hafi þurft að undirgangast slík próf innan 48 klukkustunda eftir komu hingað til lands. Þeir hafa þó ekki þurft að sæta sóttkví. Ekki að greinast fyrr en að nokkrum dögum liðnum Í minnisblaðinu segir að flestir sem nú séu að greinast á landamærum tilheyri þessum hópi farþega og jafnvel séu margir með neikvætt próf við komu og greinast ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum og hafa þannig náð að smita aðra. „PCR próf tekið u.þ.b. sólarhring eftir komu á að tryggja betur að þessir einstaklingar greinist fyrr en ella. PCR próf eru til muna áreiðanlegri en hraðgreiningapróf og þarf að skoða hvort ekki eigi að krefja alla um PCR próf fyrir byrðingu en ekki gefa kost á hraðgreiningarprófi,“ segir Þórólfur. Takmörkuð sýnatökugeta á landamærum Sóttvarnalæknir segir að kanna þurfi möguleika á því að prófa alla farþega fyrir kórónaveirunni við komuna hingað til lands líkt og áður hefur verið gert. „Á þessari stundu er erfitt að sjá að það sé gerlegt vegna takmarkaðrar sýnatökugetu á landamærunum og takmarkaðrar greiningargetu. Þetta þarf hins vegar að skoða betur. Skoða þá leið að sýni séu tekin af ferðamönnum á landamærum en af öðrum á heilsugæslustöð. Einnig þarf að kanna hvernig auka megi greiningargetu,“ segir Þórólfur. Öll lönd há-áhættulönd Þá leggur Þórólfur til að lönd í sunnanverðri Afríku verði tekin af lista yfir lönd á há-áhættusvæði hvað varðar ómíkronafbrigðið. Þar sem afbrigðið sé orðið útbreitt í nánast öllum löndum þá þjóni litlum tilgangi að hafa sérstakar aðgerðir í gildi varðandi fólk sem kemur frá löndum í sunnanverðri Afríku. „Skynsamlegra er að líta á öll lönd sem áhættusvæði hvað varðar omicron afbrigðið og beita sömu sóttvarnaaðgerðum á alla farþega burtséð frá hvað þeir koma,“ segir sóttvarnalæknir í minnisblaðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði sem Þórólfur sendi heilbrigðisráðherra, en núverandi reglur á landamærum renna út 15. janúar næstkomandi. Heilbrigðiráðherra tilkynnti um hertar innanlandsaðgerðir í hádeginu. Þórólfur segir í minnisblaðinu að síðustu vikur hafi íslenskir ríkisborgarar verið undanþegnir þeirri skyldu að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningaprófi við byrðingu en hafi þurft að undirgangast slík próf innan 48 klukkustunda eftir komu hingað til lands. Þeir hafa þó ekki þurft að sæta sóttkví. Ekki að greinast fyrr en að nokkrum dögum liðnum Í minnisblaðinu segir að flestir sem nú séu að greinast á landamærum tilheyri þessum hópi farþega og jafnvel séu margir með neikvætt próf við komu og greinast ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum og hafa þannig náð að smita aðra. „PCR próf tekið u.þ.b. sólarhring eftir komu á að tryggja betur að þessir einstaklingar greinist fyrr en ella. PCR próf eru til muna áreiðanlegri en hraðgreiningapróf og þarf að skoða hvort ekki eigi að krefja alla um PCR próf fyrir byrðingu en ekki gefa kost á hraðgreiningarprófi,“ segir Þórólfur. Takmörkuð sýnatökugeta á landamærum Sóttvarnalæknir segir að kanna þurfi möguleika á því að prófa alla farþega fyrir kórónaveirunni við komuna hingað til lands líkt og áður hefur verið gert. „Á þessari stundu er erfitt að sjá að það sé gerlegt vegna takmarkaðrar sýnatökugetu á landamærunum og takmarkaðrar greiningargetu. Þetta þarf hins vegar að skoða betur. Skoða þá leið að sýni séu tekin af ferðamönnum á landamærum en af öðrum á heilsugæslustöð. Einnig þarf að kanna hvernig auka megi greiningargetu,“ segir Þórólfur. Öll lönd há-áhættulönd Þá leggur Þórólfur til að lönd í sunnanverðri Afríku verði tekin af lista yfir lönd á há-áhættusvæði hvað varðar ómíkronafbrigðið. Þar sem afbrigðið sé orðið útbreitt í nánast öllum löndum þá þjóni litlum tilgangi að hafa sérstakar aðgerðir í gildi varðandi fólk sem kemur frá löndum í sunnanverðri Afríku. „Skynsamlegra er að líta á öll lönd sem áhættusvæði hvað varðar omicron afbrigðið og beita sömu sóttvarnaaðgerðum á alla farþega burtséð frá hvað þeir koma,“ segir sóttvarnalæknir í minnisblaðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira