Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi en mikill fjöldi skjálfta hefur riðið þar yfir síðan í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn kom í morgun, 4,9 stig að stærð.

Þá heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og ræðum faraldurinn og nýju sóttvarnareglurnar sem taka gildi á miðnætti.

Einnig verður rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra en Dagur hefur verið gagnýninn á að skilaboð séu ekki skýrari þegar kemur að því að bæta fólki tjón sem það verður fyrir í kórónuveirufaraldrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×