Fjórar bílasölur flytja starfsemi á nýtt sölusvæði við Hestháls Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. desember 2021 07:00 Mynd af planinu í gær. Bílaumboðið Askja - Notaðir bílar, Bílaland, Bílabankinn og Bílamiðstöðin eru óðum að koma sér fyrir á nýju og sameiginlegu bílasölusvæði á lóð við Krókháls 7 og Hestháls 15 í Reykjavík og tók fyrstu söluskrifstofurnar til starfa þar í nýju húsnæði í gær. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL og Öskju. Lóðin er í heild um 23 þúsund fermetrar að stærð og er hún sérhönnuð fyrir fleiri en eitt bílasölufyrirtæki með umfangsmikla starfsemi í huga. Skipulag lóðarinnar var hannað af arkitektum Arkís, þar sem boðið er upp á rúmgott og malbikað útisvæði fyrir alls um 800 bíla í stæði, sérhannaða lýsingu til að sýna og skoða bíla, vöktun öryggisfyrirtækja og fleira. Á athafnalóð Bílalands við Hestháls 15, skammt austan Jaguar Land Rover, eru nú liðlega um tvö hundruð notaðir bílar til sölu. „Þetta nýja bílasölusvæði verður bylting fyrir okkur og styður mjög við vaxandi starfsemi bílasölu í Hálsahverfi. Fyrir okkur í Öskju er þetta mjög jákvætt enda erum við með aðstöðu fyrir öll okkar merki í næsta nágrenni,“ segir Þorgeir Ragnar Pálsson, sölustjóri hjá Öskju. „Við hjá Bílalandi erum afar ánægð að flytja okkar sölustarfsemi á þetta nýja bílasölusvæði. Núna erum við mjög sýnileg og í alfaraleið þar sem Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur mætast,“ segir Sigurður Ófeigsson framkvæmdastjóri Bílalands. Staðsetningin á nýja bílasölusvæðinu er góð á milli Hestháls, þar sem BL er með sölu og þjónustu fyrir Jagúar og Land Rover og Krókháls, þar sem Bílaumboðið Askja er til húsa, en Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia og Honda. Aðgengi á milli Hestháls og Krókháls er því aukið sem bætir aðgengi viðskiptavina að fyrirtækjum á svæðinu. Í hverfinu er því að byggjast upp miðstöð bílaviðskipta og verður þetta nýja bílasölusvæði góð viðbót við þá flóru sem þegar er staðsett þar. Aðgengi á nýja bílasölusvæðið er bæði frá Krókhálsi og Hesthálsi. Hleðslustöðvar verða á svæðinu enda rafbílasala að aukast á komandi árum. Fullkomin lýsing er á svæðinu og mikið verður lagt upp úr snyrtilegum frágangi. Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL og Öskju. Lóðin er í heild um 23 þúsund fermetrar að stærð og er hún sérhönnuð fyrir fleiri en eitt bílasölufyrirtæki með umfangsmikla starfsemi í huga. Skipulag lóðarinnar var hannað af arkitektum Arkís, þar sem boðið er upp á rúmgott og malbikað útisvæði fyrir alls um 800 bíla í stæði, sérhannaða lýsingu til að sýna og skoða bíla, vöktun öryggisfyrirtækja og fleira. Á athafnalóð Bílalands við Hestháls 15, skammt austan Jaguar Land Rover, eru nú liðlega um tvö hundruð notaðir bílar til sölu. „Þetta nýja bílasölusvæði verður bylting fyrir okkur og styður mjög við vaxandi starfsemi bílasölu í Hálsahverfi. Fyrir okkur í Öskju er þetta mjög jákvætt enda erum við með aðstöðu fyrir öll okkar merki í næsta nágrenni,“ segir Þorgeir Ragnar Pálsson, sölustjóri hjá Öskju. „Við hjá Bílalandi erum afar ánægð að flytja okkar sölustarfsemi á þetta nýja bílasölusvæði. Núna erum við mjög sýnileg og í alfaraleið þar sem Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur mætast,“ segir Sigurður Ófeigsson framkvæmdastjóri Bílalands. Staðsetningin á nýja bílasölusvæðinu er góð á milli Hestháls, þar sem BL er með sölu og þjónustu fyrir Jagúar og Land Rover og Krókháls, þar sem Bílaumboðið Askja er til húsa, en Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia og Honda. Aðgengi á milli Hestháls og Krókháls er því aukið sem bætir aðgengi viðskiptavina að fyrirtækjum á svæðinu. Í hverfinu er því að byggjast upp miðstöð bílaviðskipta og verður þetta nýja bílasölusvæði góð viðbót við þá flóru sem þegar er staðsett þar. Aðgengi á nýja bílasölusvæðið er bæði frá Krókhálsi og Hesthálsi. Hleðslustöðvar verða á svæðinu enda rafbílasala að aukast á komandi árum. Fullkomin lýsing er á svæðinu og mikið verður lagt upp úr snyrtilegum frágangi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent