Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM Sindri Sverrisson skrifar 24. desember 2021 09:00 Guðmundur Guðmundsson leiðbeinir sínum mönnum á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs. Nú er förinni heitið til Búdapest á EM í janúar. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. Guðmundur er á leið með Ísland á EM í Búdapest í janúar. Það verður hans fjórða stórmót eftir að hann tók við landsliðinu í þriðja sinn í febrúar 2018, af Geir Sveinssyni. Þegar Guðmundur tók við setti hann sér og íslenska landsliðinu háleitt markmið um að komast á ný í hóp átta bestu landsliða heims. Á HM 2019 endaði Ísland í 11. sæti. Á EM ári síðar komst Ísland áfram úr riðli þar sem Danmörk og Rússland sátu eftir, en endaði aftur í 11. sæti. Á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs, án Arons Pálmarssonar, endaði Ísland hins vegar í 20. sæti. En hve langt telur Guðmundur sig og íslenska liðið hafa náð á þeirri vegferð að verða eitt af átta bestu landsliðum heims? „Þetta er mjög slungin spurning. Ég hef yfirleitt sett mér háleit markmið og þetta er mjög háleitt markmið. Við erum að nálgast þetta,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í vikunni, eftir að hafa valið EM-hópinn sinn. Klippa: Guðmundur og markmiðið um að komast í hóp átta bestu „Það vantaði ekki mikið upp á að ná mjög góðum úrslitum á HM, ef við hefðum haft menn þar alla til taks. Við viljum sjá okkur stíga það næsta skref núna að komast í topp tíu, og feta okkur svo áleiðis nær toppnum, hægt og rólega. Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni en við verðum bara að sjá hvað þetta mót felur í sér. EM er mjög erfitt mót, fá lið í riðli og öll mjög sterk. Það getur allt gerst og ég hef bullandi trú á þessu liði. Ég tel að ef við „hittum á það“ þá sé allt mögulegt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þá breytist staðan mjög fljótt hjá íslenska landsliðinu“ „Ég er bjartsýnn. En það er alltaf þannig að maður hugsar; „Sleppum við við meiðsli? Fáum við hópinn eins og hann er sterkastur á þessum tímapunkti, eða koma inn meiðsli eins og gerðist því miður á HM í fyrra?“ Þá féllu út fjórir lykilmenn og þá breytist staðan mjög fljótt hjá íslenska landsliðinu, og hefur alltaf gert frá því að ég man eftir mér.“ Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Íslendingar mæta Litáum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar áður en þeir halda til Búdapest í Ungverjalandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Guðmundur er á leið með Ísland á EM í Búdapest í janúar. Það verður hans fjórða stórmót eftir að hann tók við landsliðinu í þriðja sinn í febrúar 2018, af Geir Sveinssyni. Þegar Guðmundur tók við setti hann sér og íslenska landsliðinu háleitt markmið um að komast á ný í hóp átta bestu landsliða heims. Á HM 2019 endaði Ísland í 11. sæti. Á EM ári síðar komst Ísland áfram úr riðli þar sem Danmörk og Rússland sátu eftir, en endaði aftur í 11. sæti. Á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs, án Arons Pálmarssonar, endaði Ísland hins vegar í 20. sæti. En hve langt telur Guðmundur sig og íslenska liðið hafa náð á þeirri vegferð að verða eitt af átta bestu landsliðum heims? „Þetta er mjög slungin spurning. Ég hef yfirleitt sett mér háleit markmið og þetta er mjög háleitt markmið. Við erum að nálgast þetta,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í vikunni, eftir að hafa valið EM-hópinn sinn. Klippa: Guðmundur og markmiðið um að komast í hóp átta bestu „Það vantaði ekki mikið upp á að ná mjög góðum úrslitum á HM, ef við hefðum haft menn þar alla til taks. Við viljum sjá okkur stíga það næsta skref núna að komast í topp tíu, og feta okkur svo áleiðis nær toppnum, hægt og rólega. Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni en við verðum bara að sjá hvað þetta mót felur í sér. EM er mjög erfitt mót, fá lið í riðli og öll mjög sterk. Það getur allt gerst og ég hef bullandi trú á þessu liði. Ég tel að ef við „hittum á það“ þá sé allt mögulegt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þá breytist staðan mjög fljótt hjá íslenska landsliðinu“ „Ég er bjartsýnn. En það er alltaf þannig að maður hugsar; „Sleppum við við meiðsli? Fáum við hópinn eins og hann er sterkastur á þessum tímapunkti, eða koma inn meiðsli eins og gerðist því miður á HM í fyrra?“ Þá féllu út fjórir lykilmenn og þá breytist staðan mjög fljótt hjá íslenska landsliðinu, og hefur alltaf gert frá því að ég man eftir mér.“ Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Íslendingar mæta Litáum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar áður en þeir halda til Búdapest í Ungverjalandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00
„Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06