Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Eiður Þór Árnason skrifar 21. desember 2021 21:25 Emmsjé Gauti segist geta nokkuð vel við unað. Instagram Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. Nýju takmarkanirnar voru kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi og taka gildi á miðnætti á morgun 22. desember. Við gildistökuna verður 200 manns leyft að vera saman í hólfi á viðburðum í stað 500 gegn framvísun hraðprófa eða vottorða. Vegna þessa ríkti mikil óvissa um það hvort Jólavinir myndu stíga á stokk á Þorláksmessu en reglugerðin hefur ekki áhrif á fyrri tónleika þeirra sem fram fara á morgun. Greint var frá því fyrr í kvöld að Bubbi Morthens hafi fengið sambærilegt vilyrði vegna Þorláksmessutónleika sinna í Hörpu og að bæði atvinnuleikhúsin í Reykjavík hafi áður fengið undanþágu frá nýhertum takmörkunum. Í öllum tilfellum voru þær veittar á grundvelli þess að viðburðahaldarar hafi haft lítið tækifæri til að bregðast við breytingunum með svo skömmum fyrirvara. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, kemur fram á Jólavinum ásamt Aron Can, Sölku Sól, Steinda JR, Selmu Björns, Herra Hnetusmjör og fleirum. Þrír tónleikar fara fram á morgun og annað eins á Þorláksmessu. Ekkert áfengi í húsinu „Það er bara frábært að stjórnvöld séu að koma til móts við fólk sem var búið að plana tónleika og svo átti að flauta allt af korter í gigg. Þetta er í raun og veru að halda lífi í sýningunni og vinnu hjá endalaust af fólki sem er búið að leggja allt sitt hjarta í sýninguna,“ sagði Gauti Þeyr þegar Vísir náði tali af honum rétt áður en hann steig á svið á generalprufu kvöldsins. Það eina sem breytist við undanþáguna er engin veitingasala verði í húsinu á meðan tónleikarnir fara fram. Sem fyrr þurfa allir gestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu hraðprófs eða gildum vottorðum við innganginn. „Sýningarnar haldast óbreyttar. Við erum búin að eyða svakalegum fjármunum og tíma í að auka sóttvarnir á svæðinu. Maður er að gera allt í sínu valdi til að hafa þetta upp á tíu,“ segir Gauti Þeyr og lofar framúrskarandi sýningum báða dagana. Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Nýju takmarkanirnar voru kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi og taka gildi á miðnætti á morgun 22. desember. Við gildistökuna verður 200 manns leyft að vera saman í hólfi á viðburðum í stað 500 gegn framvísun hraðprófa eða vottorða. Vegna þessa ríkti mikil óvissa um það hvort Jólavinir myndu stíga á stokk á Þorláksmessu en reglugerðin hefur ekki áhrif á fyrri tónleika þeirra sem fram fara á morgun. Greint var frá því fyrr í kvöld að Bubbi Morthens hafi fengið sambærilegt vilyrði vegna Þorláksmessutónleika sinna í Hörpu og að bæði atvinnuleikhúsin í Reykjavík hafi áður fengið undanþágu frá nýhertum takmörkunum. Í öllum tilfellum voru þær veittar á grundvelli þess að viðburðahaldarar hafi haft lítið tækifæri til að bregðast við breytingunum með svo skömmum fyrirvara. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, kemur fram á Jólavinum ásamt Aron Can, Sölku Sól, Steinda JR, Selmu Björns, Herra Hnetusmjör og fleirum. Þrír tónleikar fara fram á morgun og annað eins á Þorláksmessu. Ekkert áfengi í húsinu „Það er bara frábært að stjórnvöld séu að koma til móts við fólk sem var búið að plana tónleika og svo átti að flauta allt af korter í gigg. Þetta er í raun og veru að halda lífi í sýningunni og vinnu hjá endalaust af fólki sem er búið að leggja allt sitt hjarta í sýninguna,“ sagði Gauti Þeyr þegar Vísir náði tali af honum rétt áður en hann steig á svið á generalprufu kvöldsins. Það eina sem breytist við undanþáguna er engin veitingasala verði í húsinu á meðan tónleikarnir fara fram. Sem fyrr þurfa allir gestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu hraðprófs eða gildum vottorðum við innganginn. „Sýningarnar haldast óbreyttar. Við erum búin að eyða svakalegum fjármunum og tíma í að auka sóttvarnir á svæðinu. Maður er að gera allt í sínu valdi til að hafa þetta upp á tíu,“ segir Gauti Þeyr og lofar framúrskarandi sýningum báða dagana.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57