„Hef fulla trú á markvörðunum mínum“ Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2021 09:01 Viktor Gísli Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson fara yfir málin í leik í Laugardalshöll. Á hinni myndinni má sjá Ágúst Elí Björgvinsson í markinu á HM í Egyptalandi, þar sem markverðirnir þrír voru allir með. Þeir fara sömuleiðis allir til Búdapest í næsta mánuði á EM. VÍSIR/VILHELM og EPA Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að góðir markverðir séu jafnvel enn mikilvægari nú en áður. Hann hefur fulla trú á að öflug vörn og markverðir Íslands standi fyrir sínu á EM í janúar. „Markvarsla í handknattleik er gríðarlega mikilvæg. Hún er í raun að verða mikilvægari og mikilvægari. Mér finnst sóknargeta leikmanna almennt, og þar með liða, vera að verða betri. Skothæfnin er orðin mjög mikil. Þess vegna er markvarslan svo gríðarlega mikilvæg í þessari íþrótt,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í vikunni. Klippa: Guðmundur um markvörsluna Guðmundur nefndi sem dæmi úrslitaleik Frakklands og Noregs á nýafstöðnu heimsmeistaramóti kvenna, þar sem Noregur undir stjórn Þóris Hergeirssonar stóð uppi sem sigurvegari. „Þar sáum við tvo mjög ólíka hálfleiki. Frakkland var yfirburðalið í fyrri hálfleik en svo breytist allt í seinni hálfleik þegar markvörður Norðmanna fer að verja hvern einasta bolta sem kemur á markið. Svona getur þetta þróast og verið fljótt að breytast,“ sagði Guðmundur. Guðmundur valdi þá Viktor Gísla Hallgrímsson, Björgvin Pál Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson í 20 manna EM-hóp sinn. Tveir þeirra verða svo í leikmannahópnum á hverjum leikdegi í Búdapest, þar sem fyrsti leikur er gegn Portúgal 14. janúar. „Búnir að þróa þessa vörn í þrjú ár“ „Ég hef fulla trú á markvörðunum mínum og þeirri vörn sem er fyrir framan þá. Við erum búnir að þróa þessa vörn í þrjú ár, og lengur fyrir suma, og ég hef trú á því að við náum þessu saman,“ sagði Guðmundur. Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Íslendingar mæta Litáum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar áður en þeir halda til Búdapest í Ungverjalandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Markvarsla í handknattleik er gríðarlega mikilvæg. Hún er í raun að verða mikilvægari og mikilvægari. Mér finnst sóknargeta leikmanna almennt, og þar með liða, vera að verða betri. Skothæfnin er orðin mjög mikil. Þess vegna er markvarslan svo gríðarlega mikilvæg í þessari íþrótt,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í vikunni. Klippa: Guðmundur um markvörsluna Guðmundur nefndi sem dæmi úrslitaleik Frakklands og Noregs á nýafstöðnu heimsmeistaramóti kvenna, þar sem Noregur undir stjórn Þóris Hergeirssonar stóð uppi sem sigurvegari. „Þar sáum við tvo mjög ólíka hálfleiki. Frakkland var yfirburðalið í fyrri hálfleik en svo breytist allt í seinni hálfleik þegar markvörður Norðmanna fer að verja hvern einasta bolta sem kemur á markið. Svona getur þetta þróast og verið fljótt að breytast,“ sagði Guðmundur. Guðmundur valdi þá Viktor Gísla Hallgrímsson, Björgvin Pál Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson í 20 manna EM-hóp sinn. Tveir þeirra verða svo í leikmannahópnum á hverjum leikdegi í Búdapest, þar sem fyrsti leikur er gegn Portúgal 14. janúar. „Búnir að þróa þessa vörn í þrjú ár“ „Ég hef fulla trú á markvörðunum mínum og þeirri vörn sem er fyrir framan þá. Við erum búnir að þróa þessa vörn í þrjú ár, og lengur fyrir suma, og ég hef trú á því að við náum þessu saman,“ sagði Guðmundur. Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Íslendingar mæta Litáum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar áður en þeir halda til Búdapest í Ungverjalandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00
„Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06